Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008

HB-Granda úr vör

Braska í mörgu kvóta blćkur

brögđum hlađa knör

frá ţeim rennur lyga lćkur

HB-Granda úr vör.


mbl.is Sakar HB Granda um fantaskap
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

O, jćja, hróin mín og hróin mín

Jörundur í Hrísey átti skip ţađ er hét Hermóđur. Lét Jörundur smíđa ţennan opna dall og hélt honum út í margar vertíđar til hákarlaveiđa frá Grenivík, en Jörundur átti ţá heimilisfang í Höfđahverfi.

Jörundur aflađi manna mest og hirti mikinn hákarl, enda dró hann til sín í skiprúm valda hákarlamenn, á međan hann var formađur. Áriđ 1874 lét Jörundur breyta Hermóđi sínum, lét hann ţá smíđa hann upp og gera hann ađ ţilskipi.

Bar ţá viđ ađ á útmánuđum, ađ mörg hákarlaskip silgdu út af Eyjafirđi, og tóku ţau stefnuna vestur og fram á Skagagrunn. Getur nú ekki um ferđ ţessara skipa ađ öđru leyti en ţví, ađ ţau lögđust öll viđ hákarl hingađ og ţangađ á grunninu.

Bar nú ekkert til tíđinda fyrr en allt í einu, ađ veđur tók ađ breytast og gengur hann ađ međ öskrandi stórhríđ og mikiđ veđur. Sáu ţá hákarlamenn sér ekki annađ fćrt en losa um stjóra og leita til lands í hríđinni. Lögđu menn skipin "viđ í garđinn", - upp á Siglufjörđ og inn á Eyjafjörđ - allir nema Jörundur.

" O, jćja, hróin mín og hróin mín", sagđi hann ţegar búiđ var ađ vinda inn stjórafćriđ og útbúa Hermóđ til ferđar í hríđinni. O, já hróin mín - o - ţađ er bezt ađ viđ snúum rassinum í veđriđ. Međ ţessu átti hann viđ ađ hann slćgi skipi sínu undan veđrinu, og hélt hann alla leiđ vestur fyrir Hornstrandir, og svo inn á Ísafjörđ. Urđu allir hásetar Jörundar forviđa yfir ţessu uppátćki svo snemma vetrar.

Liggur Jörundur nú inni á Ísafirđi í marga daga og skipar ţar í land ţeirri lifur, sem hann var búinn ađ fá. Fréttir hann ekkert til hinna hákarlaskipanna í langan tíma; og rekur nú hafís upp ađ Horni og fyllir allan Húnaflóa og Skagafjörđ. Segir ekkert af hákarlaskipunum annađ en ţađ, ađ ţau náđu öll landi í garđinum. Urđu ţau innlukt af ís og komst ekkert ţeirra út af Eyjafirđi, fyrr en komiđ var fram á sumar.

Engin spurđi neitt til Jörundar viđ Eyjafjörđ í langan tíma, og töldu allir hann af, - En ţađ er af Jörundi ađ segja, ađ hann hélt skipi sínu út í hákarl eftir sem áđur ţar frá Ísafirđi - einhverstađar langt norđur í hafi, líklega á Halamiđum.  Jörundur hafđi ţá á skipi sínu marga ţrekmikla hákarlamenn, og segir sagan ađ ţeim hafi ţótt frekar gott í staupinu, enda sparađi Jörundur ekki brennivíniđ viđ karla sína.

Er ţađ haft eftir Jörundi, ađ hann hafi tekiđ út sex tunnur af brennivíni, ţennan tíma, sem hann hélt sig ađ Ísafirđi, og hafi ţađ allt gengiđ upp ţar vestur frá. Gizka margir á ađ gestkvćmt muni hafa veriđ hjá Jörundi, ţegar hann var ađ koma međ afla inn á Ísafjörđ. En ţetta er líka sú mesta brennivínseyđsla, sem sögur fara af í hákarlalegum.

Ţennan tíma, sem Jörundur var á Ísafirđi um voriđ, aflađi jann 370 tunnur af lyfur. Lýsiđ var ţá í háu verđi, eitthvađ nálćgt 60 kr, tunnan, og geta menn af ţví ráđiđ, hversu mikils virđi hákarlaaflinn gat veriđ í ţá daga. Og ekki hefur Jörundi fundizt mikiđ til um ţessa brennivínslögg, sem fór ofan í karlana, ţar sem hann gekk sjálfur frá međ meira en helming af aflanum, og svo var nú brennivíniđ ódýrt í ţá daga.

Heimild; Hákarlalegur og hákarlamenn.


mbl.is Í húsi Hákarla-Jörundar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Flugvél bandaríska hersins ferst á Reykjanesi

flugslys1

3. mai 1943, fórst Boing 24, flugvél bandaríska flughersins á Fagradalsfjalli á Reykjanesi og međ henni allir sem voru um borđ, fjórtán manns. Međal ţeirra sem fórust var yfirmađur alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews.

Eftir dauđa Franks M. Andrews tók viđ stöđu hans mađur ađ nafni Dwight D. Eisenhower sem síđar varđ forseti Bandaríkjanna.


Jarí jarí

...........og kapparnir ný búnir ađ ákveđa 30% arđgreiđslu til hluthafa fyrir áriđ 2007.

Er bezta kvótakerfi í heimi ađ éta börnin sín fyrir risa lántökur stjórnenda félagsins ?


mbl.is Mikiđ tap á rekstri Vinnslustöđvarinnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjávarútvegsráđherra endanlega búinn ađ tapa glórunni ?

Sjá ţessar tilvitnanir í viđtal viđ Einar K. Guđfinnsson sjávarútvegsráđherra á skip.is, í dag 02.05.2008.

“Ég get ekki séđ ađ álit mannréttindanefndar SŢ kalli á róttćkar lagabreytingar. Ég útiloka ţó ekki ađ einhverjar breytingar kunni ađ vera nauđsynlegar vegna ţess,“ segir Einar K. Guđfinnsson sjávarútvegsráđherra í ítarlegu opnuviđtali í Fiskifréttum í dag.

Í sjávarútvegsráđuneytinu er nú unniđ ađ svari Íslands viđ áliti mannréttindanefndar Sameinuđu ţjóđanna um ađ kvótakerfiđ samrćmist ekki mannréttindasáttmála SŢ. Einar segir ađ viđ verđum ađ hafa ţađ í huga ađ hér séu gríđarlegir efnahaglegir hagsmunir í húfi.

“Sjávarútvegur er veigamesta atvinnugrein okkar og til ađ ţar náist árangur ţarf greinin ađ búa viđ eins mikinn stöđugleika og kostur er. Ég legg áherslu á ađ allar breytingar á fiskveiđistjórnunarkerfinu eiga ađ vera ţróun en ekki kollsteypur.“

Einar segist reyndar hafa miklar efnislegar athugasemdir viđ niđurstöđur nefndarinnar og hann telur ađ ţar hafi veriđ skautađ yfir flókiđ mál. “Einhverra hluta vegna áttađi meirihluti nefndarinnar sig ekki á ţví ađ miklar aflamarkstilfćrslur hafa orđiđ frá ţví ađ aflamarkskerfiđ var leitt í lög 1983,“ segir Einar.


Fimmtíu og ţrír sjómenn fórust međ fimm ţilskipum

English Fishing Smack

Hinn 1. mai 1897 brast á ofsabylur međ hörkufrosti, norđanstórviđri og fannkomu. Einkum var veđriđ óskaplegt úti fyrir Vestfjörđum, en á ţeim slóđum var nćr allur vestfizki og norđlenzki flotinn.

Telja margir gamlir menn vestra, ađ 1. maí-garđurinn sé hiđ versta áhlaup, sem ţeir hafa nokkru sinni lent í. Ţađ voru heldur engin smárćđis skörđ, sem höggvin voru í skipastólinn í veđri ţessu. Fimm ţilskip fórust međ allri áhöfn, og verđur ţeirra nú getiđ.

Draupnir 20 tonna hákarlaskip frá Akureyri, eign Gránufélagiđ. Međ Draupni fórust átta menn, ţar á međal skipstjórinn, ungur mađur og bráđefnilegur, Jón Jónsson frá Pétursborg í Krćklingahlíđ, ásamt ţremur yngri brćđrum sínum. Móđir brćđranna fjögra var fátćk ekkja sem fáum árum fyrr hafđi misst mann sinn í sjóinn, tvo brćđur og tvo móđurbrćđur. Aleiga hennar voru synirnir fjórir, sem á Draupni silgdu.

Stormur 22 tonna hákarlaskip frá Eyjafirđi, eign nokkura einstaklinga. Međ stormi fórust tólf menn.

Gestur 20 tonna hákarlaskip frá Eyjafirđi, eign Jóns Antonssonar bónda í Arnarnesi. Međ Gesti fórust tíu menn.

Vigga frá Patreksfirđi, eign Markúsar Snćbjörnssonar kaupmanns. Vigga var fremur lítil skúta, einsilgd, nokkuđ gömul og ekki sterkbyggđ. Vigga var gerđ út handfćraveiđar ţegar hún fórst og međ henni tólf menn.

Ţráinn lítil skúta frá Ísafirđi, eign manna frá Skutulfirđi. Ţráinn var gerđur út á handfćraveiđar ţegar hann fórst ađ taliđ er undan Látrabjargi og međ honum ellefu menn. Skipstjóri á Ţránni var Bjarni Bjarnason frá Laugabóli í Arnarfirđi.

(Bjarni skipstjóri var langa lang afi minn).


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband