5.3.2009 | 14:02
Íslandsbersar fyrr og nú
Hér er og mart vörukjallara og liggja sumir undir sjávarmáli og vill þar inn sjóvatn í flóðum og öðrum aftökum.
Þessir kjallarar eru í höndum einstaklínga og leigja þeir stórkaupmönnum þarna pláss undir varning.
Auk ókynstra sem eyðilögðust af íslandssíld í Svíþjóð og Noregi um þessar mundir, lágu 40.000 tunnur af djúpavíkursíld undir skemdum á opnum plássum á Ámakri og Kristjánshöfn, og var þessi vara mestöll veðsett fyrir skuldum útgerðarinnar við Íslands Bánka í Reykjavík þó svo héti að eigandi hennar væri Norðsíld & Co.
Verðið komst uppí 96 krónur sænskar tunnan í október árið áður. Ef þessar 40 þúsund tunnur hefðu verið seldar á meðan verð þetta bauðst, þá hefði það verið mikið búsílag á Íslandi þar sem íbúafjöldi var þá tæp hundrað þúsund manns.
Einhvernveginn tókst Bersa Hjálmarssyni í október það ár að selja svolitla tortís af djúpavíkursíld til Ameríku fyrir 125 krónur sænskar á tunnuna, og eftir það var honum ekki út að aka með þennan ameríska prís frammeftir öllum vetri.
Um tíma í nóvember tókst honum að nudda svíum uppí hundra, en hann sagði einlægt við þá ensku: betur má ef duga skal. Þar hjakka þeir nú í sama fari þángaðtil komið er frammyfir nýár, þá sögðu svíar loksins pass. Þeir töldu síldina orðna spilta af geymslu og lækkuðu sig oní 90 krónur á tunnu; mátti af því sjá að þá blóðlángaði í síldina samt.
Einhvernveginn tókst Bersa meira að segja að hífa þá uppí 95 þegar komið var undir vor. Seinast fóru þeir hálfan eyri upp í viðbót en Bersi vildi meira. Þá sprakk blaðran.
Síldargróssérar vorir virtust vera að tefla blindskák sér til skemtunar um auðæfi Íslands. Þegar komið var framá sumar var þessari dýrmætu vöru og einhverju mesta lostæti heimsins, djúpuvíkursíldinni, ekið ónýtri burtu á stórum prömmum á kostnað eiganda, og sökt niðurí Eyrarsund.
Úr Guðsgjafaþulu.
![]() |
Alvarleg staða sjávarútvegs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 764896
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.