16.11.2009 | 14:35
Ráðherra ætti að stöðva þessar ofbeldisfullu veiðar tafarlaust
Hvaða vitglóra er í því að þessir grútaprammar liggi upp við túngarða Hólmra og ausi upp síld í þúsunda tonna tali á meðan heimamenn geta ekki rönd við reist.
Hafa menn gleymt útrýmingu síldarinnar í Hvalfirði 1948, Mjóafirði 1988 og Grundarfirði 2007 ?
Þennan skepnuskap neyðast íbúar við Breiðafjörð að horfa uppá og mega ekki snerta síldina sjálfir þar sem hún er pólitískt eyrnarmerkt LÍÚ.
Nær væri að leyfa heimamönnum að veiða þessa síld og vinna hana í sjávarþorpunum við Breiðafjörð.
Síldin erfið viðureignar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er eiginlega spurning hvort að það ætti að vera stunduð útgerð á loðnu, síld, rækju og gulldeplu. ég er ekkert viss um að sókn í þessa stofna sé okkur til hagsbóta.
ég lýt á þetta eins og tún upp í sveit. það er afskaplega lélegt sem húsdýrin fá sem send eru á beit á nýslegnu túni.
Fannar frá Rifi, 16.11.2009 kl. 14:55
Loðnu og gulldeplu ætti ekki að veiða að mínu áliti enda hafa afleiðingarnar ekki látið á sér standa.
Síldveiðar ætti aldrei að leyfa nema að takmörkuðu leyti í hringnót á bátum undir 45 metrum sem hafa kælitanka um borð og veiða til landvinnslu.
Rækjuveiðar eiga rétt á sér í sóknarmarki en þó árstíðabundið vegna lífræðilegra þátta rækjustofnsins.
Níels A. Ársælsson., 16.11.2009 kl. 15:11
15.11.2009
Mótmæli: Samstöðu fundur kl 12:00 þriðjudag...
Nýtt Ísland boðar til mótmæla og samstöðu fundar kl 12:00 n.k. þriðjudag fyrir framan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu.
Við mótmælum vilja og aðgerðarleysi ríkisstjórnar í garð heimilanna í landinu sem eru að verða fyrir þeirri mestu kjaraskerðingu sem um getur. Kjaraskerðing í formi hækkunar lána og eignabruna.
Bankarnir taka yfir húsnæðislán með 44% afföllum, en ekkert er í boði fyrir hinn almenna nema að lengja í lánum.
Verðtrygging afnumin strax. Það tók ríkisstjórnina ekki nema 15 mínútur að tryggja fjármagnseigendur í bankahruninu og því er krafan sú sama hjá heimilunum í landinu, að þeim verði bjargað strax.
Við krefjumst þess að öll húsnæðislán verði færð til ármóta 2007-2008.
Lántakendur nú stöndum við saman, þannig náum við réttlætinu fram. Mætum og stöndum saman.
Sveinbjörn Ragnar Árnason, 16.11.2009 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.