19.2.2009 | 11:29
Störf handa þúsundum – frjálsar handfæraveiðar
Eins og ástandið er núna í landinu hljótum við að íhuga það alvarlega hversu margir gætu fengið atvinnu við það að fara á handfæri. Í landi þar sem 15.000 manns eru atvinnulausir hlýtur það að vera bilun að gefa ekki handfæraveiðar frjálsar á næsta sumri.
Þó þessi atvinnugrein hafi átt undir högg að sækja eru enn margir sem kunna vel til verka og mjög auðvelt er að kenna ungum mönnum að veiða fisk með þessum hætti. Það er líka deginum ljósara að þessar veiðar eru mjög vistvænar og skapa auðvitað mörg störf í ofanálag og tilkostnaður er margfalt minni en á stórum skipum.
Hvað er dapurlegra en að vera atvinnulaus, skuldum vafinn og standa á bryggjusporðinum, horfa út fjörðinn eða flóann og vita að þarna er lífsbjörg en mega ekki veiða einn einasta fisk til þess að skapa sér tekjur. Ég efast um að slík staða sé til í nokkru öðru landi í heiminum en hér. En hér má engu breyta, alls engu.
Þeir sem vilja veiða á smábátum skulu hafa kvóta og engar refjar með það og ef þeir eiga engan kvóta þá skulu þeir gera svo vel að borga 10 fiska fyrir að veiða 12. Þetta er auðvitað ömurlegt lénskerfi sem neytt hefur verið upp á þjóðina á örfáum árum og keppast nú hagfræðingar við að segja að sölu- og leigukerfi kvótans sé í rauninni upphafið að efnahagshruni Íslands.
Lög stéttaskiptingar
Já, það hefur verið eftirtektarvert að sjá hvernig lögin um stjórn fiskveiða hafa gert þorp og bæi að stéttskiptum samfélögum. Í rauninni er það þannig, að gjá, sem ekki var fyrir, hefur myndast á milli þeirra, sem hafa veiðiréttinn og hinna, sem engan hafa. Það þarf ekki nema að líta í kring um sig til að sjá þetta og því miður hefur þetta líka leitt til pólitísks ótta hjá mörgu fólki sem ég hef hitt.
Og hverjum líður svo vel með þetta. Líður þeim vel sem hafa kvótann undir höndum? Það efast ég um, enda eru margir þeirra líka fórnarlömb kvótakerfisins vegna skulda sinna. Eða hinum, líður þeim vel? Ekki heldur. Við verðum að stíga út úr óttanum og taka höndum saman um endurreisn Íslands.
Og íslenskir útgerðarmenn verða að taka þátt í því. Ég skora á LÍÚ að fara nú að koma til leiksins á nýjum forsendum og nýrri hugsun. Og ganga af þeirri braut sem hefur leitt okkur til einhæfni, samþjöppunar og einokunar. Við verðum að vakna.
Áþreifanleg aðgerð
En á meðan við erum vöknum af þessum draumi, sem varð martröð, skulum við segja við ungu drengina okkar og ungu konurnar okkar: Nú ætlum við að leyfa frjálsar handfæraveiðar eftir skynsamlegum reglum, við skulum leyfa veiðar á 15.000 tonnum."
Það myndi gefa nokkrum þúsundum atvinnu, það myndi gefa von, bjartsýni og gleði. Slíkt er áþreifanleg aðgerð. Við getum séð fyrir okkur til dæmis ung hjón sem eru að koma að landi á trillunni sinni með nokkur hundruð kíló af fiski eftir góðan dag. Já, umvafin eru þau gleði og lífstilgangi.
Og þetta er hægt að gera með einfaldri lagasetningu, jafnvel reglugerðarbreytingu. Það er ekki eftir neinu að bíða. Tökum okkur á, verum ekki hrædd, sýnum hugrekki og leyfum fólki að bjarga sér landi og lýð til heilla. Vilji er allt sem þarf.
Grein eftir Karl V. Matthíasson birt á visir.is, dags 19.02.2009.
CCP með flesta starfsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 764320
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo var sett upp safn í gamla BÚR húsinu svo sjá mætti hvernig lífið var við höfnina í Reykjavík - áður en mokað var niður í hana.
Jón Kristjánsson, 19.2.2009 kl. 20:02
Það er athyglisvert eins og Jón Kristjánsson bendir á að menningu er sjaldnast gerð skil á söfnum fyrr en hún er í útrýmingarhættu eða um það bil útdauð. Ég var annars ánægð með grein Karls. Þar fer maður sem á að taka eftir á þingi. Hann hefur beitt sér fyrir mörgum góðum málum.
Anna Karlsdóttir, 19.2.2009 kl. 23:30
Tek undir með þér Nilli.
Ísland aftur til íslendinga.
Aida., 20.2.2009 kl. 07:56
Nilli minn!! Ég er ekki sammála Karli. Hann mælir með með frjálsum handfæraveiðum. Þegar hann hefur á hugnæman og rómantískan hátt rætt um hafið og fjöllin, þá er útkoman. að leyfa 15.000 tonn. Að öðru leyti, er ég sammála honum.
Blessaður kæri vinur. (kv, frá Láru )
Þórður Sævar Jónsson, 20.2.2009 kl. 22:56
Frjálsar handfæraveiða hey hey, en skyldi þetta hjá séra Karli verða nokkuð annað en orðaleikur fyrir kosningar.
Sigurbrandur Jakobsson, 21.2.2009 kl. 11:45
Eg se nú ymislegt athugavert við þessar tillögur.Til dæmis þetta,,,þarf maður ekki að eiga bát til að fiska þessi kíló. Verður þetta ekki bara meiri kostnaður fyrir þetta fólk sem á að veiða þennan fisk?? Þetta er ekki rökrett ályktun hjá Prestinum.kv.
Gunnar Ásgeirsson, 22.2.2009 kl. 13:52
Gunnar Ásgeirsson.
Það er til nóg að bátum allstaðar.
Eins getur hver sem er látið smíða bát fyrir sig.
Ef þú ert duglegur og rærð á færi með einn með þér og fjórar rúllur, ætturu að geta fiskað 60 -70 tonn jafnvel meira á tímabilinu 1. mai til 1. september.
Verðmætin gætu legið nálægt 15-20 milljónum króna svo það verður létt verk að borga niður bát á örfáum árum.
Nú verðum við öll að styðja Kalla Matt í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer í byrjun mars.
Níels A. Ársælsson., 22.2.2009 kl. 15:23
hvað ætlaru síðan að gera þegar það veiðist ekki neitt t.d. Breiðarfirði á haustinn eins og alltaf er og allt er fyrir norðan eða austan land? eiga þá menn að vinna bara 3 til 4 mánuði eftir landshlutum?
við getum fjölgað störfum í sjávarútvegi um helming ef við erum tilbúinn að lækka laun sjómanna um helming.
Kalli matt er ruglukollur sem hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala. þú grípur allt á lofti sem tækifæri til að ráðast að kvótakerfinu. sama hversu vitlaust það er.
við getum líka fjölgað starfsfólki á leikskólum um helming. ef við gerum sama og lækkum launin um helming.
Fannar frá Rifi, 24.2.2009 kl. 12:10
Fannar !
Hverslags orðbragð er þetta eiginlega ?
Þú ættir að biðja prestinn fyrirgefningar á þessu !
Ég ætla ekki að svara öðru sem þú ert að halda fram.
Fannar ! Komdu nú sterkur inn og mótmæltu loðnu veiðum og notkun á flottrolli í landhelgini okkar.
Veistu að ég er 100% viss í minni sök að hvorki ég né þú þyrftum nokkurn tíman að rífgast meir um kvótakerfið aðeins ef þessum tveimur þáttum sem ég nefni yrði kipt úr sambandi.
Þá væri nóg fyrir alla til að veiða.
Níels A. Ársælsson., 24.2.2009 kl. 14:05
Ég styð Kalla heilshugar í öllum hans skoðunum í sjávarútvegi og kvótakerfinu. Núna er rétti tíminn til að taka á kvótakerfinu og beina því í réttlátari farveg þjóðinni til heilla . Áfram Kalli þú átt minn stuðning.
Guðrún Katrín Árnadóttir, 25.2.2009 kl. 11:10
Þetta er voða falleg hugsun hjá Kalla en hún gengur ekki alveg upp í praxis. Þetta væri til dæmis mismunun gagnvart þeim sem eru að róa í kvótakerfinu í dag, hafa skuldsett sig til að eiga heimildir til að veiða.
Svo yrðu sumir nú fljótir að ganga á lagið og færa afla á milli báta eins og sumir stunduðu þegar dagakerfið var. Eigendur kvótabáta myndu fá sér bát með "frelsi" og landa á hann.
En ég er sammála þér Nilli að varðandi loðnuveiðarnar og flottrollið.
Aðalsteinn Bjarnason, 25.2.2009 kl. 22:08
Aðalsteinn.
Af hverju heldur þú að þetta gangi ekki hjá okkur líkt og td, Norðmönnum ?
Þar eru nánast allar veiðar frjálsar á bátum undir 13 metrum.
Þeir túlka það sem mannréttindi að leyfa slíkar veiðar en aftur á móti þurfa þeir sem leyfin fá að vera skráðir sem sjómenn og hafa til þess tilskilin réttindi að róa slíkum bátum.
Náungagæslan mundi koma í veg fyrir allt svindl auk þess er tæknin orðin það mikil í dag að lítið mál er að fylgjast með því hvort bátar með aflamark séu að slá sig saman við skakbát.
Þertta er mjög auðvelt og við slíkum brotum væri möguleg veiðileyfissvifting allt tímabilið alveg nóg í sjálfum sér til þess að varla nokkrum manni dytti slíkt svindl í hug.
Við eigum að taka upp frjálsar handfæraveiðar tímabilið 1. mai til 1. september hvert ár.
Slíkar veiðar mundu endurvekja nánast öll sjávarpláss úr rústum á svip stundu og ekki veitir af.
Þessu geta allir réttsýnir og sanngjarnir menn verið sammála.
Þetta verður leyft, aðeins spurning um tíma.
Níels A. Ársælsson., 25.2.2009 kl. 22:54
Ég myndi fagna því manna mest að komast ódýran hátt á handfæri aftur Nilli. Ég er bara að reyna að vera raunsær.
þar sem leyfðar eru "frjálsar" veiðar þar eru alltaf takmörk á fjölda báta. Þar með er kominn "kvóti". Þá selja menn ekki tonn af fiski heldur rúmmetra eða tonn í bátum. Þá rjúka veiðileyfin upp í verði eins og var hér áður.
Slíkar reglur þyrftu líka alltaf að vera almennar. Það væri ekki hægt að reka slíkt kerfi samhliða aflamarkskerfi.
Aðalsteinn Bjarnason, 25.2.2009 kl. 23:03
Svo er nú vert að benda á að 1. maí þá er handfæravertíðin búin á S-V horninu. Þar er skaktímabilið frá miðjum mars til loka apríl. Á að útiloka suðurnesjamenn frá frjálsu veiðunum?
Aðalsteinn Bjarnason, 25.2.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.