22.11.2008 | 18:02
Samherji á ferð
Kaup Samherja hf, í FL Group eru mjög athyglisverð í ljósi mjög slæmrar stöðu Samherja hf.
Sjá link; http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1302970
Samherji hf, keypti í nóvember 2007 fyrir um 25 miljarða í FL og Glitni í gegnum Kaldbak hf, og færði í nýstofnað einkahlutarfélag Stím ehf.
Þar mun vanta að minnstakosti 15 miljarða upp á veð, enn menn bera ekki ábyrgð á skuldum einkahlutarfélaga og því getur Samherji hf, enn keypt og sett í enn eitt einkahlutarfélagið.
það er undarlegt í meira lagi að félag sem er í raun gjaldþrota geti gert þetta í skjóli valda sem forráðamenn Samherja hf, hafa tekið sér í krafti ofurskulda.
Er það virkilega svo að ríkistjórn Íslands, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ætli bara að sitja aðgerðarlaus og horfa á þessar hraksmánarlegu tilraunir Samherja hf, til að forðast að þurfa að bera ábyrgð eigin fjármálasukki ?
Það er krafa sjávarbyggðana að;
stjórnvöld afnemi núna strax leiguþrælakerfi við stjórn fiskveiða. Nýtingaréttinum á fiskimiðunum verði aftur skilað til sjávarbyggðanna og ríkið greiði fólkinu bætur fyrir arðránið og þjáningar síðustu ára.
Að þau fyrirtæki innan sjávarútvegs á Íslandi sem misnotað hafa lögin um stjórn fiskveiða með því að hneppa í þrældóm þúsundir sjómanna inn í kvótaleigu árum saman verði leyst upp með lagasettningu frá Alþingi og stjórnendum þeirra refsað líkt og gert er hjá siðmenntuðum þjóðum.
Verklagsreglur brotnar við lánveitingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 763844
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nákvæmlega - og kansi ekki bara sjómenn heldur einnig markvíst ýtt landvinnufólki út úr greininni til að hliðra til fyrir ódýrara vinnuafli
Jón Snæbjörnsson, 22.11.2008 kl. 20:22
Forhert afirísk glæpagengi og Mafían á Sikiley eru eins og hvítþvegnir englar í samanburði við þann ófögnuð sem hér hefur riðið húsum síðustu árin.
En það var einkennileg tilviljun í gær er ég beið á tannlæknastofu og flétti Mannlífi frá því í ágúst 2005. Þar var verið að gera úttekt á útrásarvíkingunum - að mér sýndist. Ég gat því miður ekki lesið greinina því mig vantaði gleraugun. En efst var gömul mynd af Orka hópnum svokallaða er hann var að reyna að sölsa undir sig Íslandsbanka sáluga. Þá var fyrirsögnin svohljóðandi. Þeir eiga enga peninga en græða gríðarlega í uppsveiflu. Í niðursveiflu skilja þeir eftir sig sviðna jörð.
Atli Hermannsson., 22.11.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.