28.7.2008 | 13:54
Góður drengur á förum
Titringur er á Vestfjörðum vegna yfirvofandi brotthvarfs Eiríks Finns Greipssonar, vinsæls aðstoðarbankastjóra hins horfna Sparisjóðs Vestfirðinga.
Sparisjóðurinn var sameinaður Sparisjóði Keflavíkur nýverið og nú liggur fyrir að Angantýr Jónasson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri SPV, verður yfirmaður útibúanna á Vestfjörðum og Eiríkur Finnur mun þar með hætta störfum eftir að hafa stjórnað í áratugi.
Angantýr býr í Kópavogi en sinnir starfi sínu á Þingeyri. Vestra er fólki brugðið vegna þessa og telur að aðgerð bankastjórnarinnar í Keflavík sé einkenni þess að þarna sé ekki um samruna að ræða, heldur yfirtöku. Búist er í framhaldinu við lokun sparisjóða á Vestfjörðum í hagræðingarskyni. Heimild; dv.is, 28.07.2008.
Ég ætla að leyfa mér að vitna hér í viðtal við Eirík Finn sem kom í Morgunblaðinu 26.10.2005, og læt síðan hvern og einn um að meta stöðu mála í sjávarþorpum Vestfjarða.
Tilvitnun:
Fiskvinnslan Kambur er hryggjarstykkið í atvinnulífi Flateyrar og uppbygging fyrirtækisins frá 2001 hefur verið ein gleðisaga undanfarin ár og fyrirtækið hefur eflst gífurlega undir stjórn hjónanna Ingibjargar Kristjánsdóttur og Hinriks Kristjánssonar að sögn Eiríks Finns Greipssonar, aðstoðarsparisjóðsstjóra á Ísafirði.
Hann er búsettur á Flateyri en starfar á Ísafirði. Í snjóflóðinu komst hann lífs af ásamt fjölskyldu sinni en hús þeirra eyðilagðist. "Nú eru komnir tveir yfirbyggðir línubátar til Kambs auk þess að sumir krókaaflamarksbátarnir hafa verið stækkaðir.
Ég held því að það sé ekki ofsagt að lýsa gengi félagsins og samstarfsaðila þeirra sem sigurgöngu. Fyrirtækið er orðið það öflugt að það vantar hráefni og auk þess sem kvótinn hefur stöðugt verið aukinn."
Fyrir flóðið á Flateyri voru búsett 379 manns í bænum en undanfarin ár hefur íbúatalan verið í kringum 300. Þar af er ríflega þriðjungurinn útlendingar. Að sögn Eiríks voru í sumar 37% íbúanna útlendingar og hefur jafnvel aukist síðan þá. Húsnæði er á lausu þótt framboðið sé ekki mikið og húsnæðisverð er lágt.
"Samfélagið hér hefur breyst mikið síðastliðinn áratug með sameiningu sveitarfélaga 1996 og tilkomu jarðganganna sama ár. Atvinnusvæðið er því orðið ein heild og stór hluti áhafna báta héðan er frá Ísafirði og nærliggjandi sveitarfélögum. Við erum því með mikla atvinnumiðlun milli svæða."
Nú höfum við náð gífurlega góðum árangri í uppbyggingu þorpsins fyrir tilstuðlan stjórnvalda, bæjaryfirvalda, Samhugar í verki, Ofanflóðasjóðs og fleiri.
Við erum að minnast atburðanna fyrst og fremst til að sýna hinum látnu virðingu og þakka björgunarsveitum, Landhelgisgæslu, stjórnvöldum, bæjaryfirvöldum og nærsveitamönnum sem voru einstaklega duglegir að hjálpa okkur."
Heimild; Morgunblaðið 26.10.2005.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég bara trúi þessu ekki.
Allt verður ógæfu Vestfjarða að vopni.
Hvernig í ósköpunum dettur mönnum svonalagað í hug?
Varla er þetta með hagsmuni Vestfjarða og byggða þar í huga.
Erum við ofurseldir eintómum götustrákum??
Ég samhryggjist Vestfirðingum innilega.
Ég þekki Eirík vel og því segi ég þetta.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 29.7.2008 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.