Leita í fréttum mbl.is

Rockefeller heilkennin

rockefeller gefur barni gullpening

Skömmu fyrir aldamót 1900 var John D. Rockefeller sennilega hataðasti maður Ameríku. Slóð hans var þakin gjaldþrota keppinautum og í röðum verkamanna var hann hataður fyrir vægast sagt óprúttna framkomu í nokkrum verkföllum.

Til að hressa upp á mannorðið réði hann til sín fremsta auglýsingasérfræðing samtímans, Ivy Lee. Hann ráðlagði gamla ógnvaldinum að gefa árlega lítið brot auðæfa sinna til háskóla, sjúkrahúsa og annarra líknarmála, en gera það á eins áberandi hátt og mögulegt var.

Til að tryggja vinsamleg blaðaskrif ráðlagði hann Rockefeller að ganga með gljáandi smápeninga upp á vasann í hvert sinn er hann kæmi fram opinberlega og gefa smákrökkum sem væru viðstaddir. Með þessum aðferðum tókst John D. að hreinsa mannorð sitt í augum almennings og fékk smám saman orð á sig fyrir að vera göfugt og barngott gamalmenni.

Gjafastarfsemin tók brátt á sig vísindalegri svip og árið 1913, við tilkomu tekjuskattsins, breyttust góðgerðastofnanir í hrein gróðafyrirtæki. Þingmaðurinn Wright Patman gerði töluvert viðamikla rannsókn á viðskiptaháttum góðgerðastofnana snemma á síðasta áratug.

[Wright Patman, TAX-EXEMPT FOUNDATIONS: THEIR IMPACT ON SMALL BUSINESS, 1964] Gott dæmi um hvernig hægt er að spila á þetta kerfi kemur fram í skýrslu um stofnanir David G. Baird, eiganda Baird and Company. Árið 1937 stofnaði hann þrjár "góðgerða"stofnanir og tíu árum seinna voru samanlagðar tekjur þeirra 7.250.000 dollarar.

Öll þessi ár voru þær önnum kafnar við að gefa hverri annarri gjafir og aðeins 160.000 dollarar sluppu út fyrir hringinn í formi raunverulegra gjafa. Á þennan máta sparaði Baird sér milljónir í skatta. Sami leikurinn er leikinn í sambandi við erfðaskatta; ættarauðurinn er látinn ganga á milli kynslóða í gegnum góðgerðastofnanir—skattfrjálst.


mbl.is 50 milljónir til samfélagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Mikil er löngunin í friðþægingu,og sinda aflausn ..

En gjöfin virkar eflaust vel

Gunnar Þór Ólafsson, 7.12.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband