25.10.2008 | 11:34
Dragnótaveiðar við Ísland
Dragnótin vistvænasta veiðafærið.
Dragnótin er vistvænasta veiðarfærið sem notað er við Ísland í dag og hefur verið frá því veiðar með dragnót hófust á síðari hluta 19 aldar. Veiðisvæði dragnótar spannar einungis um 3-5% af landgrunninu innan lögsögu Íslands.
Ástæður þessa takmörkuðu veiðislóðar dragnótarinnar eru þær að dragnót er einungis hægt að nota á leir, malar og sandbotni. Veiðar með dragnót á mörgum veiðisvæðum við landið eru einnig mjög árstíðabundnar vegna breytilegrar göngu ýmisa fisktegunda.
Ástæður þess að einungis er hægt að veiða með dragnót á mjúkum botni eru þær að dragnótin og tógin sem henni tilheyra festast í botni, veiðarfærið rifnar og skemmist ef út á harðan botn er farið. Einnig takmarkar dýpi sjávar virkni dragnótarinnar og eru veiðar sjaldnast stundaðar fyrir neðan 150 faðma dýp. Hér er komin skýringin á því hversu smávægilegt veiðisvæði dragnótarinnar er í samanburði við öll önnur veiðarfæri sem notuð eru við Ísland.
Eðli málsins samkvæmt spilla dragnótaveiðar hvorki botngróðri, botnlagi né lífríki sjávar á nokkurn hátt, enda engu til að spilla og er nánast um veiðar á berangri hafsbotnsins að ræða þar sem lítill botngróður þrífst. Veiðar með dragnót örva vöxt og viðgang ýmisa fisktegunda með yfirferð sinni eftir hafsbotninum þar sem hinar fjölbreytilegu lífverur hafsbotnsins verða að fæðu flatfiska og bolfiska.
Fiskur veiddur í dragnót jafnt flatfiskar allskonar, sem og bolfiskar leita út af hörðum botni inn á veiðisvæði dragnótarinnar eftir æti, þá gjarnan á liggjanda við sjávarfallskipti. Það æti sem um er að ræða er td, sandsíli, trönusíli og ýmsar aðrar tegundir smáfiska og smádýra, td. sandormar og krabbadýr. Veiðislóð dragnótarinnar er matborð hinna ýmsu fiskitegunda.
Besta hráefnið.
Fiskur veiddur í dragnót er mjög stutt dreginn þegar hann kemur um borð í veiðiskipið, oft líða ekki nema 20-30 mínútur frá því dragnótinni er kastað og að búið er að hífa voðina og fiskurinn kominn um borð. Lítil pressa er á fiskinum þar sem hann er hífður um borð í litlum skömmtum og er þá sprell lifandi þegar hann er blóðgaður frá móttöku í rennandi sjó.
Ef vel veiðist geta pokarnir orðið margir sem þarf að hífa um borð, en reynt er að hafa pokana ekki stærri en svo að þeir rúmi ekki meira magn af fiski en sem nemur 500-1000 kg. Er þetta gert til að fyrirbyggja að fiskur kremjist og blóðspryngi með tilheyrandi skemmdum og losi í holdi.
Fiskur veiddur í dragnót er að jafnaði vænni en fiskur sem veiðist í önnur veiðafæri að netafiski undanskyldum og vegur sá þáttur í rekstri dragnótaskipa mikið fyrir afkomu veiðanna þar sem oft er mikil munur á verði góðs dragnótafisks og fisks sem veiddur er í önnur veiðafæri.
Veiðar með dragnót.
Áður en ákvörðun um kast með dragnót er tekin þá þarf að gæta að ýmsum þáttum er varða strauma, sjávarföll, vindátt og sjólag. Einnig hafa birtuskilyrði og sólarljós mikið um það að segja hvernig fiskast. Mjög misjafnt er eftir árstíðum, dýpi og svæðum hver áhrif mismunandi þátta hafa til árangurs af veiðunum.
Það sem vegur þyngst í góðum árangri við veiðarnar ásamt samspili margra þátta er án efa það fæðuframboð sem fiskurinn hefur á viðkomandi veiðislóð. Ef fæðuframboð er takmarkað á veiðislóð dragnótar er næsta víst að lítið sem ekkert veiðist.
Ef pláss og dýpi á veiðislóð dragnótar er nægilegt þá er oftast kastað allri vírmanilunni sem til staðar er um borð í skipinu en ef plássið er takmarkað eins og algengt er á veiðislóð dragnótar út af Vestfjörðum og víðar, þar sem verið er að kasta dragnót á sand polla og gjótur sem leynast víða úti í hrauni, þá er mjög misjafnt hversu mikklu er hægt að kasta.
Geta dragnótarinnar til að ná í fisk er bundin innan þess svæðis sem tógin afmarka með legu sinni á hafsbotni. Mjög misjafnt er hversu mikið flatamál þess svæðis er, þar sem dýpi, straumur, hversu mikið skverað er og lengd tógana sem eru úti ráða mestu þar um, en oft er það einungis 1/3 af lengd tógana sem skafa botninn en 2/3 eru laus frá botni upp í sjó í átt til veiðiskipsins.
Lokaorð.Veiðislóð dragnótarinnar er eins og frjór akur bóndans sem yrkir landið af alúð og dugnaði. Dragnótin er stórkostleg líkt og ástargyðjan Venus, hljómur hennar og yndisþokki ægi fagur.
Þeir fiska sem róa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 764330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi.Um leið og ég kvitta fyrir mörg innlit án athugasemda,tek ég undir með þér.Og teikningin af bátnum minnir mig á 1sta vertíðarbátinn sem ég var á m/b Björg SI 96 frá Siglufirði sem réri þá frá Grundarfirði og endaði ævi sína sem Hafursey GK 84 og sem sökk út af Reykjanesi 3 okt.1976Sértu ávallt kært kvaddir
Ólafur Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 21:12
Það liggur nærri að manni langi bara svolítið á sjóinn.
Ársæll Níelsson, 26.10.2008 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.