1.5.2009 | 10:58
Vinnuhjúum kennt að borða grænmeti
Hér fyrir neðan er frásögn séra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal frá því 1760 er hann hóf að kenna vinnuhjúum sínum að borða grænmeti. Eins og kunnugt er þá var Björn með þeim fyrstu til að rækta kartöflur á Íslandi.
Grannar mínir hlógu að mér í upphafi, en þegar ég lét sem vissi það ekki, þögnuðu þeir, og nú á síðkastið, eftir mér hefur heppnazt fyrirtæki mitt, hrósa margir þeir mér....Þegar hjú mín urðu þess áskynja, að ég ætlaði að gefa þeim kál til matar, risu þau öndverð gegn því og sögðu, að það væri ekki sómasamlegur matur.
Ég varð að slá undan í það skipti og láta eins og mér hefði ekki verið alvara að knýja fram þennan ásetning minn. Kálið stóð í garðinum og hélt áfram að vaxa fram eftir hausti.
Um það leyti, sem frost ganga í garð, vilja hjúin fara að fá heitan mat... Um svipað leyti var kálið tekið upp, matreitt vandlega og borið fyrir vinnufólkið.
Ég sagði, að betra væri að eta eitthvað heitt í þessum kulda og bauð þeim að reyna til gamans, hvernig þeim félli þessi matur.
Ef þeim líkaði hann illa, skyldi ég aldrei bjóða þeim hann. Ég bætti því við, að kálið hefði fengið betri keim við að frjósa. Hjúin reyndu nú kálið og þótti það gott.
Nokkrum dögum síðar var kál matreitt á ný, og þá þótti það enn lystugra, og loks spurði fólkið, hvort það gæti ekki fengið þennan mat oftar.
Ég varð fúslega við þeim tilmælum. Eftir þetta ázt kálið svo vel, að ég hafði varla nóg handa sjálfum mér til vetrarins. Árið eftir stækkaði ég garð minn og sáði meira kálfræi.
Sáning undirbúin og sett af stað
Matjurtafræ og útsæði rokselst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.