19.12.2008 | 12:39
Lítil saga af kynnum mínum við forsetann
Verslunnarmannahelgin 2006 er að ýmsu leyti minnistæð en þó er eitt atvik sem líður mér ekki úr minni.
Ég var staddur á Landsmóti ungmennafélaganna á Laugum í Þingeyjasýslu ásamt fjölskyldu minni þar sem yngstu synir mínir þrír voru að keppa fyrir Héraðssambandið Hrafnaflóka.
Á laugardeginum stóð ég neðan við aðalbyggingu skólahússins ásamt vini mínum sem var fiskverkandi og útgerðarmaður í litlu sjávarplássi á Íslandi.
Er við stóðum þarna tveir um hádegisbilið í góða veðrinu og spjölluðum saman um daginn og veginn þá sjáum við hvar forsetinn kemur labbandi upp brekkuna í átt til okkar ásamt fríðu föruneyti.
Ég segi þá við vin minn; heyrðu !
Tökum forsetann á eintal og segjum honum hvernig stjórnvöld eru búin ofsækja okkur og fjölskyldur okkar árum saman vegna ádeilu okkar á kvótakerfið og aðferðafræði Hafransókanarsofnunar.
Forsetinn staðnæmdist og talaði við okkur einslega í stutta stund. Sögðum við honum sögu okkar og báðum hann um að beita sér til varnar sjávarþorpunum.
Forsetinn virtist mjög hissa og hneykslaður en lofaði að skoða málið !
Ég og vinur minn höfum enn ekki heyrt frá forsetanum en oft séð hann koma fram í innlendum og erlendum fjölmiðlum og þá gjarnan með föðurlandssvikurum og þjófum !
Forsetanum virðist vera slétt sama um líf og velferð fólksins í sjávarþorpunum á íslandi og horfir undan á meðan ofbeldismenn og ræningjar úr röðum LÍÚ og stjórnmálamenn murka lífið úr íbúunum !
Ást Guðjóns til forsetans rauði þráðurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 764142
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sorglegt, en því miður satt.
Einar Örn Einarsson, 19.12.2008 kl. 13:21
Þú getur varla ætlast til þess að Forsetinn sé að beita sér endalaust í einhverjum svona pólítískum málum. Það verður allt vitlaust ef hann svo mikið sem segist hafa skoðun á einhverju. Hvað þá ef hann gerði nú eitthvað í einhverju máli! Íslendingar vita ekkert hvað þeir vilja í forseta. Hvort hann á að hafa vald eða ekki eða hvað hann á að gera. Ég segji að við verðum annaðhvort að viðurkenna hann sem annað pólitískt vald eða leggja þetta embætti niður.
Kommentarinn, 19.12.2008 kl. 14:03
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/19/mannrettindadomstollinn_visadi_fra_kaerumali_gegn_i/
Fannar frá Rifi, 19.12.2008 kl. 15:52
Fannar !
Þetta hefur ekkert með það að gera sem ég er að tala um.
Það er vitað að allir þurfa leyfi til veiða. Hann hefði getað sagt sér það sjálfur garmurinn sem fór til Evrópudómstólsins.
Ekki skil ég í því hvað bjáninn var að draga álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna inn í sína röksemdarfærslu.
Þetta er rugl !
Níels A. Ársælsson., 19.12.2008 kl. 17:38
Samkvæmt úrskurði Evrópudómstólsins gerði hann ráð fyrir að tilgreindur veiðiréttur hefði orðið að víkja vegna verndarsjónarmiða sem sneru að hrognkelsastofninum! Hversu mikið ætli að fari forgörðum af hrognkelsaungviði í úthafsrækjutrolli?
Árni Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 21:33
Hann þurfti ekki annað en að minnast á að vegirnir á Vestfjörðum væru slæmir, þá varð allt vitlaust.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.