23.12.2009 | 12:05
Stór skata og tindaskata (lóðskata eða tindabykkja )
Stór skatan hin eina og sanna getur orðið feiknastór, segir sagan að veiðst hafi skötur sem verið hafa yfir 2 metrar á breidd, og þá um og yfir 3 metrar á lengd.
Eins og flestar aðrar skötur er þessi tegund ljós á kvið, en dökkbrún eða móleit að ofan nokkurnveginn ómynstruð og einlit.Hún ber mun færri gadda en frænka hennar Tindabykkjan, gaddar skötunnar eru nær eingöngu á hala hennar þeir stærstu í beinni röð eftir miðju efra borði halans.
Fullorðnar skötur eru rándýr sem leggjast á ýmsa aðra fiska en ungar skötur þurfa sjálfsagt að láta sér nægja smærri dýr og orma af mismunandi tagi. Skötur hafa lengi verið á borðum íslendinga, og hefur vestfirska þorláksmessuskatan náð að festa sig í sessi um land allt þó sennilega sé stöðugt minna etið af skötu aðra daga ársins.
Tindaskatan (vestfizka heitið er; lóðskata eða tindabykkja) er einna algengust þeirra fjölmörgu skötutegunda sem fundist hafa á íslandsmiðum.Tindaskatan er oft kölluð tindabykkja og ber hún nöfn sín með réttu, því á efri hlið er hún alsett göddum stórum og smáum, þeir stærstu eru á hala, miðju baki og umhverfis augun.
Tindaskatan verður ekki stór miðað við margar skötutegundir en hún getur þó stundum slagað hátt í metra að lengd.Kviðurinn er ljós en á baki er hún móleit og nokkuð breytileg.
![]() |
Skötuilmur á Baldursgötunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 765749
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.