23.3.2009 | 13:05
Fiskveiðar gegn atvinnuleysi og skuldasöfnun
Jón Kristjánsson skrifar um fiskveiðar.
Fyrst birt: 23. mar. 2009 06:00.
Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði grein í Fréttablaðið 19. mars sl. Hann sagði að hvalveiðar muni skaffa 200-250 störf á Vesturlandi, kjördæmi greinarritara.
Það er svo sem gott og blessað að veiða hvali en þessum stjórnmálamönnum virðist alveg fyrirmunað að minnast á hvað eigi að gera í fiskveiðimálum. Á ekkert að fara að liðka til í kreppunni? Eru menn svona hræddir við sægreifana?
Ekki þurfa handhafar veiðiheimilda að vera hræddir því lausnin er ekki að svifta þá veiðiheimildum, heldur hleypa öðrum að. Þá kemur að Hafró. Þeir standa á því fastar en fótunum að þorskstofninn sé ofveiddur og því þurfi að takmarka veiðar og draga úr þeim.
Einar sagði að búið sé að sýna fram á að hvalurinn éti óhemju magn af fiski, hann sé í beinni samkeppni við nytjastofna okkar um fæðu og að reiknað hafi verið út af okkar færustu sérfræðingum að ef við stunduðum hvalveiðar væri hægt að auka þorskveiðar!
Væntanlegar hvalveiðar eru svo smávægilegar að þær hafa engin áhrif til fækkunar hvala, enda notuð sú röksemd að þær séu sjálfbærar!
Þetta skyldu þó ekki vera sömu færustu sérfræðingar sem reiknuðu út" árið 1994 að ef fylgt væri 22% aflareglu myndi þorskafli vera kominn í um 300 þús. tonn 2003 og fara vaxandi til 2023?
Þetta át hvala á nytjafiski sýnir hversu glórulaust það er að ætla sér að byggja upp þorskstofninn með friðun. Það sem við ekki veiðum fer beint í hundskjaftinn.
Sú aðferð að byggja upp þorskstofna með samdrætti í veiðum hefur hvergi tekist. Niðurskurður hefur alltaf, alls staðar, leitt til varanlegrar minnkunar á afla.
Aukinn þorskafli fæst aðeins með auknum þorskveiðum og það er hafið yfir allan vafa að í fæðuskorti, þegar fiskur er horaður og vex illa, er nauðsynlegt að auka veiðar.
Auknar veiðar skapa verðmæti og vinnu. - En þá kemur að Hafró. Þorskstofninn er að þeirra áliti ofveiddur, það má ekki auka veiðar, frekar skal draga enn úr þeim til byggja upp stofninn".
Sú stofnun virðist ekki læra neitt af reynslunni og hefur hunsað allar líffræðilegar ábendingar sérfræðinga utan stofnunarinnar.
Það mætti láta sér detta í hug að stofnunin sé notuð til að skapa skortstöðu til þess að halda uppi verði á aflaheimildum og laga eignastöðu" kvótahafanna.
En er ekki kominn tími til að fólkið í landinu geti veitt sér í soðið?
Það var Bjarni Benediktsson, sá gamli, sem sagði að það gagnaði lítið að friða fiskinn en drepa fólkið.
Höfundur er fiskifræðingur.
Hagfelld niðurstaða í augsýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:25 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafró hafa nú ekki beint verið að meika það eins og augljóst er. Góður punktur með skortstöðuna. Við vitum jú að sægreifarnir hafa ítök allsstaðar, því ekki einnig á Hafró? Maður spyr sig.
Þórður Már Jónsson, 23.3.2009 kl. 13:42
Sæll má kannski benda á það að margt sem hafró segir er allveg örugglega rétt og annað vitlaust og margir með mismunandi skoðanir á þessum málum en ein er sú með þoskinn að við eigum að friða stóra fiskinn og veiða þann minni. hvernig væri þetta t.d í landi ef við myndum drepa rollurnar en ekki lömbinn okkur til matar held að þetta sé eins í hafinu geyma stóra fiskinn sem gefur mestu fjölgunina en veiða þoskinn sem ekki er orðinn kynþroska.
Guðbjörn Gunnar Jónsson, 23.3.2009 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.