6.4.2009 | 12:12
Pollachius virens
Heimkynni ufsans eru í Norður-Atlantshafs. Í Norðaustur-Atlantshafi er norðan frá Barentshafi suður í Biskajaflóa. Í Norðvestur-Atlantshafi finnst hann við Grænland og við austurströnd Norður-Ameríku frá Hudsonsundi suður til Norður-Karólínu. Ufsinn er allt í kringum Ísland en mun algengari í hlýja sjónum sunnan- og suðvestanlands en undan Norður- og Austurlandi.
Ufsinn er ýmist uppsjávar- eða botnfiskur. Hann er á öllu dýpi frá yfirborði og niður á 450 metra dýpi en er algengastur niður á 200 m. Hann heldur sig yfirleitt í 4-12°C heitum sjó. Hann er gjarnan upp um allan sjó og yfir grýttum botni og sandbotni, en einnig yfir kóröllum og svampbotni en síður á leirbotni. Ufsinn fer oft um hafið í stórum torfum í ætisleit og merkingar sýna að mikill flækingur er á honum. Hann flækist m.a. frá Íslandi til Færeyja, Noregs, Skotlands og suður í Norðursjó og ufsar heimsækja okkur frá Noregi og Færeyjum.
Fæða ufsans er breytileg eftir stærð. Seiðin éta fyrst einkum burstaorma, rifhveljur og krabbaflær. Ljósáta er yfirgnæfandi hjá uppvaxandi og meðalstórum (70 cm) ufsa. Aðalfæða fullorðins ufsa er loðna og ljósáta en auk þess étur hann ýmsa fiska eins og sandsíli, kolmunna, spærling og ýsu. Ýmisir fiskar og fuglar éta seiði og ungviði ufsans en fullorðnir ufsar eru aðallega étnir af hákarli, sel og tannhvölum.
Vöxtur ufsans er allhraður fyrsta árið. Þegar seiðin eru 4-5 mánaða gömul eru þau um 5-6 cm. Ársgömul hafa þau náð 10-25 cm lengd og tveggja ára smáufsi er 28-42 cm og þá leitar hann á veturna út á dýpra vatn. Ufsinn verður kynþroska 4-7 ára, flestir 5-6 ára og hann getur orðið 25-30 ára gamall.
Ufsi veldur kinnroða meðal enskra neytenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:18 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugavert að lesa þetta.Man eftir að þegar við veiddum ufsa við bryggjuna á Hjalteyri,var ufsinn bara notaður í bollur.Gaman væri að vita möguleg not á honum í dag.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 6.4.2009 kl. 15:24
Ufsi er herramannsmatur. Ég reyndar vandist ekki á að éta hann fyrr en ég kom hérna til Noregs. Hér er hann étinn í miklu magni og þá kannski oftast sem "Seibiff" af pönnunni, en ýsuna éta þeir hinsvegar ekki nema í undantekningum.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.4.2009 kl. 20:40
Á Hjalteyri veiddi ég aðallega marhnúta.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 7.4.2009 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.