Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir það vera mjög jákvætt ef ESB nær að bæta fiskveiðistjórnun með heildstæðum hætti. "Það myndi hjálpa okkur ef orðspor sjávarútvegs í heild myndi batna. Það má taka sem dæmi að þegar verið er að hvetja fólk til að kaupa ekki þorsk er það að stórum hluta vegna ástandsins á þorskstofninum í Norðursjó. Við verðum fyrir tjóni þess vegna."
Friðrik segir að ESB reyni með reglulegu millibili að endurskoða sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna en það hafi jafnan skilað litlum árangri.
Tilv; visir.is