Leita í fréttum mbl.is

Ég er svona stór

GT og Geirþjófsfjörður 11.okt.2008 049

Enginn slítur þau bönd,

sem hann er bundinn heimahögum sínum.

Móðir þín fylgir þér á götu,

Er þú leggur af stað út í heiminn,

en Þorpið fer með þér alla leið.

 

Frá þeirri stundu

er þú stóðst við móðurkné og sagðir:

Ég er svona stór,

ert þú samningi bundinn.  

 

Þú stendur alla ævi síðan fyrir augliti heimsins.

Lítill kútur, sem teygir hönd yfir höfuð sér og heyrir

blíðmæli brosandi móður:

Ertu svona stór ?

 

Þú færð aldrei sigrað þinn fæðingarhrepp,

stjúpmóðurauga hans vakir yfir þér alla stund.

Með meinfýsnum skilningi tekur hann ósigrum

Þínum, afrekum þínum með sjálfsögðu stolti.

Hann ann þér á sinn hátt, en ok hans hvílir á herðum þér.

 

Og loks, er þú hefur unnið allan heiminn, vaknar þú einn

morgun í ókunnri borg, þar sem áður var þorpið,

gamalmenni við gröf móður þinnar. Og segir:

Ég er svona stór.

En það svarar þér enginn.


mbl.is Hlaut ljóðstaf Jóns úr Vör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband