9.1.2009 | 15:15
Mjög góðar fréttir fyrir lífríki sjávar og alla íslendinga
Fyrir nokkrum áratugum var lítið vitað um loðnu, nema hvað að hún barst í feiknastórum torfum upp að Austurlandi á vetrum. Um miðjan 7. áratugin hófust síðan veiðar á þessum fiski og nokkrum árum síðar var hún orðin einn mesti nytjafiskur Íslendinga.
Loðnu er að finna í nyrstu höfum jarðarinnar þar sem hún er mjög útbreidd. Hún er t.a.m. í Hvítahafi, Barentshafi, við N-Noreg, Ísland, Grænland og einnig er hún norðan Kanada. Í Kyrrahafi var talið að um aðra tegund væri þar að ræða, en nú er almennt talið tegundin sé sú sama. Í N-Atlantshafi og Barentshafi eru fjórir sjálfstæðir loðnustofnar.
Loðnan er uppsjávarfiskur sem leitar til botns á grunnsævi til þess að hrygna, en að mestu leyti er hún langt norður í höfum í leit að æti. Fæða loðnunnar eru ýmiskonar svifdýr s.s. krabbaflær, ljósáta, pílormar, fiskaegg og seiði.
Loðnan hrygnir að mestu leyti við S og SV-strönd Íslands, frá Hornafirði og vestur á Breiðafjörð, en eitthvað mun þó vera um að hún hrygni út af Vestfjörðum og við N og NA-land. Hrygningin hefst um mánaðarmótin febrúar/mars og stendur fram í apríl við S og SV-ströndina, en seinna á norðursvæðinu.
Um og upp úr áramótum er aðalhrygningagangan norður af Melrakkasléttu, í janúar er hún út af Austfjörðum og er síðan við Stokknes í byrjun febrúar. Hrogn loðnunnar límast við steina og skelbrot á botninum.
Talið er að loðnan drepist að langmestu leyti að hrygningu lokinni, en þó mun eitthvað vera um að kvenloðna hrygni tvisvar en karlloðnan er ekki talin lifa af nema eina hrygningu.
Loðnan vex mjög hratt og er orðin 9-14 sm tveggja ára, þriggja ára er hún orðin 13-17 sm og fjögurra ára er hún 15-19 sm að lengd. Íslenska loðnan verður ekki eldri en fjögurra ára, nema með örfáum undantekningum.
Kynþroska verður hún stöku sinnum tveggja ára, en flestar ná kynþroska þriggja eða fjögurra ára. Loðnan í Barentshafi verður eldri og hrygnir 4-5 ára og loðnan við Grænland og Kanada verður enn eldri.
Loðnan er fæða margar dýra eins og hvala, sela, fugla og hún er mikilvægasta fæða þorsksins og grálúðunnar.
Ekki loðnuveiðar að svo stöddu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman að lesa pistlana þína Nilli. Vel skrifað og mikill fróðleikur.
Víðir Benediktsson, 11.1.2009 kl. 21:38
Takk fyrir Víðir og sömuleiðis.
Níels A. Ársælsson., 11.1.2009 kl. 23:48
Í líffræðinni er sagt einhverstaðar að það þurfi 10 tonn af fæðu til að framleiða eitt tonn af því sem hana etur.
10 tonn af loðnu => 1 tonn af Þorski
eða 10 af grasi => 1 tonn af kindum
frá 2003 til 2007 hefur 1 tonn af þorski verið til útflutnings um það bil 11 sinnum verðmætara en 1 tonn af loðnu.
Fannar frá Rifi, 14.1.2009 kl. 23:49
Fannar.
Það hentar ekki meirihluta atkvæða í LÍÚ og þess vegna verðum við stöðugt undir sem ætluðum að byggja afkomu okkar á bolfiskveiðum.
LÍÚ þarf að höggva upp með því móti að breyta lögum félagsins í þá veru að eitt atkvæði fylgi hverjum fulltrúa á landsþingunum og tonna atkvæðafyrirkomulagið verði aflagt.
Ef þetta fæst ekki fram þá verður að kljúfa samtökin og stofna önnur.
Níels A. Ársælsson., 15.1.2009 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.