Leita í fréttum mbl.is

Síldin flýr skarkalann

Það kemur ekki á óvart að síldin flýi inn í hafnir og inn fyrir sker og boða !

Skarkallinn frá vélbúnaði og skrúfum risavaxina verksmiðjuskipa er rosalegur !

Asdic (sonar-leitartæki) skipana eru orðin gríðarlega langdræg og öflug að ekki væri að undra ef höggbylgjur tækjanna hefðu mjög stressandi áhrif á nær allt kvikt í sjónum.

Auk þess eru mörg síldarskipanna fullvinnsluskip sem flaka og frysta aflann um borð og af því leiðir mjög mikill subbuskapur á miðunum í formi blóðvatns, slógs (innefli), afskurðar (hausar, sporðar og hryggir), kramin og skemmd síld og smásíld.

Allt þetta hefur mjög neikvæð áhrif á vistkerfi sjávar og skýrir líklega bráða sýkingu í síldarstofninum og einkennilega göngu síldarinnar.


mbl.is Síld gengur inn í hafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

En Nilli, það hefur ekkert einasta skip verið að veiðum í langan tíma. Hvaða skarkala er hún að flýja? Það á bara einfaldlega að veiða meiri síld. Þetta er ekki eðlilegt ástand þegar síldin er farin að leita sér ætis á botninum og þaðan kemur þessi sýking. Það er of mikið af síld í sjónum.

Haraldur Bjarnason, 30.12.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband