Leita í fréttum mbl.is

Lestarferðir biskupsstóla til Tálknafjarðar

 

skreiðaferð

Veturinn og vorið 1701 var ein hin bágasta vertíð, sem sögur fara af, með ördeyðu á Suðurnesjum og í flestum verstöðvum fyrir vestan land.

Var hvarvetna bjargarskortur og fjöldi fólks kominn á vergang, svo að við auðn heldur á útkjálkum, en stuldir víða tíðir og óöld í landi.

Þessu fylgdi hungur og fellir á fólki, enda grimmur harðindabálkur.

Vestur á Fjallaskaga (Barða) fiskuðu vermenn ekki einu sinni sjálfum sér til viðurværis og urðu að draga fram líftóruna á soðnum hákarlsskrápum og blautum háfi, því að frekar fékkst nokkuð af því fiskakyni en öðru.

Annars var helzt, að nokkur steinbítsafli reyndist á Vestfjörðum, og fyrir þær sakir gerðust þau tíðindi, að lestir voru sendar eftir hertum steinbít og skreið í Tálknafjörð, bæði frá Skálholti og Hólum.

Voru það kostnaðarsamir aðdrættir og erfiðir fyrir menn og hesta.

 


mbl.is Ráðherrar mæta til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Grétar Jóhannesson

ótrúlega skemmtileg mynd og skemmtileg færsla.

væri gaman að vita hvar þú fékkst þessa mynd og þessar skemmtilegu upplýsingar.. spurningarmerki.

-árnig.

Árni Grétar Jóhannesson, 5.10.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Reynir Andri

Finn til með þeim því ég reyni að hamstra öll tilboð í Bónus þessa dagana

Reynir Andri, 7.10.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband