28.3.2009 | 00:12
Rommkópar - tálbeita hákarlamanna
Á seinni hluta nítjándu aldar kom til sögunnar ný beita sem íslenzkir hákarlamenn sögđu algjöra byltingu viđ veiđar á hákarli; voru ţađ litlir selkópar vestan frá Breiđafirđi, og voru ţeir látnir liggja í pćkli í heilu lagi í sterku íláti.
En ţađ merkilega viđ ţessa hákarlabeitu var ţađ, ađ selkóparnir voru ekki ristir á hol, heldur voru ţeir ađeins opnađir međ svolítilli stungu, ţegar búiđ var ađ veiđa ţá, og var sterku rommi helt gegnum smuguna inn í kópinn; vínandinn samlagađist innýflunum og blóđinu og fóru út í spikiđ; var ţess og vandlega gćtt , ađ rommiđ fćri ekki út úr skrokknum aftur og vandlega saumađ fyrir opiđ.
Ţegar kóparnir voru teknir upp úr ílátinu voru ţeir skornir sundur í smábeitu, og angađi af ţeim lyktin er ţeir voru opnađir, enda var ekki tútt um ađ sumir drykkjumenn langađi til ađ bragđa á romminu, sem inn í ţeim var, ef ţeir voru alveg vitundarlausir af brennivíni.
Ţetta voru nefndir rommkópar og voru ţeir einhver hin allra mesta tálbeita fyrir hákarl.Á ţessum hákarladöllum - eins og hákarlaskipin voru nefnd var útbúnađur allur međ líku móti. Menn beittu hrossakjöti og selspiki. Skinniđ var látiđ tolla viđ selbeiturnar og stungiđ hníf í gegnum hverja beitu; var önnur beitan höfđ af sel og önnur af hrossakjöti á víxl.
Mörgum beitum var beitt í einu, var ţeim ţrýst upp eftir leggnum á sókninni (hákarlaönglinum), síđast var bugurinn fylltur međ ýmsu gumsi úr hákarlinum, svo sem munnamögum, gallhúsum, hjörtum o. s.frv., og tóbaksmenn gerđu sér ţađ oft ađ reglu ađ hrćkja á beituna um leiđ og sókninni var kastađ fyrir borđ.
Viđ vađsteininn var járnkeđja, tveggja fađma löng, sem fest var viđ sóknina, en milli vađarhaldsins var kađalspotti á ađ gizka fađmur á lengd, sem kallađur var bálkur.
Heimild: Theodór Friđrikssson; Hákarlalegur og hákarlamenn.
Fengu hákarl í netin | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:49 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 764088
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pabbi heitinn vann sem strákur viđ hákarlaveiđar og hann sagđi mér ţađ ađ ţví úldnara ţví betri hefđi beitan veriđ.
Annađ mál mér finnst hákarl lostćti en verđlagiđ er úr öllu korti miđađ viđ verđ á hráefni og vinnutíma sem fer í verkunina.
ţađ er veriđ ađ selja ţetta á 5-6000 kr/kg sem er svipađ og á harđfiski en ástćđan fyrir háu verđi á harđfiski er ađ ţar er hráefnis verđ er hátt og rýrnun er mikil c.a 70-80%
viđ hákarlsverkun er ekki mikil rýrnun og vinnan viđ ţessa 2 verkanir eru svipađar held ţó ađ vinnu tími pr kíló sé hćrri viđ harđfisk.
Mr;Magoo (IP-tala skráđ) 28.3.2009 kl. 00:57
Merkilegt. Takk fyrir ţetta.
Heimir Tómasson, 28.3.2009 kl. 01:48
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.