Leita í fréttum mbl.is

Ríkistjórnin ætti að banna allar veiðar á loðnu strax

loðnuveiðar

Stöðva verður allar loðnuveiðar við landiðí eitt skipti fyrir öll og banna allar veiðar með flottrolli.

Flottrollið veldur gríðarlegum skaða á öllum fiskistofnum beint og óbeint. Smug fiska í gegnum flottroll skilur eftir sig 10-15 fallt af dauðum fiski í sjónum umfram það sem skipin koma með að landi.

Flottrollið splundrar göngu fiskitorfa og ruglar göngumynstur þeirra.

Loðnan er undirstaða alls lífríki sjávar við ísland. Ef loðnan er drepin hrynja margir fiskistofnar eins og við höfum illilega orðið vitni af.

Nærtækasta dæmið er léleg nýliðun þorsks, hrun hörpudisksstofnsins, hrun rækjustofnanna og margt fleira.

Baráttan um ætið bitnar síðan með ógnarþunga á öllum sjófugl við Ísland sem að endingu rústar tegundunum.

Baráttan um ætið á ekki að standa á milli Samherja hf, og alls lífríki sjávar við Ísland heldur á milli tegundana.

Stjórnvöld verða að grípa strax til aðgerða.

hörpudiskur 2

Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.

Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.

Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar.

Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað. Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.

Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins á Breiðafirði.

Hörpudiskurinn hefur ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrynur.


mbl.is Ákveðin tímamót í loðnuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Þetta er stórmerkilegt samhengi náttúrunnar sem þú bendir þarna á Níels.

Það vildi ég að fiskifræðingar Hafró tæku mark á fiskifræð sjómanna.  Þeir eru bara svo miklir beturvitrungar helvítis vísindamennirnir.

Sigurður Jón Hreinsson, 5.1.2009 kl. 17:45

2 identicon

Ég held að samvinna sjómanna og fiskifræðinga væri stórsnjöll blanda. Og báðir hópar fengju jafnmikið vægi við ákvarðnartökur.

Svona almennt meðalhóf, sem okkur Íslendinga skortir svo oft.

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:55

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Heyr.

Það var boðið upp á samvinnu á milli fiskifræðinga og sjómanna fyrir mörgum tugum ára.

Svo kom Ingjalds fíflið Árni Matth, og boðaði fiskifræði sjómannsins.

Þetta hafa aldrei verið neitt annað en orðin tóm.

Hann sveik það allt !

Enda var hann kosinn "Skítseiði" ársins 2008, og er vel af þeim titli kominn; http://www.dv.is/frettir/2009/1/5/arni-er-skitseidi-arsins-2008/

Þessir vesælu menn hafa aldrei gert annað en valtra yfir skoðanir okkar og sakað okkur um eiginhagsmuni.

Þetta á við um bæði Hafró og stjórnmálamenn allar götur síðan á tíð Matthíasar Bjarnasonar. Hann var síðasti ráðherrann sem tók tillit til skoðana sjómanna.

Þeir hafa beitt okkur ofbeldi síðan og það hafa sumir útgerðarmenn sem kenna sig við LÍÚ notfært sér til að skara eld að eigin köku.

Þar hefur farið fremstur í flokkki glæpamaðurinn Þorsteinn Már Baldvinnsson eins og öllum ætti að vera ljóst.

Halldór Ásgrímsson var fyrsti stjórnmálamaðurinn sem lét nota sig með þessum hætti líkt og hóru. Enda hafði hann sjálfur hagsmuna að gæta sjálfra sín vegna og sinna.

Þeir munu aldrei hlusta á okkur með góðu, það er fullreynt !!!!!!!!!

Níels A. Ársælsson., 5.1.2009 kl. 21:31

4 identicon

Mér er þetta vel kunnungt, enda er ég fæddur, uppalinn og brottfluttur Sandgerðingur.

Hætti til sjós árið 1995 vegna þess að ég var þá á sjö netavertíðum búinn að taka á mig helmings kjaraskerðingu sem fólgin var í kvótaleigu.

Og ekki var ég að róa með neinum undirmálmönnum Óskari að Arney og Didda Frissa á Guðfinni 

En þessa dalla gerði maður út og fékk bágt fyrir.

Þetta fisveiðistjórnunarkerfi er og var hvorki fugl né fiskur. 

Enda er þetta að verða búið að drepa alla byggð í landinu. 

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 21:42

5 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Góð grein hjá þér, takk fyrir.

Vilhjálmur Árnason, 5.1.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband