16.10.2008 | 10:36
Stofnun Eimskipafélags Íslands 1914
Laugardaginn 17. janúar 1914, var stofnfundur Eimskipafélags Íslands settur í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Hafði bráðabirgðastjórn undirbúið allt sem vandlegast og gengið frá frumvarpi til laga fyrir félagið.
Stofnfundurinn varð mönnum að óvörum svo fjölmennur, að flytja varð fundarstaðinn úr Iðnó í Fríkirkjuna. Fundurinn samþykkti einróma svofelda tillögu: Ákveðið er að stofna hlutafélag, er nefnist Eimskipafélag Íslands.
Á framhaldsfundi, sem haldinn var í Fríkirkjunni 22. janúar sama ár, voru lög samþykkt fyrir hið nýja félag og stjórn þess kosin.
Þessir hlutu kosningu af hluthöfunum á Íslandi: Sveinn Björnsson, Ólafur Johnson, Eggert Claessen, Garðar Gíslason, Jón Björnsson.
Þessir hlutu kosningu af hluthöfum meðal Vestur-Íslendinga: Jón Gunnarsson, Halldór Daníelsson. Jón Björnsson kaupmaður vék skömmu síðar úr sæti í stjórn félagsins fyrir Olgeiri Friðgeirssyni, sem var tilnefndur af landstjórninni, eftir að landsjóður hafði gerst hluthafi í félaginu.
Á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga: Félagsstjórninni veitist heimild til að láta byggja tvö skip til millilandaferða.
Svohljóðandi tillaga var einnig samþykkt: Félagsstjórninni veitist heimild til þess að láta byggja eða kaupa tvö strandferðaskip, ef þeir samningar verða, að landssjóður gerist hluthafi í félaginu með 400 þús. kr.
Þann 6. febrúar sama ár, skipti hin nýkjörna stjórn Eimskipafélags Íslands með sér verkum: Formaður var Sveinn Björnsson, varaformaður Halldór Daníelsson, ritari Ólafur Johnson og gjaldkeri Eggert Claessen. Framkvæmdastjóri félagsins var ráðinn Emil Nielsen, áður skipstjóri á Sterling.
Eimskip flaggar íslenska fánanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nafn:
Hlutafélagið Eimskipafélag Ísl
Fyrirspurn var gerð þann 16.10.2008 kl. 10:54:27
Rek.ár
Nafn
Skiladagsetning
Nr. ársreiknings
SR: Samstæðureikningur
Loka glugga
Eins og glögglega má sjá úr ársreikningaskrársögu Eimskipafélagsins að hér er ekki um upprunalega félagið að ræða. Eimskip er eins og sjá má originelt Flugfélagið Atlanta. Björgólfur náði fram hefndum sínum og lagði niður óvin sinn frá því Hafskip eldaði grátt silfur við það. Hafskipð átti sem kunnugt er ekki nema 20% upp í lröfur þrotabúsins þó svo að Björgólfur vilju endurskrifa söguna núna með öðrum tölum.
Hræið af gamla félaginu geymir Björgúlfur í skúffu sinni ónotað. Atlanta/Avion group sá sér hag í því vegna erlendra viðskipta og gamallar viðskiptavildar að taka upp nafnið Eimskip.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.10.2008 kl. 11:00
Það er ekki öfundsvert það góða fólk sem er að berjast við að reka leifarnar af "óskabarninu" núna. Innflutningur hruninn og skipin væntanlega hálftóm til landsins. Það verður erfitt að reka þessi óskabörn, hvað sem þau heita, á útflutningi áls og fiskjar eingöngu?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.