28.12.2008 | 14:16
Einar Guðfinnsson hf, í Bolungarvík
Útgerðar og fiskvinnslufyrirtækið Einar Guðfinnsson hf, í Bolungarvík var á sínum tíma eitt stærsta og öflugasta útgerðarfyrirtæki landsins. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð árið 1993.
Miklar eignir lágu að baki fyrirtækinu, meðal annars tveir ísfisktogarar, frystihús félagsins og aðrar fasteignir sem voru hátt metna og miklar birgðir sjávarafurða.
Þá átti félagið gríðarlegar eignir í formi hlutabréfa, meðal annars í Sölumiðstöð Hraðfrystihúsana (SH) og Tryggingamiðstöðinni.
Aflahemiildir EG voru um 3.419 tonn.
Þegar félagið varð gjaldþrota gerðu kröfuhafar alls um 1,8 milljarða króna kröfur í búið.
Sagt er að Landsbankinn - (þá ríkisbanki) hafi látið selja Þorbirni hf, í Grindavík kvótann á 45% gangverðs.
Sé þetta rétt - þá varð EG aldrei gjaldþrota !
Stefán Pálsson, skiptastjóri þrotabús EG sagði sumarið 2007 í viðtali við fjölmiðla að útskýra megi hina miklu töf á því að ljúka skiptum úr þrotabúinu með framtaksleysi þeirra sem eiga hlut að máli.
Spurt er ! Hverjir eiga hlut að máli ?
Spurt er ! Getur verið að gerður hafi verið samningur við Þorbjörn hf, um að greiða þrotabúi EG leigu fyrir aflaheimildir í ótilgreindan tíma á meðan verið var að klára að greiða niður opinber gjöld og vörsluskatta sem stjórnarmenn og eigendur EG voru í persónulegri ábyrgð fyrir ?
Ef svo er þá skýrir það ýmislegt í störfum núverandi sjávarútvegsráðherra Einars K. Guðfinnssonar og ótrúlega linkind hans gagnvart kvótakerfinu og LÍÚ !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 2
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 764101
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stórmerkilegt ef rétt er.
Er ekki rétt að rannsaka þetta brall niður í kjölinn og fá á hreint hvernig þræðirnir liggja?
Ef meðferð gjaldþrots EG h/f hefur verið með þeim hætti sem að ofan er lýst verður Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra að segja af sér hið snarasta. Það gengur ekki að ráðherra sé flæktur inn í skítabísniss af þessu tagi.
Jóhannes Ragnarsson, 28.12.2008 kl. 17:13
Gleðilega hátíð Nilli
Þetta með EG hefur því miður aldrei farið hátt undanfarin ár. Merkilegt að fjölmiðlar skuli ekki vilja skoða þetta nánar!!
Sigurbrandur Jakobsson, 28.12.2008 kl. 18:18
Ég hef heyrt svipaða sögu og þú ert að segja hér Nilli, nú er bara spurning hvort eitthvað sé til í þessu og eins og þú segir þá bera vinnubrögð Einars K. þess merki að eitthvað sé til í þessu..
Hallgrímur Guðmundsson, 28.12.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.