3.1.2009 | 23:01
Kvótavafningarnir íslenzku eru staðreynd
Samkvæmt upplýsingum frá fyrrum starfsmanni gjaldþrota einkabanka þá var þetta gert svona:
1. Hundruð skuldabréf íslenzkra ríkisborgara vegna íbúðakaupa.
2. Tugir skuldabréfa íslenzkra fyrirtækja vegna endurfjármögnunar og ýmisa fjárfestinga.
3. Slatti; oft fimm til tíu skuldabréf útgerðafyrirtækja vegna kvótakaupa með veði í kvótanum.
Þessum þremur skuldabréfaflokkum var pakkað saman í svokallaða skuldabréfavafninga (líkt og íbúðarlánin í USA) og seldir erlendum lánastofnunum.
Nú þegar bankarnir eru farnir á hausinn og erlendir lánadrottnar banka upp á og vilja innheimta lánin sín þá grípa þeir í tómt þar sem íslenzkir dómstólar viðurkenna ekki kvóta sem veð enda er kvótinn samkvæmt fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða eign þjóðarinnar.
Lánadrottnar erlendir munu ekki sætta sig við slíkar trakteringar og nær örugt má telja að kærur verði lagðar fram hjá Ríkissaksóknara vegna veðsvika.
Niðurstaðan er væntanlega þessi; útgerðarmenn og íslenzku bankarnir verða fundnir sekir um veðsvik og þar af leiðir;
Stórfeld fjársvik !
Reksturinn afeitraður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvenær bresta þessi ósköp á ef ég mætti spyrja? Og hvað er átt við með "afeitraður". Þetta tungumál er að verða þvílík óreiða að það er ekki fyrir eldra fálk að skilja það! Afeitrun skulda? Djö....... rugl. Á maður svo von á að fá rukkun frá Bank of Scotland eða Kommerzbank eða hvað þetta helv. heitir allt saman?!!!!!!!!!!!!
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 3.1.2009 kl. 23:32
Heilmikil einföldun en hreint ekki svo ótrúverð !
Sigurbjörg, 3.1.2009 kl. 23:47
Heyrðu Níels, verð þér ævinlega sammála.
Annars var það aðallega myndin af Eriku sem ég ætlaði að kommentera.
Sonur minn var nefnilega á Norska skipinu sem bjargaði olíunni úr henni á hafsbotni og það var í fyrsta skipti sem það lukkaðist.
Hann siglir enn í Noregi en er hér nú, kemur í mat á morgun, sýni honum myndina.
Jens Guðmundur Jensson, 3.1.2009 kl. 23:58
Þú ert snillingur Nilli. Frábært. Það þarf að kreista þetta graftarkýli og sótthreinsa. Svo erum við saltið sem kemur í veg fyrir að ígerð myndist aftur. He he.
Vilhjálmur Árnason, 4.1.2009 kl. 00:29
og bendu nú á dóm þar sem dómstóll segir að kvóti sé ekki hægt að veðsetja. þjóðareign er ekki til í lögum og því eru lög sem tala um þjóðareign í besta falli upp á punt fyrir dóm.
það er hins vegar ekki hægt að fyrir erlenda aðila að eignast kvótann og ef þeir eignast hann þá verða þeir að selja hann.
ef það gerist þá ættiru að undirbúa þig til þess að kaupa kvóta. því ef skuldabréf fara í innheimtu og fyrirtæki geta ekki greitt eða fá ekki að gefa út önnur skuldabréf eða ný lán, þá fer viðkomandi fyrirtæki í þrot. þá ætti að vera hægt að kaupa kvóta og líklega á ódýrt þar sem mikið magn fer á markað. eða hreinlega heilt fyrirtæki eða hluta af því.
eins og alltaf þá er eins dauði annars brauð.
Fannar frá Rifi, 4.1.2009 kl. 12:29
Fannar; sjáðu þetta !
Innlent | mbl.is | 7.2.2006 | 15:48: Frétt af mbl.is. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.Veiðiheimildir ekki varðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrár:Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu smábátaútgerðarmanns, sem taldi að breytingar á lögum, sem gerðar voru á lögum um stjórn fiskveiða árið 2004 og lutu að því að sóknaraflamarkskerfi smábáta var aflagt og krókaaflamarkskerfi tekið upp í staðinn, hefðu valdið honum tjóni og brotið gegn eignarréttarákvæði og jafnréttisreglu stjórnarskrár. Útgerðarmaðurinn vildi að bótaréttur hans yrði viðurkenndur. Héraðsdómur vísar hins vegar til þess, að í lögum um stjórn fiskveiða, sem sett voru upphafleg árið 1990, segi að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Af þessu leiði að veiðiheimildir samkvæmt lögunum séu ekki varðar af ákvæðum 72. gr. stjórnarskrárinnar.Útgerðarmaðurinn taldi einnig að reikniregla, sem lögfest var með lagabreytingunni árið 2004, hefði brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að lagaákvæðin væru hvorki ómálefnaleg né andstæð jafnræðisreglunni
Níels A. Ársælsson., 4.1.2009 kl. 14:47
Þá er það að hreinu, veðsetning aflaheimilda eru fjársvik ef ég skil þetta rétt.
Hallgrímur Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 15:46
strákar. ég er að reyna að segja við ykkur. "sameign íslensku þjóðarinnar" Þetta hugtak er ekki til. þetta er ekki til sem lögaðili og þannig er þetta marklaus laga bókstafur. ef þetta væri sameign íslenska ríkisins, þá væri það allt annað. en það er ekki til neitt í lögum eða dómum sem er íslensk þjóð.
ég vil ekki að skuldir séu feldar niður. menn verða að taka á sínum fjárfestingum. það er hinsvegar deginum ljósara að framvirku gjaldeyrissamningarnir falla niður því að bankarnir sem við var samið eru farnir í þrot og þá falla samningarnir niður. en venjulegar fjárfestingar og lán verða menn bara að greiða sjálfir. ef ekki þá geta aðrir keypt skip, kvóta og fyrirtæki þeirra sem fara á hausinn.
og þessi 1.gr. laga um stjórn fiskveiða var sett eftir að 5 árum eftir að lög um kvótakerfið var sett á og 2 árum eftir að kvótakerfinu var komið á.
Fannar frá Rifi, 4.1.2009 kl. 17:49
Að viðbættu því Fannar að lög um glæpsamlega stjórnsýslu eru víst ekki til og ýmsum alþingismönnum bæði nú- sem fyrrverandi má vera það mikið fagnaðarefni. Mikil þörf er að setja slík lög og vanda til þeirra. En afturvirk verða þau ekki.
Árni Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 22:00
spurning hvort gangi fyrir, 1.gr. laga sem eru ómarktæk vegna hugtaks sem er ekki til fyrir lögum eða eignarréttarákvæði stjórnarskrárinar?
Fannar frá Rifi, 4.1.2009 kl. 22:16
Gott væri ef satt reyndist Níels, en þar sem ríkið keypti bankanna á hálfvirði, skapaðist þá ekki pláss til að afskrifa helming eigna í formi veðskulda?
Og er það ekki gert til þess að fyrra sig svona málshöfðunum?
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 23:01
Á meðfylgjandi vefslóð er aldeilis frábært viðtal við höfuðsnillinginn Hannes Hólmstein Gissurarson:
http://www.ogmundur.is/stjornmal/nr/4336/
Jóhannes Ragnarsson, 4.1.2009 kl. 23:01
Þú átt erfiðan málstað að verja Fannar!
Engin lög ganga yfir stjórnarskrána á skítugum skónum! Lög sem gera það eru einfaldlega ólög og ógild sem lög. Þó þjóðin sé ekki lögaðili þá er vilji stjórnarskrárinnar skýr, fiskurinn í sjónum er sameign okkar allra, þjóðarinnar. Því er veðsetningin ólögleg og hefur alltaf verið það þó einhverjir klækjarefir hafi með orðhengilshætti fundið smugu sem stjórnvöld samþykktu eða létu kyrrt liggja - ef til vill til að bjarga einhverjum auralausum útgerðum! Það verður aldrei hefð á stjórnarskrárbrotum! Það þarf reyndar að setja hörð viðurlög við rangri lagasetningu sem brýtur stjórnarskrá - eins og núgildandi "neyðarlög" gera að því ég las einhversstaðar. Það er óþolandi að stjórnvöld geti sett lög sem brjóta stjórnarskrárvarin mannréttindi án þess að nokkrum vörnum verði við komið. Það á ábyggilega við um fiskveiðistjórnarlögin líka!! Ég vil fá minn signa fisk og ekkert múður!
Ragnar Eiríksson, 4.1.2009 kl. 23:14
Eru þá Lög um stjórn fiskveiða ólög fyrst ekki er mark takandi á fyrstu greininni?
Er þetta spurning um túlkunaratriði?
Rúnar Karvel Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 23:24
Ragnar.
"Þó þjóðin sé ekki lögaðili þá er vilji stjórnarskrárinnar skýr, fiskurinn í sjónum er sameign okkar allra, þjóðarinnar"
Þetta er hvergi í stjórnarskrá. þetta er 1gr. fiskveiðilaga og þau eru ekki í stjórnarskrá.
Fannar frá Rifi, 5.1.2009 kl. 01:49
Fannar.
Ég hef ekki séð þetta álit frá neinum öðrum lögspekingi en Sigurði Líndal próffessor.
Og ?
Níels A. Ársælsson., 5.1.2009 kl. 09:03
"Af þessu leiði að veiðiheimildir samkvæmt lögunum séu ekki varðar af ákvæðum 72. gr. stjórnarskrárinnar".
72. gr. stjórnarskrárinnar er svohljóðandi:
Eignarrétturinn er friðhelgur.
Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.
Níels A. Ársælsson., 5.1.2009 kl. 09:12
Þannig að;
Varðandi dóm Héraðsdóm Reykjavíkur sem vitnað er í hér að ofan þá virðist sem stefnandi hafi ekki talið nægar ástæður til að áfría dómnum til Hæstaréttar og dómur Héraðsdóms því endanlegur.
Níels A. Ársælsson., 5.1.2009 kl. 09:22
Það er rétt hjá þér Fannar - þetta sem ég vitnaði til stendur ekki í Stjórnarskrá - það var misskilningur hjá mér! Níels er búinn að vitna í 20. gr. stjórnarskrárinnar en í 23. grein stendur eftirfarandi:
21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.
Þarna er landhelgin nefnd - og forsetinn! Er lægra settum heimilt að gera það sem forsetinn ekki má? Þegar talað er um "landhelgi" þá hlýtur að vera átt við allt sem innan hennar er, sjó, fisk eða olíu á hafsbotni! Auðvitað getur stjórnarskrá sett 1944 ekki fjallað um kvóta því hann varð ekki til fyrr en við setningu kvótalaga upp úr 1980. Til þess tíma áttum við sameiginlega fiskinn í sjónum þar til búið var að veiða hann og þannig á það að vera - sameign, ekki séreign frekar en sólskinið og rigningin!
Ragnar Eiríksson, 5.1.2009 kl. 13:47
Svo mun verða hér, sem annarstaðar, að orðskviðurinn sem settur var í húfur löggunnar. tekin ú r sögum okkar fornum
,,Með lögum skal land byggja (--og ÓLÖGUM EYÐA)"
á hér við.
Ég hef barist gegn þrennum ólögum nánast allt mitt ,,pólitíska líf".
Gegn Ólafslögum um Verðtryggingu, þar sem ég benti á, að ekki væri unnt, að festa eina grein fallegs trés við stáltóg og í klett ef ekki ætti að verða óskapnaður af. Það hefur komið í ljós.
Gegn Kvótalögum, sem ég sagði ætíð æfingabúðir í lygi, svikum og þjófnaði af nágrönnum, þjóðinni og afkomendunum. Það hefur komið fram.
Gegn sérlögum sem mismuna rekstrarformum. Það hefur allt fram komið.
Einnig barðist ég mjög gegn EES samningnum sem ég taldi stórhættulegan sjálfstæði okkar og þá sérstaklega fjárhagslegu.
Það hefur komið fram. (Fjórfrelsið sem er undirrót þess, að ,,Samherjar allir" hafi getað svikið svo þjóð sína sem vitnin nú bera um.
Íslandi allt
Gleðilegt ár
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 7.1.2009 kl. 09:52
nú þá getum við bara leift frjálsar veiðar. væri það ekki æðislegt? væri flott. togararnir gætu klárað miðin á 3-4 mánuðum og svo gætu þeir farið í langt og gott sumarfrí.
Fannar frá Rifi, 14.1.2009 kl. 23:53
Fannar.
Nýja landhegislöggjöf fyrir Alþingi strax í vetur.
Það þarf að skipta upp landgrunnunu á útgerðaflokka og reka flottrollið út úr lögsögunni.
Þetta er einfallt mál og tæki ekki nema eina kvöldstund.
Níels A. Ársælsson., 15.1.2009 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.