Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
15.7.2008 | 13:23
Það sem koma skal á Íslandi
"Ef ríkið á að borga svo mikið sem eina króna fyrir spákaupmennsku banka, hlýtur að vera skilyrði að ríkið taki yfir bankann.
Þetta eru orð að sönnu hjá Frank Aanen !
Nú ætti ríkistjórn Íslands að feta í fótspor Dana, Breta og Bandaríkjamanna.
Dæmi um ótrúlega spákaupmennsku íslenzkra bankamanna sem með réttu ætti að kalla "landráð" og þjófnað eða sem réttast er að segja "tilraun til þjóðarmorðs".
Keypt 100 tonn af þorskkvóta 15. febrúar 2007 á 3500 kr. pr, kg.... 100% lán.
Gengi dags 15.02.2007; EUR, 88,7 = 40 EUR pr. kg. Lán = 4 m, EUR.
Þorskkvóti skorinn niður um 33% 1. sept 2007.
Ný úthlutun 1. sept 2007 (100 tonn) urðu af 67 tonnum.
Lán er þá 4 m, EUR / 67 = 59,70 EUR, pr. kg.
Staða láns miðað við gengi dags, 01.07.2008, EUR, 125.66 x 59,70 = 7.502, pr. kg, án vaxta og lántökukostnaðar.
Hækkun láns pr. kg, úr 3500 í 7502.
Hækkun kr, 4002 pr, kg.
![]() |
Danske ráðinn til sölu Roskilde |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2008 | 17:54
Mann til mín, mann til mín
Ég hafði jafnan skipstjórn á Fönix, er enn var stærst skip á Breiðaflóa. Mátti þá stundum kalla slark á ferðum og ekki fyrir heilsuveila menn að liggja úti á vetrum í öllu veðri.
Snæbjörn Kristjánsson segir svo frá í æviminningum sínum "Saga Snæbjarnar í Hergilsey".
Liðu árin til 1886, að ég aflaði til heimilis vor og haust en var í hákarlalegum á vetrum. Það var á líðandi vetri, að við fórum út á svokallaðan Hróa. Hann er þvert út af Ólafsvík. Daginn eftir hvessir á norðan, og vildi ég ná Grundarfirði, ef mögulegt væri. En veður harðnaði, og loks brotnaði aftara mastrið. En "lokkortusigling" var á skipinu.
Var þá þeirri ætlun lokið og silgdum við til Ólafsvíkur. Við rendum þar upp í svokallaðan Læk, sem bezt er, þegar áveðurs er. En þar voru menn, sem kunnu að taka á móti sjófarendum. Fjöldi manna kom og tók skipið, í því að það kendi grunns.
Mannbjörg hefði orðið, þótt hjálp hefði verið minni. En afdrif skipsins eru vafasöm. Til dæmis um hjálpsemi Ólafsvíkurbúa við sjófarendur er það, að gamall maður, nærri blindur, lét leiða sig til strandar, svo hann gæti lagt hönd á björgunina. Hann hét Jónas.
Þegar skipið var komið í skorður og farangri borgið, gall við hvaðanæfa í hópnum: "Mann til mín, mann til mín". Menn mínir brostu og voru hissa. En slíkar viðtökur gleymast ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.7.2008 kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 14:59
Dæmdur fyrir kjafthátt upp á kóngsins síðu
Bóndinn Jón Hreggviðsson þá búsettur á Efri-Reyni á Akranesi komst enn og aftur í kast við lögin er hann var til saka sóttur á Öxarárþingi í júlí 1693.
Var Jóni í það sinnið gefið að sök að hafa í ölæði látið falla smánarorð upp á kóngsins síðu en ekki þótti samt fullsannað að hann hafi beint þeim illyrðum "til vors æðsta yfirvalds á jörðinni" eins og stendur í dómnum.
En fyrir þær sakir að dólgurinn "var áður þekktur fyrir illmannlega tilburði og atvik, og ekki síður að strákslegum og óráðvöndum orðatiltækjum, fólki til æsingar og ófriðar", þá var honum dæmd stórkostleg húðlátsrefsing.
Auk þess var jón látinn slá sig í þrígang á munnsöfnuðinn, sjálfum sér og öðrum til áminningar vegna sinnar lygatungu og fyrirlitningar.
3.7.2008 | 15:53
Ingrid Betancourt
Gæti verið að Hugo Chaves hafi komið að lausn Ingrid Betancourt ? Eitt er víst, enginn hefur beitt sér annað eins og hann til að fá Ingrid leysta úr haldi !
![]() |
Betancourt hittir börn sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2008 | 11:37
Vilja ekki að börnin þeirra komi nálægt sjómennsku
Víðir Jónsson skipstjóri á frystitogaranum Kleifabergi ÓF segir í samtali við blaðið að úthlutunin núna sé svo lítil að sjómenn og útgerðarmenn geti ekki með nokkru móti lifað af henni og í kjölfarið verði flótti úr stéttinni.
"Ég veit um fjölda sjómanna sem myndu gjarnan vilja flytja sig yfir í eitthvert annað starf ef þeir gætu og við sem erum búnir að vera í þessu lengi viljum helst ekki að nokkur af okkar niðjum komi nálægt sjómennsku eins og ástandið í greininni er," segir Víðir.
Af; skip.is
2.7.2008 | 14:18
Sækýr Arnfirðinga
Arnfirðingar stunduðu og iðkuðu í aldir þá miklu íþrótt að skutla hvali, en þar hafði sjálf náttúran komið upp eins konar hvalgripabúi, sem allir fjarðabúar nutu góðs af.
Á hverju ári komu nokkrar reyðarhvalkýr inn á fjörðinn með nýfædda kálfa sína og héldu sig þar sumarlangt, meðan afkvæmi þeirra stækkuðu.Voru þær svo spakar, að helst minnti á húsdýr.
Arnfirðingar gældu við þessar sækýr og gáfu þeim nöfn eins og kúm sínum í landi. Kölluðu þeir eina þeirra Skeifu, aðra Skjöldu, þriðju Höllu og fjórðu Rrafnseyrar-Kollu. Vissu þeir að þetta voru sömu kýrnar, sem inn á Arnarfjörð komu ár eftir ár.
Þegar kálfarnir voru orðnir allvænir og Arnfirðingar vissu að hvalirnir færu að yfirgefa fjörðinn, hrundu þeir á flot þeim bátum , er sérstaklega voru smíðaðir til hvalveiða, og skutluðu kálfana.Var fengnum síðan skipt upp á milli allra bæja í firðinum og eins og nærri má geta var þetta mikil búbót fyrir íbúana á hverju ári.
Þegar Norðmenn hófu hvalveiðar við Ísland upp úr 1880 þá hurfu hvalkýr Arnfirðinga.
Heimild styðst við; Hornstrendingabók.Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2008 | 11:31
Snildar hagfræði kvótakaupmanna
Hér er eitt einfallt reiknisdæmi fyrir fólk til umhugsunar sem á hagsmuna að gæta í Kaupþingi, Existu og Spron. Vert væri fyrir hluthafana að spyrjast fyrir um þær upphæðir sem liggja í útlánum til kvótakaupa.
Mikið er rætt um afskriftir banka í Evrópu og USA vegna svo kallaðra íbúðalánavöndla. Veit fólk almennt á Íslandi um "kvótavöndlana", sem að mínu viti eru ekkert skárri en íbúðalánavöndlarnir bandarísku ?
Reiknisdæmi:
Keypt 100 tonn af þorskkvóta 15. febrúar 2007 á 3500 kr. pr, kg.... 100% lán.
Gengi dags 15.02.2007; EUR, 88,7 = 40 EUR pr. kg. Lán = 4 m, EUR.
Þorskkvóti skorinn niður um 33% 1. sept 2007.
Ný úthlutun 1. sept 2007 (100 tonn) urðu af 67 tonnum.
Lán er þá 4 m, EUR / 67 = 59,70 EUR, pr. kg.
Staða láns miðað við gengi dags, 01.07.2008, EUR, 125.66 x 59,70 = 7.502, pr. kg, án vaxta og lántökukostnaðar.
Hækkun láns pr. kg, úr 3500 í 7502.
Hækkun kr, 4002 pr, kg.
![]() |
SPRON og Exista hækka í verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.7.2008 kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2008 | 16:27
Ram íslenzkt, já takk; 66°N framleitt af börnum í China ?
Er danski herinn meðvitaður um upprunann ?
![]() |
Danskir hermenn í fatnaði frá 66°Norður á Grænlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
-
Ársæll Níelsson
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Hafdís Ösp
-
Jón Kristjánsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Þórður Sævar Jónsson
-
Lýður Árnason
-
Ólafur Ragnarsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Valmundur Valmundsson
-
Árni Gunnarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Ívar Pálsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Magnús Jónsson
-
Jens Guð
-
Jón Valur Jensson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Höfnuðu tillögu um vopnahlé á Gasa
- Trump hótar Harvard-háskóla
- Sex ára fangelsi vegna umfjöllunar um Navalní
- Einn 70 milljóna bíll á dag
- Endurupptaka hafin á máli Weinsteins
- Yrði risastór umbun fyrir hryðjuverk
- Störfuðu á sömu hæð og greindust öll með heilaæxli
- Þjóðverjar opna á Taurus-flaugar
- Sendu mann ranglega úr landi: Fær ekki að snúa aftur
- Banna gleðigönguna með stjórnarskrárviðauka