Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Afskiptasemi er þetta

Hvað er LÍÚ að skipta sér af því sem þeim kemur ekki við ? Held að LÍÚ ætti frekar að leggja til við ráðherra algjört bann við flottrollsveiðum innan lögsögunar og friðun loðnunnar !

Já, og bæta síðan við neðanmáls smá klausu um að vinnsluskipum verði vísað út fyrir 200 sjómílurnar í eitt skipti fyrir öll.

Eins og Cato hinn gamli hefði líklega sagt; "Auk þess legg ég til að Samherja hf, verði eytt".


mbl.is LÍÚ leggur til 155-160 þúsund tonna aflamark í þorski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlíðin mín fríða

fjöruferð 064Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástar-augu
ungur réð ég festa,
blómmóðir besta.

Höfundur: Jón Thoroddsen.


Þat mælti mín móðir

Upprunalega, þegar Norðmenn og Íslendingar fóru að nota ritmál, var orðið víkingur notað um norræna karlmenn sem fóru í ránsferðir á skipum.

Í sögu Egils Skallagrímssonar segir frá því að sex ára gamall drap hann tíu eða ellefu ára gamlan strák.

Móðir Egils brást þannig við að hún „kvað Egil vera víkingsefni ok kvað þat mundu fyrir liggja, þegar hann hefði aldr til, að honum væri fengin herskip.“ Um þetta orti Egill:

Þat mælti mín móðir,
at mér skyldi kaupa
fley ok fagrar árar,
fara á brott með víkingum.

 


mbl.is Danskt víkingaskip heldur af stað til Írlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búrhvalur

burhvalur_060203Búrhvalir (Physeter macrocephalus) hafa verið mikið veiddir á síðastliðnum öldum, fyrst og fremst vegna lýsis.

Hægt er að skipta veiðum á búrhvölum í tvö tímabil. Hið fyrra hófst snemma á 18. öld og náði hámarki um 1830.

Seinna tímabilið hófst á 3. áratug síðustu aldar og náði hámarki á þeim 7.

Var þá beitt nútímaaðferðum með stórvirkum hvalveiðiskipum. Þegar tölur eru skoðaðar yfir fjölda veiddra dýra, er ljóst að margfalt meiri afköst voru á seinna tímabilinu og náðu veiðarnar vel yfir 20 þúsund dýr á ári, í nokkur ár.

 


mbl.is Búrhvalshræ dregið út í skerjagarð á fjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villta sauðféð í Tálknanum

fjöruferð 008

Hér eru synir mínir Styrmir og Guðmundur með fjallið Tálkna í baksýn baðað í kvöldsólinni. Við skruppum í fjöruferð út að Sellátrum í Tálknafirði undir miðnættið í gær. Fjallið Tálkni dregur nafn sitt af landnámsmanninum norska "Þorbirni tálkna" en han nam Patreksfjörð hálfan og Tálknafjörð allan ásamt bróður sínum "Þorbirni skúma" en þeir voru synir "Böðvars blöðruskalla".

Í klettótum fjallshlíðum Tálkna gengur sauðfé villt allt árið og hefur gert í marga áratugi. Fer tvennum sögum af fjölda þeirra kinda sem þar lifa en flestir eru á því að þær skipti tugum en sumir halda því fram að þær séu á annað hundrað.

Ýmsir sjálfskipaðir postular varna gegn riðuveiki hafa lagst í hernað gegn þessu einstaka sauðfé og reynt allt hvað af tekur til að útrýma því með öllum tiltækum ráðum, en ætíð þurft að láta í minni pokann. Frægasta atlagan sem gerð var að fénu var þegar sýslumaðurinn á Patreksfirði fékk til liðs við sig þyrlu Landhelgisgæslunar ásamt Víkingasveitinni vestur.

Upphófst þá gríðarleg skothríð frá Víkingasveitinni út um dyr þyrnunnar sem flaug fram og aftur um hlíðar fjallsins. Sögur herma að ekki ein einasta kind hafi orðið fyrir skoti og flúðu sérsveitarmenn með skottið á milli lappanna suður í 101 Reykjavík.

Sauðféð í Tálkna lifir góðu lífi og fjölgar sér jafnt og þétt þrátt fyrir harðar atlögur að því annað veifið. Mun þetta vera einsdæmi í öllum heiminum um viltar sauðkindur. Ég legg til að stofn þessi verði alfriðaður sem allra fyrst landi og þjóð til heilla.


Á skáldatali

fjöruferð 082Hér er hann vinur okkar "Nonni" (Guðbrandur Jón Herbertsson). "Sameign allra landsmanna".

Hann kom eins og venjulega í kaffi út að Skógum í veðurblíðunni en í þetta skiptið var hann svo heppinn að "skáldið úr Vík" var á línunni.

Nonni og skáldið eru ævivinir og kættist hann mjög við að heyra í sínum gamla skips kamerad eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband