16.11.2009 | 11:52
Almennt útboð á uppsjávarkvótum
Nú er lag að hreinsa til í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski.
Íslenzka ríkið ætti hiklaust að bjóða út veiðar á norsk-íslenzka síldarstofninum, loðnu, kolmunna og makríl og gera þannig nýliuðum kleift að hefja veiðar og vinnslu úr þessum stofnum.
Það er þjóðarnauðsyn að slíkt fyrirkomulag verði tekið upp ekki síðar en 1. janúar 2010.
Samningur um norsk-íslensku síldina staðfestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Athugasemdir
á ríkið ekki líka að gera upptækt allt jarðnæði og sveitabýli og landinu og bjóða þau upp? það myndi fást alveg helling af pening með slíku er það ekki?
Fannar frá Rifi, 16.11.2009 kl. 12:33
Fannar.
Þetta er ekkert sambærilegt þó að vísu ríkið sé nú þegar búið að taka stóran huta af þjóðlendum til sín.
Það er engin að tala um að taka skipin af mönnum (ekki frekar en býlin), svo þú veður villu vegar minn kæri vinur.
Níels A. Ársælsson., 16.11.2009 kl. 12:42
Þetta er svona svipað og að taka landið af fólki sem er búið að byggja hús og segja við það að það geti leigt landið eða selt húsið.
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 13:28
Guðmundur.
Þetta er útúrsnúningur og þú ættir að vita betur.
LÖG um stjórn fiskveiða. nr, 116/2006.
Almenn ákvæði.
1. gr.
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.
Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
2. gr.
Til nytjastofna samkvæmt lögum þessum teljast sjávardýr, svo og sjávargróður, sem nytjuð eru og kunna að verða nytjuð í íslenskri fiskveiðilandhelgi og sérlög gilda ekki um.
Til fiskveiðilandhelgi Íslands telst hafsvæðið frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu Íslands eins og hún er skilgreind í lögum nr. 41 1. júní 1979, um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.
Níels A. Ársælsson., 16.11.2009 kl. 13:57
Þetta er rétt hjá þér ef að 90% þeirra sem eiga kvóta í dag hefðu ekki keypt hann af öðrum síðan að kvótakerfið var tekið upp.
Ef ríkisstjórnin ætlar að fyrna kvótan þá verða þeir að gjöra svo vel að láta ekki þá sem keyptu kvóta dýrum dómum sitja eftir í skuldasúpu með gjaldþrot yfirvofandi. Kvótakerfið er ekki þeim fyrirtækjum að kenna og að láta þá gjalda fyrir kvótasölu hjá öðrum er í besta falli siðlaust.
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 14:14
Fyrst piltunum, Fannari og Guðmundi, finnst tilhögun við útdeilingu á aflaheimildum úr sjó vera sambærilegt við að gera jarðnæði og sveitabýli upptæk, er ekki úr vegi að minna á fjöldinn allur af fyrrverandi bújörðum eru komin í eigu fólks sem aldrei kemur til með að stunda landbúnað á þessum jörðum. Ég myndi ekki gera athugasemdir við, þótt stjórnvöld gerðu jarðir þessara kúlulánabísa upptækar og kæmu þeim í hendur fólki sem hefði áhuga á að stunda matvælaframleiðslu. Það kæmi mér ekki á óvart, að ríkið leysti þessi býli til sín vegna skorts á rými til landbúnaðar.
Jóhannes Ragnarsson, 16.11.2009 kl. 14:15
Munirinn er sá að mínu mati Jóhannes að þeir sem kaupa kvóta ætla að öllum líkindum að nota hann á meðan að þeir sem voru með kúlulánafjárfestingar á býlum og eyðibýlum voru í mjög mörgum tilvikum ekki að fara að yrkja landið.
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 14:22
Annars ef þú lest það sem ég skrifa Jóhannes þá er ég ekki sammála Fannri með hans myndlíkingu og tek töluvert öðruvísi pól í hæðina.
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 14:23
Guðmundur.
Vertu ekki með þetta kjaftæði.
Þeir keyptu fyrir það fyrsta aldrei neitt þar sem þetta var allt tekið að láni og nú situr þjóðin eftir með skuldirnar í fanginu og óbornar kynslóðir skulu borga.
Siðleysið er fyrst og fremst fólgið í því að ekki skuli vera búið nú þegar að taka af þeim kvótanna flestum.
Níels A. Ársælsson., 16.11.2009 kl. 14:24
Jæja. Þú um það. Ef þú treystir þér til að alhæfa um öll kvótakaup frá 1990 þá verðum við bara ósammála. Kvótinn er ekki = Icesave.
En þú vilt greinilega meina að allir útgerðarmenn séu skrattinn sjálfur.
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 14:28
staðar sjávarútvegsins er bara mjög góð. það er ekki sjávarútveginum að kenna að hér fór þjóðfélagið á hliðina. veðsettnig og skuldir í sjávarútvegi sem atvinnugrein er gríðarlega lítil og miklu minni en hjá öllum öðrum atvinnugreinum og í raun líka heimilum landsins.
skuldirnar munu leggjast á íslendinga ef þínar hugmyndir verða að veruleika. því fá falla þær á nýju bankanna. þeir fara í gjaldþrot og allir tapa öllum eigum sínum. ríkið hefur ekki lengur efni á því að leggja inn nýtt eigin fé. þannig að um leið og banki fer í þrot þá innkallar hann öll útistandandi útlán. hjá hverjum liggja þau? almenningi. þannig að hættu þessum kjána skap og spáðu í þessu.
lausnin er að auka aflaheimildir því þá lækka þær í verði og fleiri geta fleiri skip haldið til veiða. allt annað er bara ávísun á glundroða, óvissu slæmann rekstur í greininni sem hræðir frá bestu kaupendurna á íslensku fiskmeti.
því það skiptir engu máli Nilli hvað þú kemur með mörg tonn að landi. fiskurinn er verðlaus þangað til hann hefur verið seldur úr landi.
Fannar frá Rifi, 16.11.2009 kl. 14:41
Það er eins og þeim drengjum sé fyrirmunað að skilja, að ríkið úthlutar ár hvert veiðiheimildum, endurgjaldslaust. Kaup og sölur útgerðarmanna innbyrðis á aflaheimildum skapar engann eignarrétt, enda á þjóðin fiskveiðiauðlindina, þ.e.a.s. fólkið í landinu.
Og þó að útgerðarmenn hafi á sínum tíma getað farið að veðsetja aflaheimildirnar, skapaði það þeim engann eignarétt heldur. Hinsvegar má aðveldlega flokka þá veðsetningu undir glæpastarfsemi og aðför að raunverulegum eigendum auðlindanna í hafinu.
Þá eru ýmsir mætir hagspekingar á því, að kvótakerfið, með öllum sínum veðsetningum og braski, eigi stóran hlut að efnahagshruninu. Sé það rétt, verður að líta þannig á, að LÍÚ-aðallinn sé ábyrgðarlaust fólk og hafi þar með fyrirgert rétti sínum til að stunda rekstur, sem heyrir undir ráðuneyti sjávarútvegsmála.
Jóhannes Ragnarsson, 16.11.2009 kl. 15:06
Jóhannes, þér er fyrirmunað að skilja að aflahlutdeilt er föst frá ári til árs. heildar aflin er svo breytilegur. þú kannski vilt ekki vita þetta?
Fannar frá Rifi, 16.11.2009 kl. 16:02
Af orðum þínum,nú og áður má skilja,að þú sért handhafi af veiðiheimildum.Þinn akkur sé að,þú fáir óáreittur,að leiga þinn kvóta.Spyr,sem ekki veit.Og auknar heimildir,verði til að þú getir leigt þær á lægra verði.
Níels.Þú lætur það í veðri vaka,að rányrkja við síldveiðar hafi eytt stofnum í Hvalfriði,Grundarfirði og núna við Stykkishólm.Síldin hefur sporð og syndir,eins og t.d.Hvalfirði,þá var það hvalavöður,sem ráku síldina inn í Hvalfjörð.Annað dæmi er það til sönnunnar var í fyrra að síldin,sem kom inn í Hafnarfjarðarhöfn komst ekki út vegna þess að hvalavaða beið fyrir utan,því sneri hún við.
Hvað Grundarfjörð snertir er það víst,að síldin þar færði sig til og innar í Breiðafjörðinn, úti fyrir Stykkishólm,af tveimur orsökum,áreytni veiðskipana og fæðisleit.
Hitt er annað mál,þá tel ég,að ef heimamenn þessara nálægu bæja,vildu fá síld til vinnslu,ættu þau að hafa forgang um það.Það má flytja síldina frá veiðiskipinu,með öðrum bátum,þar sem að síldin yrði dæld frá veiðskipi,eða flytja hana lifandi í nótalásum.(Sú aðferð var viðhöfð á árunum 1968-1969.þá voru áhafnir veiðiskipa að salta um borð.Pabbi þinn kannast vi það.)Þetta væri gerlegt vegna hvessu nálægt er verið að veiða.
Ingvi Rúnar Einarsson, 16.11.2009 kl. 16:22
Það sem þú kallar ,,aflahlutdeild" Fannar, skapar útgerðum ekki eignarétt á einu eða neinu. Það er t.d. ekki sjálfgefið, að verði hámarksafli aukinn, t.d. í þorski og ýsu, að aukningin renni sjálfkrafa eftir einhverri aflahlutdeildarformúlu til útgerða. Þannig er það nú bara.
Jóhannes Ragnarsson, 16.11.2009 kl. 18:17
en það er sjálfgefið að ef það er skerðing þá fái þeir skerðinguna Jóhannes?
þeir sem stunda útgerð í dag hafa keypt nánast allan sinn kvóta og tekið lán fyrir kaupunum. Jóhannes og Nilli þið ættuð kannski að taka ykkur saman og skoða hvað starfandi útgerðir höfðu mikinn kvóta til umráðar árið 1984 og hversu mörg tonn eru eftir af því? tonnið síðan 1986 er bara rétt 400 kíló í dag svona til að gefa ykkur hint.
Fannar frá Rifi, 19.11.2009 kl. 18:17
Það eru gífurleg meðmæli með kvótakerfinu, að 1000 kg. skuli hafa skroppið saman í 400 kg. á 25 árum.
Það er ekkert sjálfgefið þegar úthlutun á veiðheimildum, úr sameiginlegri fiskveiðiauðlind þjóðarinnar, á í hlut.
Og það er í raun ótrúleg spilling, að peningastofnanir hafi lánað mönnum fyrir svokölluðum kvótakaupum. Að kaupa, selja og leigja óveiddan fisk, sem svo sannarlega er eign þjóðarinnar, er sérlega ófyrirleitin ósvífni; kerfisbundinn þjófnaður með vitund og velþóknun stjórnvalda.
Jóhannes Ragnarsson, 19.11.2009 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.