Leita í fréttum mbl.is

Stór skata og tindaskata (lóðskata eða tindabykkja )

stórskata

Stór skatan hin eina og sanna getur orðið feiknastór, segir sagan að veiðst hafi skötur sem verið hafa yfir 2 metrar á breidd, og þá um og yfir 3 metrar á lengd.

Eins og flestar aðrar skötur er þessi tegund ljós á kvið, en dökkbrún eða móleit að ofan nokkurnveginn ómynstruð og einlit.Hún ber mun færri gadda en frænka hennar Tindabykkjan, gaddar skötunnar eru nær eingöngu á hala hennar þeir stærstu í beinni röð eftir miðju efra borði halans.

Fullorðnar skötur eru rándýr sem leggjast á ýmsa aðra fiska en ungar skötur þurfa sjálfsagt að láta sér nægja smærri dýr og orma af mismunandi tagi. Skötur hafa lengi verið á borðum íslendinga, og hefur vestfirska þorláksmessuskatan náð að festa sig í sessi um land allt þó sennilega sé stöðugt minna etið af skötu aðra daga ársins.

tindaskata

Tindaskatan (vestfizka heitið er; lóðskata eða tindabykkja) er einna algengust þeirra fjölmörgu skötutegunda sem fundist hafa á íslandsmiðum.Tindaskatan er oft kölluð tindabykkja og ber hún nöfn sín með réttu, því á efri hlið er hún alsett göddum stórum og smáum, þeir stærstu eru á hala, miðju baki og umhverfis augun.

Tindaskatan verður ekki stór miðað við margar skötutegundir en hún getur þó stundum slagað hátt í metra að lengd.Kviðurinn er ljós en á baki er hún móleit og nokkuð breytileg.


mbl.is Skötuilmur á Baldursgötunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband