Leita í fréttum mbl.is

Tryggasta leiðin til að halda tekjum af sjávarútvegi í landinu

í nótabátnu

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir fyrningaleiðina tryggustu leiðina til að tryggja að tekjur af íslenskum sjávarútvegi haldist í landinu.

Honum finnst eftirtektarvert að á sama tíma og skipt sé um stjórnendur fyrirtækjum sem eru illa stödd gildi ekki slíkt hið sama um sjávarútvegsfyrirtækin.

Grei53

Þetta kom fram í máli Þórólfs í fyrirlestri hans um yfirfjárbindingu sjávarútvegsins á Þjóðarspegli Háskóla Íslands.

Þórólfur fjallaði um hvernig gjafakvótakerfið hefði gefið eigendum sjávarútvegsfyrirtækja mikið veðrými.

Þeir hefðu nýtt það til að veðsetja eignir sínar, taka lán og fjárfesta í öðrum atvinnugreinum.

Slíkt varla gerst hefðu menn í upphafi þurft að skuldsetja sig til að kaupa kvóta.

FaereyingarBakkafirdi

„Gjafakvótakerfið er uppskrift að óstöðugleika vegna uppblásinna efnahagsreikninga.“

Fyrningaleiðin er að hans mati líklegt til að leysa hluta vandans því hún dragi úr yfirfjárbindingu.

Hún sé einnig tryggasta leiðin til að halda tekjum af sjávarútvegi í landinu.

fermingarkort_stefans_a_alsteins

Þórólfur taldi meira en helmingslíkur að stór hluti þeirra færi í erlenda eigu á næstunni vegna mikillar skuldsetningar þeirra.

Hann sagði að ólíkt stjórnendum og eigendum annarra fyrirtækja sem skulduðu mikið tækju bankarnir sjávarútvegsfyrirtækin hvorki í sína vörslu né skiptu um stjórnendur þar.

Efnahagsreikningar þeirra væru samt „í rúst.“

Heimild: pressan.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband