Leita í fréttum mbl.is

Kosningavíxill Sjálfstæðisflokksins

brú á síðutogara

Hann gæti orðið hár kosningavíxill Einars K. Guðfinnssonar fyrrum sjávarútvegsráðherra.

Ekki er útséð með hvaða afleiðingar hvalveiðar hafa fyrir Ísland og því eðlilegt að Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra vilji slá varnagla vegna heildarhagsmuna þjóðarinnar.

Ég er eindregið fylgjandi hvalveiðum en ég er ekki sáttur við hvernig Einar K. Guðfinnsson af sínu landlæga hug og aðgerðarleysi stóð að þessum málum.

Ég vildi gjarnan sjá hvað LÍÚ og aðildarfélög hafa greitt í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins síðan 1990 eftir að frjálsa framsalinu var komið á í kvótakerfinu.

Og hér getum við séð allt um mestu svífyrðu íslandssögunar og Sjálfstæðisflokksins.

Læt fylgja hér fyrir neðan grein eftir vin minn og félaga Lýð Árnason sem birtist á blogginu hans í nótt lydurarnason.blog.is undir heitinu;

sjómaður

VONT OG ÞAÐ VERSNAR

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 30 kúlur frá einni aðalgrúppunni rétt fyrir lokun.

Löglegt því lögin komu 3 dögum síðar.

En eins og þegar upp kemst um barnaníðing er það sjaldnast á fyrsta verki.

Í skjóli bókhaldsleyndar má álykta sem svo að fleiri kúlur frá fleiri aðilum hafi rúllað þessa slóð þó einungis þessar 30 séu staðfestar.

Athafnafrelsið sem fjármálageirinn naut fyrir tilstuðlan sjálfstæðisflokksins hlaut að mega reikna til endurgjalds.

Eða eins og Lennon orðaði það:

"If you scratch my back I´ll scratch yours".

Ekki yrði ég hissa þó fleiri hagsmunaaðilar hafi fetað sömu braut eða hverra hagsmuna gæta sjálfstæðismenn nú með málþófi sínu á alþingi?

Allt gert til að koma í veg fyrir þann augljósa þjóðarbúhnykk á stjórnarskrá að koma auðlindum landsins óvéfengjanlega í þjóðareigu.

Þessu hafna sjálfstæðismenn og segja tímann nauman, hafa þó haldið úti verklausri stjórnarskrárnefnd í allmörg ár.

Þykir mér líklegt að fyrrum leiðtogar þessa merka stjórnmálaflokks liggi engir ósnúnir í gröfum sínum.


mbl.is Ráðherra geti stöðvað veiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband