Leita í fréttum mbl.is

Vestfirðingar hefji strax veiðar utan kvóta úr flökkustofni þorsks frá A-Grænlandi ?

Nú ættu Vestfirðingar að bregðast hart við og hefja strax veiðar á þorski utan kvóta á flökkustofni (Grænlandsþorski) þeim sem Hafró hefur lokseins uppgvötað með DNA ransóknum.

Vestfizkir sjómenn hafa að vísu um aldir vitað af þessum þorski en eins og alþjóð veit þá lítur akademíska háskólafólkið fyrir sunnan ekki á vestfizka sjómenn sem viti borið fólk heldur sem heimskar skepnur í mannsmynd.

Flökkustofn þorsks frá Grænlandi lýtur vart öðrum lögmálum í röksemdarfærslum stjórnvalda og LÍÚ heldur en veiðar (brotajárns og ryksuguskipa LÍÚ) á flökkustofni makríls úti fyrir Austfjörðum

Læt hér fylgja stutta frétt um þetta efni af skip.is, frá því í gær 28.08.2008.

Fiskifræðingar hjá Hafrannsóknastofnun telja nú líklegt að þorskur gangi frá Vestfjarðamiðum yfir á Dohrnbankasvæðið á sumrin í ætisleit en komi síðan til baka á hrygningarstöðvar við Ísland í febrúar, að því er Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Björn Ævarr sagði jafnframt að Hafrannsóknastofnun hefði haft samráð og samstarf við grænlensku hafrannsóknastofnunina um rannsóknir á þorski við Austur-Grænland. Hafró mun leggja til um 100 rafeindamerki til merkinga á þorski við Austur-Grænland sem fram fara á næstunni um borð í grænlenska rannsóknaskipinu Paamiut.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um tengsl þorsks við Ísland og Grænland í nýjustu Fiskifréttum þar sem  rætt er við Einar Hjörleifsson fiskifræðing auk Björns Ævars Steinarsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Þeir hljóta að fá verðlaun fyrir þessa merku uppgötvun.

Ársæll Níelsson, 30.8.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þeir eru löngu bír að fá verðlaunin og aldrei borið skugga þar á. Voru krossaðir af LÍjúgurum sem styður þá með ráðum og dáð...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.8.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo alvörugefnir voru þeir Geir og Steingrímur í Kastljósinu í kvöld að þeir minntu á vitsmunaverur þegar þeir ræddu efnahagslægðina og leiðirnar út úr henni. Hvorugur minntist reyndar einu orði á þá tillögu Guðjóns Arnars á Alþingi í dag að auka verulega við þorskaflann.

Ennþá minnkar tiltrú mín á gáfulegu útliti íslenskra pólitíkusa og var hún þó hreint ekki mikil fyrir. 

Árni Gunnarsson, 2.9.2008 kl. 21:13

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Viðskipti | mbl.is | 3.9.2008 | 16:03

Vilja banna innflutning á mjöli og lýsi frá Íslandi

Samtök norskra útgerðarmanna, Fiskebåt, vill að norsk stjórnvöld setji innflutningsbann á mjöl og lýsi frá Íslandi á þeirri forsendu, að Íslendingar hafi veitt nærri 100 þúsund lestir af makríl án þess að hafa komið að stjórn á veiði úr sameiginlegum makrílstofni.

Á heimasíðu  Fiskebåt segir Audun Maråk, framkvæmdastóri samtakanna, að Íslendingar hafi engin veiðiréttindi í makríl og veiðarnar séu því umfram heildakvótann. Þá geti Íslendingar ekki heldur vísað til veiðihefðar.

„Mest af makrílnum, sem íslensk skip veiða, fer í mjöl- og lýsisframleiðslu á Íslandi," segir Maråk.

Samtökin kvarta sáran yfir því, að Íslendingar séu enn á ný að hefja utankvótaveiðar á fiskistofnum til að reyna að tryggja sér veiðikvóta.  Það sé einnig umhugsunarvert, að þessi stefna Íslendinga hafi skilað þeim árangri varðandi stofna á borð við þorsk í norðaustur Íshafi, norska vorgotssíld og kolmunna.

Það sé því í þágu norskra hagsmuna að koma í veg fyrir makrílveiðar Íslendinga. Vísa samtökin til þess, að norsk stjórnvöld hafi heimild til að stöðva innflutning á fiski, sem veiddur er utan viðurkenndrar veiðistjórnunar. Þess vegna hvetja samtökin norska sjávarútvegsráðuneytið til að banna án tafar innflutning á mjöli og lýsi frá Íslandi.

„Við vonum að Evrópusambandið fylgi þessu eftir með samskonar innflutningstakmörkunum," segir Audun Maråk.

Níels A. Ársælsson., 3.9.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband