30.12.2008 | 13:51
Íslenzku kvótavöndlarnir ástæðan
Ljóst er að hinir sér íslenzku kvótavöndlar eru megin orsök fyrir hruni á verði þorskafurða.
Heimska og græðgi íslenzkra útgerðamanna orsakar nú stórfellt hrun á verði þorsks í Evrópu og víðar og bitnar illilega á öðrum þjóðum líka við norður Atlantshaf, þjóðum líkt og Rússum, Norðmönnum, Dönum og Færeyingum.
Það sem er að gerast núna er einungis leiðrétting á verði þorsks og þorskafurða.
Íslenzkir útvegsmenn (bæði litla og stóra LÍÚ) spertu og lugu verð á þorskkvótum upp í slíkar hæðir með fulltingi blekkingardeilda bankanna og Hafró að menn höfðu enga hliðpstæðu síðan árið 1625 er verð á einu knippi af túllípanalaukum var metið til jafns við eitt stykki einbýlishús í Evrópu.
Flestir vita hvernig sú bóla sprakk og með hvaða afleiðingum fyrir heimsbyggðina alla.
Sama gerist nú með þorskinn og kvótann hjá íslendingum.
Nú munu margar ofbeldisfullar glæpa útgerðir fara á hausinn á næstu misserum og eigendur þeirra þrælahaldarar LÍÚ fara beinustu leið til helvítis !
Ein mjög góð kona og sann kristinn sagði eitt sinn;
"Skrattinn sér um sína"
Hrunið hafði áhrif á þorskmarkaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
- Upphaf Covid19 líklega tengt leðurblöku
- Þetta er ógnvænleg staða
Erlent
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað
Athugasemdir
var ekki eignarbólann í USA líka kvótakerfinu hérna á Íslandi að kenna?
bankahrunið er upphaf og orsökinn. verðlegging á pappír. þú neitar því ekki að réttindi til veiða séu mikils virði. þorskurinn er verðmæti. hann er föst verðmæti. ef þú átt 1% af þorskkvótanum þá veistu hversu mikil virði sá hlutur er. þú veist hversu mikils virði 1000 tonn af þorski eru á markaði. pappír bankanna var bara jafn mikil virði og þér fannst hann vera. enginn raunveruleg eign á bakvið.
þú sérð það sem þú vilt sjá og það er til lýtis fyrir mig að reyna að benda þér á þetta þar sem þú vilt ekki sjá.
niðurskurður á þorkskvóta í fyrra kom þeim sem eru í greinninni verst fyrir. að geta selt minna af verðmætum er þýðir minna velta og þar með minni hagnaður sem getur orðið af tapi sem ekki var á bætandi eftir síðustu 6 ár af kreppu í íslenskum sjávarútvegi.
niðurskurður á kvóta kom eingöngu ríkinu og bönkunum til góðs þar sem þá var hægt að réttlæta þennsluna á höfuðborgarsvæðinu. að halda því fram að LÍÚ og úrgerðir hafi séð sér hag í að draga úr þorskveiðum er tóm tjara. en þú sérð það sem þú vilt sjá.
gleðilega hátíð.
Fannar frá Rifi, 30.12.2008 kl. 14:29
Flottur.
Vilhjálmur Árnason, 30.12.2008 kl. 14:33
Því er nú verr, "skrattinn sér um sína"!!!!! Ef þessi ríkisstjórn fer ekki frá strax sér hún um útgerðarmennina! Þetta fiskverð hefur í áraraðir verið hreint okur, nú koma timburmennirnir í hausinn á okkur - því miður í hausinn á okkur öllum, ekki bara útgerðamönnum.
Þetta er annars mergjuð setning hjá þér þarna í lokin - ég þori varla að taka undir hana, svona sannkristinn maðurinn!
Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson, 30.12.2008 kl. 14:35
Þessi "söguskýring" hjá Fannari frá Rifi, er með því vitlausara sem nokkur getur sent frá sér og ber vott um það hvað maðurinn er ofboðslega veruleikafirrtur og gjörsamlega úr takti við þjóðfélagið. Kannski hann geti svarað því: Hvaða "raunveruleg" verðmæti eru á bakvið óveiddan fisk? Halda því fram að undirmálslánin í Bandaríkjunum séu undirrót efnahagskreppunnar hér á landi er eins mikið út í hött og hægt er. Ég býð ekki í hagfræðikennsluna á Bifröst ef þeir uppfræða nemendur sína ekki betur en þetta svo er náttúrulega annar möguleiki, sumir geta bara ekki lært, svoleiðis menn útskrifast náttúrulega ekki.
Jóhann Elíasson, 30.12.2008 kl. 15:41
Jóhann. settu þetta svona upp. hvaða verðmæti eru falinn í óuppdældri olíu? eða ónýttum jarðvarma? eða óhöggnum nytjaskógi? fiskurinn og sú takmarkaða auðlind sem hann er, er á engan hátt öðruvísi en allar aðrar takmarkaðar auðlindir. að halda öðru fram er fáviska.
nú töku dæmi.
ég á 1000 tonn af þorski. ég get gert samning um sölu á þessum 1000 tonnum ár og svo öðrum 1000 tonnum á næsta ári, og öðrum 1000 tonnum árið þar á eftir og svo framvegis. þú þarft ekki að spá lengi í hlutunum eða fara í nám til þess að fatta þetta. bara að rífa þig upp í grifju haturs sem blindar þig.
að gera svona langtíma sölu samninga er ekki hægt nema með kvótakerfinu. með dagakerfi þá geturu fengið 1000 tonn í ár en aðeins 500 á næsta ári. kvótakerfið er því hagkvæmasta leiðinni til þess að ná sem messtum verðmætum upp úr sjó. að ná sem messtum verðmætum í sölu á erlenda markaði sem vilja fá fisk allann ársins hring. ekki bara í örfáa mánuði þegar vertíð var og allt fylltist af fiski á meðan ekkert var til aðra mánuði.
að þú sjáir þetta ekki ber þess merki að þú horfir ekki langt fram á veginn. við þurfum að spá hvernig við seljum fisk næstu áratugi og aldirnar. við þurfum að hafa trygga sölu og hátt verð í áratugi. trygg afhenting gæða er það sem markaðurinn biður um. að sturta einhverjum tonnum inn á markað eitt árið og koma ekki með neitt það næsta er ávísun á lélega markaði og þar með lítinn gjaldeyri fyrir íslenskst samfélag.
Undirmálslán í Bandaríkjunum er upphaf heimskreppunar og þar með kreppunar á Íslandi. þannig að þú ættir að spá aðeins meir í hlutun áður en þú kemur með gagnrýni á það sem ég skrifa.
Fannar frá Rifi, 31.12.2008 kl. 00:40
Jóhann. settu þetta svona upp. hvaða verðmæti eru falinn í óuppdældri olíu? eða ónýttum jarðvarma? eða óhöggnum nytjaskógi? fiskurinn og sú takmarkaða auðlind sem hann er, er á engan hátt öðruvísi en allar aðrar takmarkaðar auðlindir. að halda öðru fram er fáviska.
nú töku dæmi.
ég á 1000 tonn af þorski. ég get gert samning um sölu á þessum 1000 tonnum í ár og svo öðrum 1000 tonnum á næsta ári, og öðrum 1000 tonnum árið þar á eftir og svo framvegis. þú þarft ekki að spá lengi í hlutunum eða fara í nám til þess að fatta þetta. bara að rífa þig upp í grifju fordóma sem blindar þig.
að gera svona langtíma sölu samninga er ekki hægt nema með kvótakerfinu. með dagakerfi þá geturu fengið 1000 tonn í ár en aðeins 500 á næsta ári. kvótakerfið er því hagkvæmasta leiðinni til þess að ná sem messtum verðmætum upp úr sjó. að ná sem messtum verðmætum í sölu á erlenda markaði sem vilja fá fisk allann ársins hring. ekki bara í örfáa mánuði þegar vertíð var og allt fylltist af fiski á meðan ekkert var til aðra mánuði.
að þú sjáir þetta ekki ber þess merki að þú horfir ekki langt fram á veginn. við þurfum að spá hvernig við seljum fisk næstu áratugi og aldirnar. við þurfum að hafa trygga sölu og hátt verð í áratugi. trygg afhenting gæða er það sem markaðurinn biður um. að sturta einhverjum tonnum inn á markað eitt árið og koma ekki með neitt það næsta er ávísun á lélega markaði og þar með lítinn gjaldeyri fyrir íslenskst samfélag.
Undirmálslán í Bandaríkjunum er upphaf heimskreppunar og þar með kreppunar á Íslandi. þannig að þú ættir að spá aðeins meir í hlutun áður en þú kemur með gagnrýni á það sem ég skrifa. eða hvar byrjaði lánsfjár krísan sem nú er að breytast í heimskreppu? Þú Jóhann ættir kannski að fara út uppfræðamenn að heimskreppur hafi bara enginn áhrif á íslenskan efnahag.
síðan er sorglegt að þú farir í persónlegt skítkast og það sýnir bara hvaða mann þú hefur að geyma Jóhann.
Fannar frá Rifi, 31.12.2008 kl. 00:57
Að bera saman óveiddan fisk og óhöggvinn nytjaskóg eða óveiddan fisk og óuppdælda olíu er svipað og bera saman appelsínur og vínber, sem sýnir kannski hversu veikur þinn málstaður er, nytjaskógurinn og olían eru þekktar stærðir, þú veist um staðsetninguna og magnið er alveg á hreinu en aftur á móti fiskurinn er lifandi, með sporð og notar hann óspart, þú hefur ekki neina hugmynd um hvar hann heldur sig og þú getur ekki gengið að því vísu að þú yfirhöfuð veiðir hann. Það eru nú heldur betur deildar meiningar um hvert sé upphaf heimskreppunnar og sýnist hverjum sitt þar. Ég hef aldrei nefnt það að heimskreppan hafi ekki áhrif á Íslenskan efnahag þar er algjörlega um þína hugaróra að ræða, hver er nú með persónulegt skítkast? Þú skalt ekki reyna að segja að kvótakerfið skili hagkvæmni því svoleiðis kjaftæði er lítið mál að hrekja. Ef kvótakerfið verður enn við lýði þegar ég útskrifast hafði ég hugsað mér að lokaritgerð mín fjallaði um það.
Jóhann Elíasson, 31.12.2008 kl. 06:28
Ef þú átt fisk þá er búið að veiða hann! Ef þú "átt" þorskkvóta þá áttu hann vonandi ekki mikið lengur því það er bannað að hafa þýfi undir höndum. Ef þú selur þetta þýfi, sem endurnýjanlega þýfi sem þjóðin að sjálfsögðu á, með framvirkum samningum út í hið óendanlega þá ertu bara ótíndur fjársvikamaður og sýst betri en þeir sem settu landið á hausinn. Ef þú "selur" t.d. 5 ára kvóta framvirkt og setur peningana í umferð þá sexfaldast þeir í veltunni og búa til þenslu sem hefði átt að dreifast á 5 ár. Byggir kanske húskumbalda í Reykjavík eða kaupir gæfuleg hlutabréf. Ert þú, eða útgerðarmenn yfirleitt, akkúrat rétti maðurinn til að velta þjóðarauðnum áfram og ávaxta hann? Ég efa það og það er ekki vilji meirihluta þjóðarinnar!
Ragnar Eiríksson, 31.12.2008 kl. 08:12
fjölgar fiskurinn sér ekki?
þegar þú slærð tún eða heggur tré, þá veistu hvað þú færð mikið í ár og um það bil hvað þú færð næsta ár.
Fiskurinn syndir. já hann syndir. breytir það semsagt öllu? en þú veist að bátar sigla og þeir sigla á eftir þorskinum.
og já kvótakerfið skilar hagkvæmni í rekstri. að þú viðurkennir það ekki sýnir bara að þú hafir ekki hugmynd um hvernig sjávarútvegur var hérna áður fyrr.
allir veiddu eins og þeir gátu og öllu voru sturtað á markað á svipuðum tíma með tilheyrandi offramboði og verðfalli sem leiddi til þess að menn ákváða að fella gengið til að eitthvað myndi fást fyrir fiskinn.
núna er þetta rekstrur eins og hver annar. það er í dag ekkert öðru vísi við rekstur á sjávarútvegsfyrirtæki og nokkrum öðrum rekstri. fyrir utan að það fjöldinn allur af mönnum eins og þér og nilla sem keppist við að hræða litla aðila úr greininni.
á fjögura ára fresti, rétt fyrir kosningar, selja menn sig úr kerfinu. er það útaf því að þeir eru svo gráðugir eða nenni ekki lengur að vinna í fiski? nei það er útaf því að þeir þora því ekki. þeir þora ekki að taka áhættuna á að vera í útgerð yfir kosningar og flokkar sem vilja afnema kvótakerfið komist að völdum.
kvóti er verðmæti. það er hægt að veðsetja kvótann til að t.d. endurnýja skipakostinn, byggja verkun eða endurbæta gamla verkunn. eitthvað sem ekki var hægt hér áður fyrr nema með fyrirgreiðslum frá ríkinu.
útgerðir hafa skilað hagnaði síðustu ár þrátt fyrir ofurhátt gengi. eitthvað sem útgerðir fyrir 1986 gátu ekki gert nema með gengisfellingum.
kvóti er bara seldur einu sinni Ragnar. alveg eins og jörð er bara seld einu sinni, eða virkjanna svæði. ég væri samþykkut því að leigumarkaðurinn yrði numdur úr lögum til þess að koma í veg fyrir að menn sætu heima og leigðu frá sér án þess að vinna fiskinn sjálfir.
en hverjir eru það sem nýta sér leigumarkaðinn? kannski þeir sem fóru á ýsu veiðar undir lok vertíðar og fengu heilt tonn af þorski með sem þeir eiga ekki kvóta fyrir. hvað gera þeir þá? nú þeir leigja 1 tonn og koma með fiskinn að landi. alveg agalegt.
og hvað er betra en kvótakerfið? ótakmörkuð veiði? þið vitið vel að þá færu smæstu byggðirnar og bátarnir verst út. 10 til 20 togarar gætu rallað miðinn og sópað upp öllu á þremur mánuðum. sóknargetan er það mikil.
hvað þá? dagarkerfið? nákvæmlega sama. þið vitið vel hvað ég meina. gríðarleg offjárfesting í tækja búnaði til þess að auka sóknargetuna. þið vitið vel og eigið muna hvernig tryllur fóru úr því að vera smá skeljar yfir í yfribyggða beitningarbáta.
Fannar frá Rifi, 31.12.2008 kl. 10:33
eða viljið einhverskonar takmarkanir þannig að það verði ekki rekstrar grunndvöllu nema með ríkisstyrkjum?
og það er vel hægt að kaupa sig inn í kvótakerfið. ég horfi bara niður á bryggju hérna á Rifi og sé þá sem voru ekki með neitt en eru búnir að kaupa sig inn í kerfið og bæta við sig aflaheimildum og gengur bara vel.
og varðandi hlutabréfa kaup og annað. Ragnar ætti ekki þá að banna öllum fyrirtækjum að kaupa hlutabréf eða nota peningana í annað? eða eru þetta einhverjar sérreglur sem þú vilt setja bara um sjávarútveg?
takmörkuð auðlind þýðir takmörkuð sókn.
síðan er það allt annað mál og að við höfum hálvita í Hafró. en þú kennir ekki dómurum í fótbolta um það hversu lélegir einstakir leikmenn eru. ef dómarinn er fullur við dómgæslu og leikstjórnun þá er það ekki leikmönnunum að kenna.
reynið að greina þarna á milli.
varðandi þjóðareign. þá eru þau lög eftir á lög sem sett voru eftir að lög um kvótakerfið voru orðinn nokkura ára gömul og tilgangur þeirra var að afla þáverandi stjórnmálamönnum vinnsælda. lög hugtakið þjóðareign er ekki til og því marklaust fyrir dómi, lögum og stjórnarskrá.
Fannar frá Rifi, 31.12.2008 kl. 10:42
Fannar.
Þú talar um að gangi bara vel.
Þetta er mikill miskilningur !
Ég veit ekki betur en að lang stærsti hluti útgerðarinnar sé algjörlega gjaldþrota og þinn heimabær er ekki undan skilin. Því miður !
Varðandi Hafró og LÍÚ, þá þetta.
Ég veit og skal lofa þér því að ég skal hengja mig ef kemur í ljós að ég hafi sagt ósatt.
Hvað er LÍÚ og hverjir ráða þar húsum í raun ?
Ég veit það eru ekki hinir venjulegu útgerðamenn eins og vinir þínir, frændur og sveitungar á Snæfellsnesi. Það er ljóst !
Skoðaðu lög LÍÚ og sjáðu hvernig atkvæðamagnið ræðst.
Fámenn klíka ræður LÍÚ en það eru ekki þeir útgerðamenn sem þú þekkir.
Hafró falsar niðurstöður úr mælingum á þorsksstofninum, það er ljóst !
Ef þú hefur eitthver halbærari og betri rök fyrir vinnubrögðum Hafró þá skal ég fara að hnýta snöruna.
Níels A. Ársælsson., 31.12.2008 kl. 11:59
Nilli. miðað við að við erum búinn að vera með kreppu í 6 ár í sjávarútvegi vegna alltof hás gengis krónunar og núna lánsfjárkreppu, þá er það kraftaverk og sýnir í raun styrk að fyrirtækinn séu ennþá starfræk og geti borgað laun.
bentu mér svo á þann sem er ekki tæknilega gjaldþrota hérna á Íslandi. einstaklinga og fyrirtæki. átt þú nóg af eignum til eiga fyrir borgun á öllum skuldum í dag? ég persónulega er tæknilegagjaldþrota rétt eins og allir aðrir. ég gæti ekki borgað bílinn og íbúðinna í dag með sölu á hvorutveggja.
Nilli lestu síðustu færslu sem ég skrifaði.
http://fannarh.blog.is/blog/fannarh/entry/750537/
ég ver ekki hafró og dettur það ekki í hug. sú stofnun er rottinn og vil leggja hana hreinlega niður. allt annað er betra heldur en að vera með hafró og þá sem vinna í þeirri stofnun. eins og ég sagði hérna að ofan. dómarinn er fullur að dæma í leiknum og dómarinn í þessari myndlíkingu er hafró.
Fannar frá Rifi, 31.12.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.