2.7.2008 | 14:18
Sækýr Arnfirðinga
Arnfirðingar stunduðu og iðkuðu í aldir þá miklu íþrótt að skutla hvali, en þar hafði sjálf náttúran komið upp eins konar hvalgripabúi, sem allir fjarðabúar nutu góðs af.
Á hverju ári komu nokkrar reyðarhvalkýr inn á fjörðinn með nýfædda kálfa sína og héldu sig þar sumarlangt, meðan afkvæmi þeirra stækkuðu.Voru þær svo spakar, að helst minnti á húsdýr.
Arnfirðingar gældu við þessar sækýr og gáfu þeim nöfn eins og kúm sínum í landi. Kölluðu þeir eina þeirra Skeifu, aðra Skjöldu, þriðju Höllu og fjórðu Rrafnseyrar-Kollu. Vissu þeir að þetta voru sömu kýrnar, sem inn á Arnarfjörð komu ár eftir ár.
Þegar kálfarnir voru orðnir allvænir og Arnfirðingar vissu að hvalirnir færu að yfirgefa fjörðinn, hrundu þeir á flot þeim bátum , er sérstaklega voru smíðaðir til hvalveiða, og skutluðu kálfana.Var fengnum síðan skipt upp á milli allra bæja í firðinum og eins og nærri má geta var þetta mikil búbót fyrir íbúana á hverju ári.
Þegar Norðmenn hófu hvalveiðar við Ísland upp úr 1880 þá hurfu hvalkýr Arnfirðinga.
Heimild styðst við; Hornstrendingabók.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 763851
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Langafi minn Matthías Ásgeirsson bóndi á Baulhúsum mun hafa verið síðasti íslendingurinn, sem veiddi hval með handskutli. En þetta er alveg hárrétt hjá þér Níels að Arnfirðingar veiddu bara kálfana og var þetta því sjálfbær veiðiskapur og góð búbót í firðinum. En þegar Norðmenn hófu hvalveiðar frá Suðureyri í Tálknafirði þá veiddu þeir mæðurnar og þá hætti hvalur að koma í Arnarfjörð.
Jakob Falur Kristinsson, 8.7.2008 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.