12.5.2009 | 14:21
Málpípur og undirlægjur LÍÚ
Halda bæjarstjórnarmenn Langanesbyggðar að fiskur hætti að ganga á fiskimiðin fyrir NA landi og halda þeir að steypt verði upp í hafnarmynnin á Þórshöfn og Bakkafirði ef fyrningarleið verður farin ?
Ekkert kæmi íbúum Þórshafnar og Bakkafjarðar eins vel ef þeim væri skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum í gegnum fyrningarleið ríkisstjórnarflokkanna.
Bæjarstjórn Langanesbyggðar er ekki að hugsa um hagsmuni íbúa Þórshafnar og Bakkafjarðar þegar þeir senda frá sér slíka yfirlýsingu heldur fara þeir á móti grundvallar réttindum íbúanna sem af þeim hefur verið stolið fyrir mörgum árum.
Bæjarstjórn Langanesbyggðar er með þessu að ganga erinda grútarverksmiðju eiganda í Vestmannaeyjum og LÍÚ og eru tilbúnir að fórna hagsmunum og réttindum alls fólksins í byggðunum.
Þið ættuð að skammast ykkar bæjarstjórnarmenn og segja af ykkur.
Fyrningarleið ógnar atvinnulífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 763844
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já skammast sín niður í haug, alla leið niður í fjöru. Hvað er ég svo sem að hafa áhyggjur af þessu fólki sem hefur ekki mannrænu til að taka við heimild til að bjarga sér á eigin forsendum? Nei, þetta fólk vill halda áfram að éta úr lófanum á Pétri Pálssyni Þríhrossi ef hann lætur svo litið að bjóða því vinnu við að bera stjórnargrjót.
Lengra er ekki hægt að skríða niður úr mannlegri reisn.
"Við eigum þingmann sem er vinur mannsins sem á fiskinn í sjónum. Hann passar að togarinn haldi áfram að landa hérna."
Árni Gunnarsson, 12.5.2009 kl. 15:23
Þetta er með BETRIgreinum, sem ég hef lesið um þessi mál og það er von mín að sem allra flestir lesi hana. Takk fyrir Nilli.
Jóhann Elíasson, 12.5.2009 kl. 15:31
Sæll Nilli, við á Örvari löndum þarna á haustin, og ég hef ekki séð þá mikla útgerð þarna, og í hittifyrra haust vorum við og Rifsnes SH einu skipinn sem lönduð botnfiski þarna. Meirasegja trilluútgerðin þarna er á fallanda fæti, og ekki svipur hjá sjón.
Það er alveg með ólíkindum að heyra þennan hræðsluáróður, og það rösemdalaust. Einu rökin sem ég hef heyrt hjá þeim sem aðhyllast þessa skoðun er sú að það verði breyting til hins verra að hleypa fleiri trillum og bátum að í greinina. Merkileg rök að ekki megi skapa betri atvinnuskilirði, vegna þeirra bágu sem fyrir er.
Sigurbrandur Jakobsson, 12.5.2009 kl. 16:37
Takk fyrir falleg orð og góð koment strákar.
Ég er svo reiður yfir þessari ósvífni þessara svo kölluðu sveitastjórna víðs vegar um landið að ég næ ekki upp í nefið á mér.
Hugsa sér að láta leiða sig eins og lömb til slátrunar algjörlega hugsunar laust.
Réttast væri að lögsækja þetta lið sem hagar sér svona að ganga erinda örfárra yfirgangshunda á kosnað mannréttinda og lífs alþýðu fólks í sjávarþorpunum.
Níels A. Ársælsson., 12.5.2009 kl. 17:42
Algerlega óskiljanlegt rugl. Nema ef hægt er að skilja að sjá svona þvaður frá Elliða Vignissyni í Vestmannaeyjum, enda dælir hann út samþykktum eftir pöntunum frá LÍÚ skrílnum.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.5.2009 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.