3.12.2009 | 12:03
Friðun loðnustofnsins lífsnauðsynleg
Loðnuveiðar ætti einungis að leyfa á vetravertíð til manneldis og hroggnatöku.
Ekki ætti að vera heimilt að veiða loðnu austan línu sem dregin verði réttvísandi í suður frá Dyrhóley og norðan línu sem dregin verði réttvísandi í vestur frá Garðskaga.
Upphafskvóti kemur ekki til greina fyrr en loðnan gengur vestur fyrir Dyrhóley að undangengnum mælingum.
LÍÚ væddar loðnuveiðar eru glæpur gagnvart öllu lífríki hafsins og fólkinu í sjávarbyggðunum.
Lífríki hafsins þarf nauðsynlega á loðnunni að halda en hún er ekki til handa gráðugum ofstækismönnum gjaldþrota brotajárns og tortýminga útgerða.
Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað.
Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.
Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins á Breiðafirði. Hörpudiskurinn hafði ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrundi.
Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.
Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.
Loðnan að hverfa vegna hlýnunar sjávar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 764253
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Níels!
Þessar tillögur þínar eru skynsamlegar, jafnvel séðar með augum bóndans! Hversu duglegur ertu að koma þeim á framfæri við þá sem með málin fara! Hefurðu sent þær til Jóns Bjarnas. sjávarútvegsráðherra og e.t.v. HAFRÓ. Ef loðnan er á fæðulista Þoksins er þá Gulldeplan ekki þar líka svo ekki ætti að veiða of mikið af henni.!
En það e engu að treysta með að ráðherra lesi einstök blogg en E-mailin sín les hann, það veit ég.
Þakka svo ágæt skrif ekki síður þau fræðandi
Kveðja,
Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson, 3.12.2009 kl. 13:20
Líklega nokkuð til í þessu hjá þér....
Ómar Bjarki Smárason, 3.12.2009 kl. 22:19
Smá viðbót til upplýsingar:
Það voru þeir á Keldum sem föttuðu hvað var að eftir að Hafró hafði vaðið reyk, vissi ekkert og friðaði skelina, vitlausasta sem hægt var að gera í stöðunni:
bb.is | 24.04.2007 | 08:49
Sníkjudýr orsök hruns hörpuskeljastofnsins í Breiðafirði
Rannsóknir á hörpuskeljastofninum í Breiðafirði benda til að sníkjudýrasýking sé orsökin fyrir hruni stofnsins. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Hörpuskeljastofninn hefur ekki náð sér á strik í fjölmörg ár, en á árunum 1996-2000 var hörpudiskaflinn í Breiðafirði um 8500 tonn að jafnaði. Fyrstu rannsóknir á orsökum hrunsins bentu til að sjávarhita væri um að kenna, en rannsóknir nú benda til að hækkun sjávarhita sé ekki áhrifaþáttur í sýkingunni, þar sem sýking er meiri á vorin þegar sjávarkuldi er mestur. Árni Kristmundsson, líffræðingur á Tilraunastöðinni á Keldum, sagði í samtali við Skessuhorn, að um tvær tegundir einfruma sníkjudýra væri að ræða, svokölluð hnýsidýr eða coccidia. „Önnur tegundin sýkir hjartaþelsfrumur og húðar hjartað að innan, en hún virðist ekki valda neinum skemmdum. Hin tegundin sýkir hins vegar blóðfrumurnar og berst með þeim í vöðva og þar virðist hún seyta einhverskonar eitri eða prótíneyðandi ensímum inn í vöðvann og drepa vöðvafrumurnar,“ segir Árni.
Jón Kristjánsson, 4.12.2009 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.