19.11.2008 | 21:40
Frekja og siðleysi íslenzkra ráðamanna
"Íslenskum skipstjórum standa tveir aðrir kostir til boða í stöðunni, hætta síldveiðum til að forðast veiðar á makríl eða henda makrílaflanum í sjóinn aftur. Brottkast er lögbrot á Íslandi þó að það sé hins vegar beinlínis skylda í ýmsum veiðum innan ESB".
Þetta kemur fram í Andrá, vefriti um sjávarútveg og landbúnað, sem gefið er út af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Tökum hliðstætt dæmi þar sem ég þarf að eiga við íslenzk stjórnvöld;
Ég fer á sjó á mínu skipi til dragnótaveiða og er veiðiferðinni heitið á hefðbundin skarkola og ýsu mið út af Vestfjörðum eða Breiðafirði. Nægur kvóti er á skipinu í ýsu og skarkola en engin þorskkvóti þar sem hann er ófáanlegur vegna gríðalegra takmarkan.
Það gengur vel að veiða skarkola og ýsu en því miður eins og oftast þá er hlutfall þorsks í aflanum 50%. Það ætti í sjálfum sér að vera hið besta mál enda aflaverðmæti þorsksins rétt um 75% af heildarverðmæti aflans sem kominn er um borð.
En því miður er þetta ekki svona einfallt. Mér standa tveir kostir til boða í stöðunni hjá íslenzkum stjórnvöldum.
1. Halda til hafnar með aflann og landa á löggilda hafnarvog. Fiskistofa mætir á bryggjuna og sviftir skipið veiðileyfi og gerir þorskinn upptækann til ríkissjóðs og að auki fæ ég óheyrilega sekt. Ég neyðist til að liggja með bátinn bundinn við bryggju það sem eftir er fiskveiðiársins sem er ef miðað er við löndun í dag, 19.11.2008, til 01.09.2009. Útgerðin verður gjaldþrota á örfáum mánuðum.
2. Henda öllum þorskinum aftur í sjóinn og koma brosandi til hafnar veð 25% af verðmæti veiðiferðarinnar og landa þokkalegum afla í tonnum talið í skarkola og ýsu. Fiskistofa mætir á bryggjuna og klappar áhöfninni á öxlina og strýkur mér um kinn til merkis um hvað ég standi mig vel og fari að öllu eins og íslenzkum stjórnvöldum er þóknanlegt.
3. Hér kemur skársti kosturinn; Ég hendi engum þorski í sjóinn vegna þess að útgerðin ég og áhöfnin höfum ekki efni á því. En við höfum heldur alls ekki efni á því að láta ríkissjóð og Fiskistofu keyra okkur í atvinnumissi, sektir og gjaldþrot þegar til hafnar er komið. Við löndum því ýsunni og skarkolanum á hafnarvog og svindlum síðan þorskunum fram hjá haukfráum augum Fiskistofu og ríkisjóðs. Málið dautt.
Hver er munurinn á því þegar íslendingur stelur þorski frá íslenzkum stjórnvöldum og þegar íslendingur stelur makríl frá norskum, færeyskum og stjórnvöldum í ESB ?
Bjartsýn á makrílsamning 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 763844
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki spurning hvað ég myndi gera ef ég væri í þessum sporum, en það er ekki að marka því ég er bölvaður bófi og því endurspegla mínar gjörðir ekki hugsanagang Íslenskra skipstjórnarmanna.
Jóhann Elíasson, 19.11.2008 kl. 21:47
Hahahaha.......En sérðu málflutning sjávarútvegsráðherra fyrir gengdarlausum makrílveiðum. Þetta kallast víst tvöfallt siðgæði.
Níels A. Ársælsson., 19.11.2008 kl. 22:22
Segðu mér eitt, gamli vinnufélagi ( Rarik ) er enginn að finna lausn á þessari andsk..... þvælu ? Á að gera ykkur ókleyft að lifa og sjá fyrir ykkur ?
Kv. Kristján.
ps. Hvers vegna reynið þið ekki að efna til mótmæl, t.d með því að fara ekki á sjó, og sjá hvað gerist. Látið stjórnvöld grátbiðja ykkur um að fara á sjó. Og sjáið hverju þið náið þá fram.
Kv. K.
..., 19.11.2008 kl. 23:15
Sæll Kristján.
Ég veit þú ert að fara mannavillt. Ég hef því miður aldrei orðið þeirra gæfu aðnjótandi að vinna hjá Rarik.
Hvað segiru um þetta kallinn minn ?
Níels A. Ársælsson., 19.11.2008 kl. 23:25
Svona er þetta nákvæmlega Nilli minn, vertu heiðarlegur þá eru hengdur, vertu eins og allir hinir þá ertu hetja hafsins og stríðsmaður þjóðarinnar.
Um fréttina er bara eitt að segja, mér verður flökurt...
Hallgrímur Guðmundsson, 19.11.2008 kl. 23:54
Góð færsla.
við höfum ekki efni á að hafa svona stjórnvöld.
Kannski myndi svona blaðagrein vekja marga til umhugsunar?
Sigurður Þórðarson, 20.11.2008 kl. 03:59
Strákar.
Ég held fæstir nenni að skilja þetta, það eru flestir orðnir samdauna þessari spillingu.
Sjávarútvegsráðherra er sennilega sá sem verst lætur í afneitunni og blekkingarleiknum.
Það vakna td, margar spurningar varðandi Einar K. Guðfinnsson þegar Samherja hf, Stím ehf, og Bolungarvíkur drengina ber á góma.
Af hverju þeir létu Þorstein Má, og Glitni narra sig í 24 milljarða lántöku (yfirtöku á Stími ehf) rétt fyrir gjaldþrot bankans ?
Níels A. Ársælsson., 20.11.2008 kl. 08:31
Það er alveg með ólíkindum að þessi ansvítans vitleysa sé ENNÞÁ í þessu fari á meðan hver viti borin manneskja sér að kerfið er fásinna eins og það er í dag og hefur verið. Svo ég umorði vin minn Heilagan Ágústínus þá eru óréttlát lög alls engin lög og það er ekkert annað en svívirða að það sé ENNÞÁ verið að banna ykkur að henda fisknum á meðan ykkur er bannað að landa honum. Ef það á að banna annað verður löggjafavaldið hreinlega að arísera alternatíf--hvað kemur annars næst? Bannað að vera heima og bannað að fara út úr húsi? Maður spyr sig...
Hvað er ég annars að heyra um ný net með risamöskvum sem þorskgreyið getur dýft sér niðurúr? Er það eitthvað sem er að fara að bjarga heiminum?
Kveðja, Gísli.
-Þegn þjóðar sem skuldar 110% af vergri þjóðarframleiðslu sinni.
Durtur, 20.11.2008 kl. 11:37
Veiðum makrílinn á meðan við getum, látum ekki ESB og Norðmenn segja okkur fyrir verkum, en annars er ég sammála mörgu sem þú segir Nilli minn, kannski ekki mitt að tjá mig hef of mikilla hagsmuna að gæta hér. Fáðu bara lánað trillu félagi og farðu að veiða makríl er hann ekki við bæjardyrnar hjá þér.
Grétar Rögnvarsson, 22.11.2008 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.