5.11.2009 | 10:10
Frábær árangur af kvótakerfinu
Þar höfum við það eina ferðina enn !
Sjá hér hvernig Færeyingar tóku skynsamlega á sínum málum.
Slakur árgangur þorsks og ýsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 764246
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, frábær árangur. Þrefalt húrra!
Þórður Már Jónsson, 5.11.2009 kl. 10:17
Enn ein svarta niðurstaðan, eins og er búið að vera hjá Hafró undanfarið, í 26 ár.
Sölvi Arnar Arnórsson, 5.11.2009 kl. 12:52
ertu semsagt að halda því fram að allt væri miklu betra ef Hafró væri að stjórna veiðunum í gegnum dagakerfið? þá væru menn bara að fara á sjó í 10 eða 12 daga miðað við niðurskurð síðustu ára eða eitthvað álíka.
þegar dómarinn í fótbólta leik er fullur, kenniru þá liðunum sem spila og reglunum sem á að fara eftir, um slæma leikstjórn og dómgæslu?
Fannar frá Rifi, 5.11.2009 kl. 13:03
Fannar.
Ég er bara að benda á hversu afleitur árangurinn er af 26 ára markaðsdrifnu kvótakerfi íslendinga í samanburði við kerfið sem frændur okkar og vinir í Færeyjum nota.
Níels A. Ársælsson., 5.11.2009 kl. 13:17
hey hey. árangurinn er sá að við erum með miklu hærra verð en þeir. þeir fella verðin á hverju ári þegar togar þeirra koma að landi með fullfermi allir í einu. nýtingin er miklu betri hjá okkur í dag. þorskur er ekki lengur sendur í bræðslu eins og oft varð hérna í den þegar menn máttu veiða eins og þeir vildu.
hvernig er staðan á stærð Færeyska stofnins? hefur hann vaxið eða eru þeir bara að ralla meira?
hefur ekki hryggningastofnin tvöfaldast á þessum árum þrátt fyrir ógnarstjórn Hafró?
Kvótakerfið er besta stjórntækið til þess að hámarka verðmætasköpun í sjávarútvegi. því ólíkt því sem margir halda, þá er fiskurinn í sjónum verðlaust slor. hann verður ekki að verðmætum fyrr en hann hefur verið seldur. og hæsta verðið fæst í matvælaiðnaði þegar menn eru með góða vöru og tryggann afhentingar tíma allt árið. taktu eftir því. allt árið ekki bara nokkra vertíðarmánuði þegar allir moka upp og fylla markaðin eins og var hérna með tilheyrandi nauðsyn um að fella krónuna svo að landið færi ekki gjaldþrot.
það eina sem afleitt er, eru þær ríkisstofnanir sem stjórna sókninni. hitt er bara smjörklípa frá þeim sem tapað hafa kvótakerfinu.
Fannar frá Rifi, 5.11.2009 kl. 14:44
Ég gef mér það að Fannar sé þjakaður af svínaflensu og sé með óráði....
Hallgrímur Guðmundsson, 5.11.2009 kl. 15:44
Fannar minn.
Ég get ekki séð að neitt af því sem þú ert að halda fram standist neina skoðun.
Sjáðu viðtalið hér við Kaj Leo Johannesen, lögmanni Færeyja.
Íslendingar bræddu í gúanó á þessu og síðast ári um 200 þúsund tonn af makríl en verðmæti hans til manneldis hefðu verið hátt í 70% af ígildi verðmæta í þorski.
Sorrý !
Níels A. Ársælsson., 5.11.2009 kl. 17:38
já Nilli, enda var Makríllinn allur veiddur utan kvóta. bara einn hámarkskvóti og svo óheft sókn. sá veiðir mest fær mest og kapphlaup á miðinn.
þannig að það þýðir lítið að benda á makrílin þínum málfluttning því hann sannar nauðsyn kvótakerfisins og aflamarksreglunnar til þess að hámarka verðmætasköpun í sjávarútvegi.
Fannar frá Rifi, 5.11.2009 kl. 18:20
Þú segir það, Fannar minn. Þorskur fer ekki í bræðslu í dag eins og í gamla daga.
Ég veit ekki betur en þorskúrgangur, bein og slor, fari enn þann dag í dag í bræðslu. Til viðbótar er óhemjumagni af fiski hent í sjóinn ár hvert, langt umfram það sem tíðkaðist fyrir daga kvótakerfisins, sem varla getur talist góð nýting.
Síðan er öll framhjálöndunin kapítuli útaf fyrir sig. Hvernig það fyrirbæri gengur upp, er mörgum hulin ráðgáta. Þessháttar gjörningar hljóta að fara fram í einhverju kolsvörtu neðanjarðarhagkerfi. Það þýðir ekkert að halda því fram að framhjálandanir stórum stíl eigi sér ekki stoð í veruleikanaum, einfaldlega vegna þess að þær eru staðreynd sem fjöldi sjómanna hefur horft uppá þær tilfæringar.
Að halda því fram að kvótakerfið okkar sé besta besta stjórntækið til að hámarka verðmætasköpun í sjávarútvegi, er að sjálfsögðu helber þvættingur, innantómur frasi sem, heilaþvottardeild LÍÚ hefur lagt allt kapp á að innræta fólki. Sannleikurinn er sá að við höfum ekki prófað annað kerfi en þetta einokunarsystem sem við sitjum uppi með og þar af leiðandi getur enginn fullyrt, að þetta kerfi sé besta kerfið. Hinsvegar má leiða líkur að því að aðrar útfærslur væru mun betri.
En það er svo sem ekkert undarlegt þó LÍÚ- klíkan berjist með kjafti og klóm fyrir óbreyttu kerfi í sjávarútvegi til að vernda stórhagsmuni og ránsfeng örfárra einstaklinga á kosnað þjóðarinna, sem á fiskveiðiauðlindina. Og hvað sem hver segir, þá er fólkið í landinu, að undanskildum einhverjum einkennilega innréttuðum sjálfstæðisflokksmönnum, löngu búið fá uppí háls af ránsskap og ófyrirleitni auðstéttarinnar.
Jóhannes Ragnarsson, 5.11.2009 kl. 19:51
Fannar.
Þetta er útúrsnúningur hjá þér af svæstnustu sort.
Makríl á ekki að veiðan nema í hringnót og á króka líkt og gert er í Noregi og víðar.
Setja á lög um þessar veiðar, kælingu aflans og hámarks gæði til löndunar í landvinnslu.
Alægjört bann við vinnslu út í sjó á makríl er nauðsynlegt að setja til að koma í veg fyrir þann skepnuskap sem viðgengist hefur fram að þessu.
Níels A. Ársælsson., 5.11.2009 kl. 20:12
Fannar lestu þetta.
Skotar hafa náð þeim áfanga að frystur makríll frá skoskum fiskvinnslufyrirtækjum er orðinn sambærilegur að gæðum og norski makríllinn.
Ástæðuna má rekja til mikillar uppbyggingar í skoskum uppsjávariðnaði og lausfrystingar á afurðunum í stað plötufrystingar.
Þetta staðhæfir Iain MacSween forstjóri Samtaka skosku sjómannasamtakanna en Skotar ráða yfir um helmingi af breska makrílkvótanum upp á 204 þúsund tonn. Greint er frá þessu á vef Fis.
Japanir eru helstu kaupendur á makríl af háum gæðum en Kínverjar hafa hins vegar keypt mikið af lakari makríl og unnið hann og selt til landa víðs vegar í Asíu.
MacSweeen bendir á að á síðustu árum hafi skoskar útgerðir reynst Norðmönnum hjálplegar með því að landa miklu magni af makríl, sem veiddur er í vesturhluta Norðursjávar, í Noregi en sá fiskur hefur síðan verið seldur sem norskur og í samkeppni við skoska makrílinn.
Hann viðurkennir að norski makríllinn hafi haft gæðaforskot en það sé nú horfið eftir að farið var að lausfrysta makrílinn í stórum stíl í skoskum fiskvinnslufyrirtækjum.
Níels A. Ársælsson., 5.11.2009 kl. 20:18
Og Fannar sjáðu þetta hvernig Norðmenn nýta makrílinn.
Taktu eftir því að skítfiskararnir (togbátar=flottroll) fá einungis úthlutað 6000 tonnum (þá væntanlega sem meðafla í grút).
Hvað segir þetta okkur ?
Meðalstærð makrílsins á bilinu 400-500 grömm.
Makrílkvóti Norðmanna í ár er 191.000 tonn eða 70.000 tonnum hærri en í fyrra.
Kvótanum er skipt þannig að hringnótabátar fá 133.000 tonn, strandveiðibátar 47.000 tonn og togskip 6.000 tonn.
Þetta kemur fram á vef norska síldarsamlagsins.
Níels A. Ársælsson., 5.11.2009 kl. 20:26
"Makríl á ekki að veiðan nema í hringnót og á króka líkt og gert er í Noregi og víðar."
þarna ertu einmitt komin að stjórnun veiða. þetta hefur ekkert að gera með kvótakerfið. kvótakerfið er stjórntæki enn ekki stjórnunin. stjórnunin er algjörlega hjá hafró og fiskistofu. kvótakerfið sjálft stjórnar engu.
að nota flotttroll er ákvörðun um það hvernig stjórna eigi veiðum. hvað eigi að leyfa að nota við veiðar. væri ekki gaman að vera með slík veiðarfæri í dagakerfi Nilli?
kvótakerfið skapar mestu verðmætin. Nilli þú ættir að kynna þér það hvernig kvótakerfið hefur skapað verðmæti austur í kanada (nýju kólumbíu minnir mig). hvernig styrkjakerfi og sukk sjóðir eins og voru hérna hafa alveg laggst af. eins og hérna eftir að kvótakerfið var tekið þar upp.
Kvótakerfið ber af því Íslendingar fá bestu samninga og hæsta verðið. við fáum hærra verð en norðmenn sem koma með sömu gæði, bara útaf því að við getum tryggt afhentingu með mun betri hætti heldur en þeir.
Fannar frá Rifi, 5.11.2009 kl. 22:23
Fannar.
Ég sé þú skilur alveg hvað ég er að fara og ég skil líka mæta vel hver hugsunin á bak við þínar röksemdafærslur eru.
Þá erum við loks að nálgast sjónamið hvers annars um kvótakerfið ef undan er skilið framsalið illræmda að mér sýnist og hverjir eiga að hafa nýtingarréttinn og á hvaða forsendum.
Að vísu á stjórn veiðanna að lúta landhelgislöggjöfinni að mínum dómi þannig að við nýtum þær heimildir sem við höfum þar til takmarkanna.
Níels A. Ársælsson., 5.11.2009 kl. 23:43
Sagði einhver að fiskurinn væri verðlaust slor þar til búið væri að veiða hann. Var hann ekki kominn yfir 4000 krónur kílóið þegar hæst var?
Bjarni Líndal Gestsson, 6.11.2009 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.