1.9.2009 | 10:50
Aðalhöfundur hrunsins tekur til máls
Prófessorinn Ragnar Árnason er enn við sama heigarðshornið og bullar tóma steypu og vitleysu.
Hér fyrir neðan eru fjórar fullyrðingar sem prófessorinn heldur á lofti um illræmdasta kvótakerfi veraldar.
1. Kvótakerfi með framseljanlegum aflaheimildum er samnefnari þeirra framfara sem orðið hafa í fiskveiðum og stjórnun þeirra.
2. Kosti kvótakerfis með framseljanlegum aflaheimildum góða nýtingu á heildarafla, aukna hagkvæmni og verðmæti afla, samfara því sem dregið væri úr sóknarþunga.
3. Þá væri í kerfinu innbyggður hvati til þess að ganga vel um auðlindina og hafið, þar sem útgerðir væru í reynd að gæta að eigin verðmætum og reyna að auka þau.
4. Með framseljanlegum aflaheimildum í kvótakerfi væri í raun búið að leggja grunn að því að sjávarútvegurinn bæri sjálfur ábyrgð á stjórn veiða.
Reynsla íslendinga af kvótakerfinu og staðreyndinar eru þessar.
1. Engar framfarir hafa orðið vegna framseljanlegra aflaheimilda. Hrun sjávarþorpa, skuldir sjávarútvegs hafa vaxið úr 15 milljörðum frá 1990 í hátt í 1000 milljarða. Vel flestir fiskistofnar ofveiddir og þorskveiðar í sögulegu lámarki, úr 400 þúsund tonnum í 150 þúsund tonn frá setningu kvótalaganna 1994. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur dæmt íslensk stjórnvöld vegna kvótakerfisins.
2. Nýting aflaheimilda með framseljanlegum aflaheimildum er hörmung sem stórskaðað hefur þjóðinna eins og þessi skýrsla sýnir fram á.
3. Brottkast á Íslandsmiðum er í sögulegu hámarki og verðmæti afla sem fer í súginn er hátti 60 milljarðar á ári. Auk þess er tegunda svindl í kvótakerfinu og framhjálöndun gríðarleg.
4. Veiðar íslendinga á makríl í flottroll svara fjórðu fullyrðingu prófessorsins og ætti þetta að nægja. Að færa stjórn fiskveiða undir LÍÚ er eins og við hefðum fært Fjármálaeftirlitið undir stjórn Kaupþings og Exista.
Ég spyr; Er ekki tími til komin að Ragnari Árnasyni verði gefið ævilangt frí frá Háskólanum ?
Almennt góð reynsla af kvótakerfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 764337
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gaman að sjá hvað eigendur moggans eru fljótir að skutla svona þvætting á síður blaðsins,það skildi þó ekki vera að þetta bull hafi verið pantað(maðurinn er jú þekkt málpípa liu) vegna skipunar eins helsta andstæðings kvótakerfisins,Guðjóns Arnars, í endurskoðunarnefnd um sjávarútvegsstefnuna
zappa (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 11:03
Að færa stjórn fiskveiða undir LÍÚ er eins og við hefðum fært Fjármálaeftirlitið undir stjórn Kaupþings og Exista. bíddu, var það ekki eimitt gert??? nema í staðinn fyrir Kaupþing og Exista komi Landsbankinn. Legg til að við notum orðið auðlindaræningjar í staðinn fyrir kvótagreifar.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.9.2009 kl. 11:44
Zappa, ef þú lest færsluna mína við sömu frétt muntu fá meiningu þína staðfesta!
Aðalheiður Ámundadóttir, 1.9.2009 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.