Leita í fréttum mbl.is

Gottrup sýslumaður kemur í veg fyrir afturgöngu

steingrímur hengdurÞað var ekki algengt hér áður fyrr, að lík sakamanna væru brennd eftir aftökur, en til þess örþrifaráðs þurfti þó Lárus sýslumaður Gottrup að grípa vegna hótana dauðadæmds sakamanns, um að ganga aftur og drepa bóndann á Ásgeirsá í Víðidal.

Steingrímur Helgason var dæmdur í gálgann á þingvöllum árið 1700, en slapp úr járnum áður en tími vannst til að hengja hann. Fáum dögum síðar handsamaði Þórarin bóndi á Ásgeirsá í Víðidal þrjótinn á flótta norður í Húnavatnssýslu og kom honum í hendur yfirvalda.

Gottrup sýslumaður lét ekki undan dragast að hengja Steingrím, sem lítt iðraðist lífernis síns og hét því síðast orða að ganga aftur og drepa Þórarin bónda innan þriggja daga frá dauða sínum.

Sýslumaður tók enga áhættu af afturgöngu Steingríms og lét brenna líkið á staðnum. Var talið fullvíst að með þessari vel heppnuðu aðgerð hafi Gottrup tryggt það rækilega að Steingrímur næði aldrei að ganga aftur til að koma fram hefndum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband