3.12.2008 | 08:57
Kvótakerfið er helvíti íslenzkrar þjóðar
Réttur þjóða til að njóta auðlinda sinna nýtur ríkrar verndar í þjóðarétti.
Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna fjallaði um sjálfræði þjóða yfir náttúruauðlindum sínum í yfirlýsingu nr. 1803 frá 1962. Þar segir meðal annars að nýting náttúruauðlinda eigi að þjóna hagsmunum og auka velmegun fólksins í viðkomandi ríki.
Þessi regla hefur verið staðfest í tveimur helstu mannréttindasamningum Sameinuðu Þjóðanna, báðum fullgildum af íslenzka ríkinu. Í 1.gr. þeirra beggja segir m.a. að ráðstöfun náttúruauðlinda skuli byggja á sameiginlegum hagsmunum íbúa hverrar þjóðar og aldrei megi svipta þjóð lífsviðurværi sínu.
Með hugtakinu þjóð' (peoples) er ekki átt við ríkið sjálft heldur er átt við fólkið í landinu, í þessu tilviki íslenzku þjóðina. Réttindin til að njóta náttúruauðlinda voru Íslendingum hér áður fyrr svo sjálfsagður hlutur að líklega hefur fáum dottið í hug að vísa til hans sem sérstaks réttar.
Ekki er lengur um réttindi íslenzku þjóðarinnar að ræða heldur forréttindi fárra. Því spyrja menn sig e.t.v. hvort og þá hvernig núverandi fyrirkomulag og skipting náttúruauðlinda Íslands samrýmist hagsmunum fólksins í sjávarbyggðum landsins sem margar hverjar hafa sannarlega verið sviptar lífsviðurværi sínu.
Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,
litla þjóð, sem geldur stórra synda.
Samráðs forstjórar LÍÚ og græðgisliðið í Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum (sálugu) verðlögðu 10 tonn af kvóta (óveiddum þorski) til jafns við myndarlegt einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu eða sem nemur 10 húsum af sömu gerð í sjávarþorpi á Vestfjörðum og Bakkafirði.
Frystihús, salthús, skreiðarhús, fiskimjölsverksmiðjur og lýsisbræðslur voru í hverju þorpi sem möluðu samfélaginu og eigendum sínum gull allt árið. Peningarnir flóðu frá útlöndum líkt og í lækjum og hagsældin í þorpunum var mikil.
Árið var 1983: Fiskifræðingar og stjórnmálamenn fundu það út að þorskstofninn við Ísland væri ofveiddur. Þetta sama ár var komið á kvótakeffi við stjórn fiskveiða. Vestfirðingar vöruðu við slíkum bölsýnis spám og töldu að um náttúrlega niðursveiflu væri að ræða.
Vestfirðingar vöruðu við markaðsdrifnu kvótakerfi í fiskveiðum og að sjávarþorpin við Ísland gætu nánast þurkast út þar sem fiskveiðiheimildinar færðust á hendur örfárra braskara sem gerðu sér sjómennina að þrælum og leiguliðum.
Árið er 2008. Sjávarþorpin á Vestfjörðum og víðast hvar á landinu eru eins og eyðibýli. Skipin upp höggvin, brend, sökt, eða þeim hreinlega verið stolið eins og mörg dæmin sanna.
Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála hverju einasta orði. Frábær færsla hjá þér Níels.
Sveinn Ingi Lýðsson, 3.12.2008 kl. 09:04
Sæll Níels, ég hef reynt að lesa mig um þessi mál en virðist stranda að allur "óveiddur" fiskur er veðsettur lang upp í rjáfur að mér skilst - en samt er sullið ekkert minna hjá þeim sem stjórna þessum auðlindum, cabin cruisers og húsnæði stór erlenis sem og hér heima ofl ofl, hvað er til ráða hvaða lausnri kanntu ef við viljum sjá smærri þorp komast á fyrri uppgangtíð sem þó voru kanski ekki alltaf - en allavegana að koma nýliðun að sjávarþorpum aftur kort okkar
Jón Snæbjörnsson, 3.12.2008 kl. 09:15
Því miður hefur hefur það orðið hlutskipti Íslands að falla í hendur siðlausra glæpamanna.
Því miður er ekki annað að sjá en að þessum glæpamönnum verði ekki komið frá borði nema með valdi.
En sem betur fer bíður byltingin handan við hornið.
Jóhannes Ragnarsson, 3.12.2008 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.