14.10.2008 | 17:51
Einn aðal sökudólgurinn
Prófessor við Háskóla Íslands í viðtali við Fréttablaðið 13. janúar 2008.
Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir kvótakerfið að sínu mati vera forsendu mikillar hagkvæmni í íslenskum sjávarútvegi.
Ef við afnemum kvótakerfið munum við tapa tugum milljarða á hverju ári en einnig yrðu margföldunaráhrif í gegnum allt hagkerfið.
Ragnar segir að sérfræðingar fjármálafyrirtækja telji að ein forsendan fyrir vexti fjármálakerfisins og útrás íslenskra fyrirtækja sé auðurinn sem felst í kvótanum.
Ef sá auður verður skertur verður samsvarandi samdráttur í fjármálageiranum og hagkerfinu öllu.
Þeir sem vilja afnema kerfið eða kollsteypa því hljóta að vera í efnahagslegum sjálfsmorðshugleiðingum.
Fjögur hundruð bloggfærslur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 763845
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður getur auðveldlega dregið þá ályktun að þessi hagfræðiprófessor hafi hlotið menntun sína í Seðlabankanum. Skoðun sú er hann leggur fram er með eindæmum vitlaus.
Ef þjóðin á að hagnast á kvótanum verður hún að eiga kvótan og slelja veiðileyfi til þeirra sem vilja veiða. Þá getur hver og einn mætt á uppboð einu sinni eða tvisvar á ári og keypt veiðileifi á þau kvikindi sem viðkomandi vill veiða og söluhagnaður kemur í ríkiskassan en ekki peningaskápinn hjá Granda eða öðrum sægreifum. Þeir verða að láta sér nægja hagnaðinn af veiðum og vinnslu.
Dunni, 14.10.2008 kl. 18:19
Það er sorglega mikið til í þessu hjá Ragnari. En sömuleiðis má sega að það sé þjóðlega hagkvæmt ef við notum bara eitt sjampó, ríkissjampó, og aðeins einn má framleiða það úr aðeins Íslensku afurðum. Mikið einföldun en samt satt. Það sem er þjóðhagslega hagkvæm skerst nefnilega svo oft á við almenn mannréttindi þegnanna. Um það einmitt standa einmitt flest ágreiningsmál.
Því eigum við að leyfa almenna bændur? Því stofnum við ekki bara fjögur bú á landinu sem framleiða þetta allt (fjögur til að koma í veg fyrir hrun ef smit kemur upp)? Er það ekki eina vitið? Við það mundum við sennilega ekki þurfa að borga með þessu sem er auðvitað fáránlegt.
Við hér á Íslandi, sem og í öðrum frjálsum ríkjum, höfum það að leiðarljósi að frelsi til atvinnu og "way of living" sé frjálst. Sömuleiðis eigum við að eiga sama rétt til náttúruauðlinda, og sé því ekki við komið, þá eigum við alla veganna að njóta góðs af þeim. Við öll sem eitt. Þarna bregst kvótakerfið gjörsamlega. Þetta er eins og kommúnisti þar sem örfáir fá að njóta auðævanna en almenningur ekki. Það er rangt og því er kvótakerfið rangt.
Halla Rut , 15.10.2008 kl. 01:45
Líklegast má færa rök fyrir því að kvótakerfið eigi þátt í núverandi ástandi.
Ársæll Níelsson, 15.10.2008 kl. 10:02
Eigi thatt? Alla helvitis sokina a thetta kvotakerfi andskotans og fylgisveina hans! Frjalsa framsalid og vedsetning a fisknum oveiddum!! Einhver mesta rugl akvordun bankanna um ad oveiddur fiskur se betri vedsetning en veidarfaeri og skip!! Peningunum daelt sidan utur atvinnugreininni, farid a kaupaedisfylleri i London, vakna upp i dag med marmarafarid a andlitinu eftir golfid a klosetti audhyggjunar uturbijadir af eigin aelu! Eftir situr svo sjavarutvegurinn enn skuldsettari en adur...
Rúnar Karvel Guðmundsson, 15.10.2008 kl. 12:25
Nilli. Núna er bara spurning um það hvort að við höldum íslenskum fiskimiðum og löndunum á Íslandi.
allar deilur um kvótann og hafró verðum við að setja í salt. Sjálfstæðisbarrátta Íslands er hafinn. Ingibjörg og kratarnir eru núna búinn að búa svo um hnútanna að auðlindir lands og sjávar muni verða seldar úr landi.
Fannar frá Rifi, 21.10.2008 kl. 14:43
Einmitt Fannar.
Það kom auðvitað að því að þetta mundi gerast fyrst haldið var áfram taumlaust á sömu braut með veðsetningu og brask aflaheimilda.
Ég skal vera fyrstur manna fram á vígvöllinn með öll tiltæk vopn ef á þarf að halda til varnar landhelginni og sjálfstæði´þjóðarinnar.
Níels A. Ársælsson., 21.10.2008 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.