15.12.2009 | 16:23
Allan fisk á uppboð innanlands
Lögfesta á vigtun og uppboð á öllum fiski innanlands áður en hann er settur í gáma.
Með því móti þyrfti ekki að koma til neitt álag á útflutninginn og allar fiskvinnslur og útflytjendur sætu við sama borð.
Gríðarlegu magni af fiski er stolið undan í útflutningi með gámum auk þess sem tegundasvindl er mjög umfangsmikið.
Um er að ræða svindl upp á þúsundir tonna árlega.
35 sagt upp hjá fiskverkunarfyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Vilt þú að sjávarbyggðunum verði skilað aftur nýtingaréttinum á fiskimiðunum ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 763845
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Níels alveg sammála þér með þetta.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.12.2009 kl. 16:34
Á tímum gríðarlegs atvinnuleysis og byggðaröskunar er það óskiljanlegt að kvótagreifunum sé leyft að flytja út atvinnu fólks að ég tali ekki um virðisaukann sem tapast.
Svindlið skiptir tugum þúsunda tonna Níels, ekki þúsundum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.12.2009 kl. 16:47
Hvernig stendur eiginleg á því að svonalagað hefur fengið að viðgangast árum saman?
Jóhannes Ragnarsson, 15.12.2009 kl. 16:49
mikið var að það heyrðist í þér gamli "ven"
Jón Snæbjörnsson, 15.12.2009 kl. 16:55
Glæpasamtök LÍÚ ráða þessu eins og öllu öðru sem þeir vilja ráða.
Svo hafa þeir Fiskistofu í vasanum, hafnarstjórana, bæjarstjórana, lögregluna og sýslumenn.
Níels A. Ársælsson., 15.12.2009 kl. 16:57
Í gamla daga var flugum og öðrum skordýrum eytt með því að úða yfir þær efni sem lagði þær að velli á augabragði. Ætli sé engin sambærileg aðferð til, sem virkar með samsavarandi hætti á mafíugengi?
Jóhannes Ragnarsson, 15.12.2009 kl. 17:10
Á maður að trúa því að kommarnir ætli að leggjast á hnén fyrir LÍÚ ? Þetta er bara að gerast, maður á bara ekki orð. Af hverju dregur Ráðherrann í land með að láta vigta fiskin áður en hann fer í gáminn? Það vantar skýringar, af hverju hætti hann við þetta? Menn hafa nú verið kærðir til lögreglu fyrir að vigta ekki rétt við venjulega löndun. Hvernig vita menn að það sé ekki verið að svindla þegar ekki er hægt að skoða aflann vegna þess að hann fer beint í gám? Hvernig geta eftirlitsmenn borið saman afladagbók frá skipi og vigtartölur hafnarvog ef sett er beint í gám? Augljóslega ekki, þetta er bara RUGL.
Bjarni Kjartansson, 15.12.2009 kl. 21:10
Óunninn fiskur á ekki að fara úr landi, og síst af öllu óvigtaður.
Ef menn vilja selja ferskan fisk úr landi, ætti í það minnsta að flaka hann og snyrta áður. Frum vinnan helst þá hér á landi.
Bjarni Líndal Gestsson, 16.12.2009 kl. 16:15
Ja hérna Nilli, duttu nú allar dauðar lýs úr höfði mér. Ég vissi fyrir að þú værir skrítinn en svona skrítinn! Maður lifandi!!
Þið eruð eins og sértrúarsöfnuður sem sjáið trúlausa í hverju horni.
Þetta eru ekkert annað en dylgjur á sjómenn, útgerðarmenn og opinbera starfsmenn. Þessu verður þú að færa rök fyrir og sannanir ekki bara eitthvað raus út í loftið og gífuryrði.
Ég fullyrði að hér í Eyjum er ekki neitt einasta svindl í gangi, við fylgjumst það vel með og vitum nákvæmlega hvað við erum að fiska og hvað kemur út úr gámunum ytra. Svo ef þú hefðir fyrir því að kynna þér vigtarmálin erlendis þá myndir þú fljótlega gagnrýna vigtunina hér á landi. Vigtin t.d. í Hull er miklu fullkomnari en hér, þar er hver einasti fiskur vigtaður ekki bara eitthvert slembiúrtak.
Oft hefur komið upp sú staða að meira hefur komið uppúr körunum úti en hér heima,þannig kallinn minn, kynna sér málin ekki bara búa til samsæriskenningar og bulla út í eitt með engum rökum.
Sjómenn hafa engan hag af því að vigtin sé minni úti enda er fylgst vel með því á okkar vígstöðvum.
Hér í Eyjum er bullandi vinna í ölllum stöðvum og restina setjum við á markað eða flytjum út. Ef þið viljið þennan fisk verðið þið að vera samkeppnishæfir í verði.
Þessi mál á að leysa með því að leyfa Germönunum og Tjöllunum að bjóða í fiskinn hér í fullri samkeppni við okkur. Og auðvitað allan fisk á markað, fyrir því hafa sjómannasamtökin barist í áraraðir.
Valmundur Valmundsson, 22.12.2009 kl. 08:57
Sæll Valmundur og takk fyrir innlitið og athugasemdina.
Því miður er þetta nú bara staðreynd með svindlið.
Það er flutt gríðarlegt magn út af svörtum fiski í gámum og tegundasvindl er mjög mikið.
Ég er ekkert að sakast við sjómenn á einstaka skipum enda ættir þú að vita manna best hver staða þeirra er.
Fiskistofa veit um þetta, hafnaryfirvöld vita þetta, lögreglan veit þetta og almenningur í sjávarþorpunum veit þetta.
Þú veist þetta líka Valmundur og ef þú villt sannanir þá endilega farðu fram á opinbera ransókn á þessu.
Níels A. Ársælsson., 22.12.2009 kl. 09:35
Sönnunarbyrðin er hjá þeim sem saka, ekki hjá þeim sem eru grunaðir, þannig Níels, verður þú að sanna þitt mál!
Helgi Þór Gunnarsson, 22.12.2009 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.