Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
5.6.2008 | 23:48
Spilavíti mannréttindastofu LÍÚ hrunið ?

Afurðarverð erlendis hefur verið einstaklega gott undanfarin misseri og vegið þungt á móti niðurskurði þorskaflaheimilda. Síðustu vikur hefur hins vegar hægt á hækkunum og þær staðið í stað og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins ríkir mikil óvissa um verðþróunina erlendis og slík óvissa er til þess fallin að valda enn frekari þrýstingi á kvótaverð til lækkunar.
Heimild; skip.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.6.2008 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 20:35
Stærsta dýr jarðar
Steypireyðin er skíðishvalur, dökkgrá eða blágrá á lit. Hún getur orðið allt að, 25-33 m á lengd og 110-190 tonn að þyngd. Kýrin er heldur stærri en tarfurinn. Hún er farhvalur.
Á sumrin heldur hún sig á norðurslóðum, en á veturna heldur hún til suðlægari slóða. Aðalfæðan er krabbasvifdýr, áta. Steypireyðurin þarf að eta um 4000 kg á dag, en það er þó aðeins yfir sumartímann, því yfir veturinn etur hún lítið.
Hljóðið sem steypireyðurin gefur frá sér liggur fyrir neðan heyrnarmörk okkar, en hljóðið getur ferðast þúsundir mílna neðansjávar.
Steypireyðurin var alfriðuð fyrir veiðum árið 1960. Hún er stærsta dýr jarðarinnar.
Heimild; hvalavefurinn.
![]() |
Steypireyðar á Skjálfanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2008 | 13:54
Síðasti geirfuglinn
Þann 3. júní 1844, voru tveir síðustu geirfuglanir í heiminum drepnir á syllu í Eldey, suðvestur af Reykjanesi.
Geirfuglinn var allt að 70 cm hár, vóg um 5 kg og var ófleygur. Í útliti líktist geirfuglinn nokkuð mörgæsum, en er ekki af sömu ætt. Geirfuglinn var góður sundfugl og nærðist einkum á fiski. Útbreiðslusvæði geirfuglsins voru strandsvæði Norður-Atlantshafsins.
Geirfuglinn var algengur víða í Norður-Atlantshafinu allt fram á 16. öld, en veiði gekk grimmt á stofninn. Lengst lifði geirfuglinn af við Ísland, en eins og áður segir voru síðustu tveir geirfuglarnir voru drepnir í Eldey.
Einhverjar sögur fara af því að til geirfugls hafi sést eftir það, einkum á Grænlandi allt fram á sjötta áratug 19. aldar, en óvíst er um áreiðanleika þeirra sagna.
Framan af var geirfugl veiddur til matar, en þegar fuglinum fór að fækka verulega fóru safnarar og náttúrugripasöfn að borga háar fjárhæðir fyrir fuglinn og má segja að það hafi verið hinn endanlegi dauðadómur tegundarinnar. Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag. Einn þeirra má finna á Náttúrufræðistofnun Íslands.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2008 | 15:09
Hvalkjöt er einn sá bezti matur sem til er
Ég vildi óska þess að ég gæti keypt út í búð kjöt og rengi af langreyði.
![]() |
Segir Japana hungra í hvalkjöt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þann 1. júní 1943, fyrirskipuðu íslenzk stjórnvöld skömmtun á gúmmístígvélum, númer sjö og stærri. Ástæðan var sögð mikill skortur á gúmmíi í heiminum.
Þann 1. júní 1976, lauk formlega síðasta þorskastríðinu með undirritun samninga við Breta þar sem þeir viðurkendu fiskveiðilögsögu Íslands, en hún var færð út í 200 sjómílur þann 15. október 1975.
Þann 1. júní 2008, flutti sjávarútvegsráðherra hátíðaræðu sjómannadags í Reykjavík og var henni útgvarpað á Rás 1, hjá RUV. Ég hlustaði á ræðu ráðherra og fannst hún góð !
Þið sem haldið að ég hafi dottið á höfuðið megið alveg halda það !
![]() |
Ekki forsendur til að greiða skaðabætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 764915
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar