5.12.2008 | 09:16
Er sóðaskapur á síldarmiðunum orsökin fyrir sýkingunni ?
Það læðis að manni sá grunur að ástæðan fyrir sýkingu síldarstofnsins sé sá gengdarlausi sóðaskapur sem viðgengist hefur á síldarmiðunum sl, nokkur ár.
Risavaxin flottrollsskip með fullvinnslu um borð hafa verið að ryðja sér til rúms með aukinni græðgisvæðingu í sjávarútvegi.
(Ryksugutogarar eins og Kristján Ragnarsson fyrverandi formaður LÍÚ kallaði þýsku vinnsluskipin fyrir 30 árum).
Undanfarin ár hefur síldinni verið skóflað upp í stórum stíl upp í fjöru við Grundarfjörð og víða. Mörg skip hafa fengið mun meira magn en þau hafa ráðið við að taka um borð og oft á tíðum hefur mörg hundruð tonnum verið slept dauðum niður á veiðislóðina.
Fullvinnsluskipin eru gjörn á að liggja yfir og nálægt veiðislóð síldarinnar sólarhringum saman og smásíld, slóg, hausar og ýmis afskurður fer þá í hafið í þúsunda tonna tali.´
Ekki er ósennilegt að þetta sé ástæðan fyrir ástandinu á síldarstofninum í kringum landið !
Eins vakna upp spurningar um hvers vegna síldin hefur þjappað sér á mjög svo óvenjuleg svæði inn í Grundarfirði og innan skerja við Stykkishólm.
Hvaða áhrif hafa hinir nýju öflugu fjölgeislamælar á síldartorfunar í bland við mörgþúsund hestafla vélbúnað síldarskipanna ?
Samgangur eykur líkur á smiti í síld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 763751
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlegar Nilli boj - ég er nú ekki fiskimaður en þetta getur sko sannarlega verið rétt - hef heldur ekki fattað afhverju þessi öflugu skip með alla þessa tækni þurfi að vera að keppast um að ná sem stærsta kastinu og rífa svo allt til anskotans eða láta bara fara þar sem þeir hafa ekki not fyrir meira.
Jón Snæbjörnsson, 5.12.2008 kl. 14:29
Varðandi Mjóafjörð Línbelgur þá er það orðið löngu frægt dæmi sem þeir sjómenn tóku þátt í skammast sín fyrir að tala um.
Nánast engin síld hefur komið inn á Mjóafjörð síðan þessi subbuskapur átti sér stað.
Sama má segja um Hvalfjarðarsíldina fyrir rúmum 60 árum.
Mér er ekki kunnugt um neina sjúkdóma í Mjóafirði og Hvalfirði en síld hefur vart komið á þessar slóðir síðan.
Það er mjög vel þekkt úr fiskeldinu þar sem um kvíaeldi er að ræða að stranglega bannað er að slátra fiski í nálægð við kvíarnar og mjög strangar kröfur eru gerðar til sláturhúsanna og vinnslustöðvanna.
Ekki má berast neitt frá þeim stöðum nálægt kvíunum vegna sjúkdómavarna.
Ég er mjög sannfærður eftir því sem ég skoða þetta betur og hugsa meira um þetta enda hef ég sjálfur verið í fiskeldi og þekki af eigin reynslu hvernig smit berast á milli fiskeldisstöðva.
Níels A. Ársælsson., 6.12.2008 kl. 10:36
Sæll Nilli.
Ég var einmitt að hugsa þetta sama. Er það málið, þegar er verið að henda fiski að svona getir skeð. ég veit ekki en mig grunar það samt.
Einar Vignir Einarsson, 6.12.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.