18.7.2008 | 11:49
Rommkópar - tálbeita hákarlamanna
Á seinni hluta nítjándu aldar kom til sögunnar ný beita sem íslenzkir hákarlamenn sögđu algjöra byltingu viđ veiđar á hákarli; voru ţađ litlir selkópar vestan frá Breiđafirđi, og voru ţeir látnir liggja í pćkli í heilu lagi í sterku íláti.
En ţađ merkilega viđ ţessa hákarlabeitu var ţađ, ađ selkóparnir voru ekki ristir á hol, heldur voru ţeir ađeins opnađir međ svolítilli stungu, ţegar búiđ var ađ veiđa ţá, og var sterku rommi helt gegnum smuguna inn í kópinn; vínandinn samlagađist innýflunum og blóđinu og fóru út í spikiđ; var ţess og vandlega gćtt , ađ rommiđ fćri ekki út úr skrokknum aftur og vandlega saumađ fyrir opiđ.
Ţegar kóparnir voru teknir upp úr ílátinu voru ţeir skornir sundur í smábeitu, og angađi af ţeim lyktin er ţeir voru opnađir, enda var ekki tútt um ađ sumir drykkjumenn langađi til ađ bragđa á romminu, sem inn í ţeim var, ef ţeir voru alveg vitundarlausir af brennivíni. Ţetta voru nefndir rommkópar og voru ţeir einhver hin allra mesta tálbeita fyrir hákarl.
Á ţessum hákarladöllum - eins og hákarlaskipin voru nefnd var útbúnađur allur međ líku móti. Menn beittu hrossakjöti og selspiki. Skinniđ var látiđ tolla viđ selbeiturnar og stungiđ hníf í gegnum hverja beitu; var önnur beitan höfđ af sel og önnur af hrossakjöti á víxl.
Mörgum beitum var beitt í einu, var ţeim ţrýst upp eftir leggnum á sókninni (hákarlaönglinum), síđast var bugurinn fylltur međ ýmsu gumsi úr hákarlinum, svo sem munnamögum, gallhúsum, hjörtum o. s.frv., og tóbaksmenn gerđu sér ţađ oft ađ reglu ađ hrćkja á beituna um leiđ og sókninni var kastađ fyrir borđ.
Viđ vađsteininn var járnkeđja, tveggja fađma löng, sem fest var viđ sóknina, en milli vađarhaldsins var kađalspotti á ađ gizka fađmur á lengd, sem kallađur var bálkur.
Heimild; Theódór Friđriksson - Hákarlalegur og hákarlamenn.
Drýgir dísilolíuna međ hákarlalýsi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefđi nú drukkiđ rommiđ en hrossakjötinu hefđi bát beita mín vegna Nilli, góđ greinin hér ađ neđan hjá Urđi. Makrílkvótinn í Fćreysku er 1500 tonn og ţađ er mikiđ ađ makríl hér út af austfjörđum og höfum viđ séđ hann vađandi.
Grétar Rögnvarsson, 19.7.2008 kl. 15:44
Sćll Grétar.
Já romminu hefđum viđ nú ekki spanderađ í kjaftinn á hákarlinum.
1500 tonn makrílkvótinn í fćreyskri lögsugu ? Ţađ er nú varla til skiptana á allan flotan.
Hef heyrt af stórum göngum af makríl hér inni á fjörđum fyrir vestan.
Hafiđ ţiđ prófađ ađ kasta nót á makrílinn vađandi ?
Níels A. Ársćlsson., 19.7.2008 kl. 17:59
Ţađ er búiđ ađ veiđa ţann kvóta Nilli, nei ţađ er enginn bátur međ nót allir ađ partrolla međ flugdreka á höfuđlínunni, svo mađur sér yfirleitt drekann, ţetta eru svo litlar torfur ađ ég held ađ lítiđ fengist í nót og svo eru ekki til neinar makrílnćtur hér, en norđmenn eru međ langar og sterkar nćtur í ţessu, stćrri en síldarnćtur. Hann sést ekki vađa nema sé alveg renniblíđa og sól, annars mikiđ um 5-10 fm.
Grétar Rögnvarsson, 19.7.2008 kl. 21:10
Ţetta er skemmtilegt, takk fyrir mig
Kolgrima, 21.7.2008 kl. 00:47
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.