Leita í fréttum mbl.is

Lögmaður kafnaði í dún á Jónsmessunótt

bessastaðir

Höfuðsmaðurinn á Bessastöðum danski sjóliðsforinginn Herluf Daa, sendi boð vestur á Arnarstapa til Jóns Jónssonar lögmanns og bauð honum að koma á sinn fund til Bessastaða til skrafs og ráðagerða.

Lögmaður reið þegar suður ásamt fylgdarmönnum og kom að Bessastöðum síðla dags 24. júní 1606 og setti upp tjaldbúðir við kirkjugarðinn.

Höfuðsmaður gerði lögmanni mikla veislu um kvöldið og lét jafnframt bera fylgdarmönnum hans drykkjarföng í tjöldin.

Sátu þeir höfuðsmaður að drykkju lengi einir og gerðust mjög ölvaðir. Þegar liðið var á nótt fylgdu sveinar lögmanns honum til tjalds síns.

Á Jónsmessumorgun sendi höfuðsmaður stúlku til að vekja lögmann og bjóða honum til stofu en var hann þá örendur.

Sagt var frá því í hljóði að hann hefði kafnað í dúnsvæfli sem var undir höfði hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...Og fór þar öflugur drykkjumaður fyrir lítið, eins og oftlega skeður, því miður.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.7.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband