Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
25.5.2008 | 14:02
Stórlúða grandar fiskibát
Sá furðulegi atburður átti sér stað undan Snæfellsjökli að stórlúða grandaði fiskibáti. Sex manna áhöfn var um borð í bátnum sem réri til fiskjar frá Hellnum undir Jökli.
Lágu þeir fyrir stjóra er einn hásetinn setti í drátt svo stóran, að hann gat ekki með nokkru móti hreyft hann úr stað. Skyndilega létti svo á færinu að naumast hafðist undan að draga slakann.
Áður en varði kastaðist upp úr sjónum feikna stór lúða og inn í bátinn stjórborðsmegin, yfir hann og út úr honum bakborðsmegin. Við þessi ósköp hvoldi bátnum og drukknuðu við það fjórir menn, en tveir komust á kjöl.
Var mönnunum tveimur bjargað um borð í annan bát sem þar var nærri. Daginn eftir var bátsins vitjað og var hann þá enn fastur við stjórann og lúðan dauð á önglinum.
Elstu menn höfðu aldrei séð aðra eins lúðu og var henni skipt upp á milli fátæklinga undir Jökli.
Anno 1838.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 13:45
Hood sökkt vestur af Íslandi
Þann 24. mai 1941, sökkti þýska beitiskipið Bismarck einu stærsta herskipi heims, breska beitiskipinu Hood, sem fáum dögum áður hafði farið frá Hvalfirði þegar það mætti örlögum sínum 250 sjómílum vestur af Reykjanesi. Með Hood fórust 1418 breskir sjóliðar, en einungis þrír komust af og voru þeir fluttir til Reykjavíkur. Bismarck var skotið í kaf vestur af Bretlandi þremur sólarhringum síðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2008 | 17:56
Fræða - Gísli iðrast
Hin kunni Fræða-Gísli, lét ekki segjast við þá bannfæringu sem hann hlaut í hitteðfyrra, var dreginn fyrir prestastefnu á alþingi fyrir stuttu.
Hákon Hannesson sýslumaður Rangæinga flutti Fræða-Gísla nauðugan til Öxarár til hann mætti þar svara til saka. Þegar Gísli stóð fyrir framan prestanna, þá féll hann á kné og iðraðist gjörða sinna sáran.
Gísli mælti: "Ég bið guð og menn að fyrirgefa mér." Kenni og helgidómurinn réð sér vart fyrir kæti yfir iðrun þessa þverbrotna syndara og var Gísla skipað að standa aflausn og leysast úr banni í dómkirkjunni í Skálholti í sumar.
Frægt varð þegar Fræða-Gísli, bóndi á Rauðalæk, var bannfærður á sínum tíma fyrir þær sakir að hafa neitað að ganga til altaris í nærfellt tuttugu ár. Enginn maður hafði þá verið bannfærður hér á landi vel á annað hundrað ár.
Var þessari nýlunda miðlungi vel rómuð af almenningi, en þykir nú eftir iðrun Gísla hafa haft frábær og tilætluð áhrif.
Anno 1723.
20.5.2008 | 10:00
Ljótt er það !
Frá því um áramót 2006 / 2007, hafa neðangreindar tölulegar og sögulegar staðreyndir átt sér stað !
1. 30% niðurskurður í þorskveiðum.
2. 70% niðurskurður í loðnuveiðum.
3. 120% hækkun á verði olíu.
4. 30% fall krónunnar.
5. 175% hækkun á vöxtum.
6. Álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
7. Verð á aflaheimildum nánast í frjálsu falli og ekki vitað enn hvort þær séu nokkurs virði.
8. Samningar sjómanna lausir 31.05.2008.
9. Skammtímafjármögnun í endurfjármögnun lána útgerða, 175% hækkun á fjármagnsliðum.
10. Meðalaldur íslenzkra fiskiskipa 25 ár. (stór hluti verðlaus vegna alþjóðlegra krafna um mengunarvarnir)
![]() |
Eigið fé sjávarútvegsins 97 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 22:40
Hvenær verða þorskveiðar fiskiskipa alvarleg aðför
....að veiðum þýzkra sjóstangaveiðimanna ?
Nú er svo komið að íslenzkir smábátasjómenn geta ekki róið til þorskveiða vegna harðrar samkeppni um leigukvót við ferðaþjónustufyrirtækin !
Ísland þúsund ár !
![]() |
Alvarleg aðför að hvalaskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2008 | 16:43
Tilgangslaust dráp á kjúklingum ?
Og ætli blessuð börnin haldi að kjúllinn vaxi á trjánum ? Dæmi svo hrefnuveiðar hver fyrir sig !
![]() |
Hrefnuveiðar tilgangslausar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 12:19
Ekki að undra
...........enda virðist vera sem bankarnir noti alla lausa peninga til að kaupa hlutabréf í sjálfum sér og skyldum félögum í staðin fyrir að lána almenningi og einkafyrirtækjum.
Fyrir afganginn kaupa þeir hver í öðrum og lýðurinn er látinn sitja á hakanum.
Ætlar Geir H. Harde að bæta um betur og afnema afskipti ríkissjóðs af Íbúðarlánasjóði til að gulltryggja óheftan okuraðgang bankana að almenningi ?
Ein spurning að lokum:
Inn á hvaða reikninga eru lífeyrisgreiðslur lansmanna borgaðar mánaðarlega og hvernig hefur þeim fjármunum verið ráðstafað frá síðustu áramótum ?
Ísland þúsund ár !
![]() |
Útlán of lítil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 11:10
Tálknafjörður - Ljósmyndir
17.5.2008 | 11:33
Exxon Valdez oil spill disaster
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 764912
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar