Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
21.1.2009 | 23:17
Ég er svona stór
Enginn slítur þau bönd,
sem hann er bundinn heimahögum sínum.
Móðir þín fylgir þér á götu,
Er þú leggur af stað út í heiminn,
en Þorpið fer með þér alla leið.
Frá þeirri stundu
er þú stóðst við móðurkné og sagðir:
Ég er svona stór,
ert þú samningi bundinn.
Þú stendur alla ævi síðan fyrir augliti heimsins.
Lítill kútur, sem teygir hönd yfir höfuð sér og heyrir
blíðmæli brosandi móður:
Ertu svona stór ?
Þú færð aldrei sigrað þinn fæðingarhrepp,
stjúpmóðurauga hans vakir yfir þér alla stund.
Með meinfýsnum skilningi tekur hann ósigrum
Þínum, afrekum þínum með sjálfsögðu stolti.
Hann ann þér á sinn hátt, en ok hans hvílir á herðum þér.
Og loks, er þú hefur unnið allan heiminn, vaknar þú einn
morgun í ókunnri borg, þar sem áður var þorpið,
gamalmenni við gröf móður þinnar. Og segir:
Ég er svona stór.
En það svarar þér enginn.
Hlaut ljóðstaf Jóns úr Vör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.1.2009 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 17:12
Hafró „hreint meinvarp í íslensku efnahagslífi“
Einar Oddur sagði brýnt að breyta rekstrarformi ríkisstofnana, ekki síst opinberra vísindastofnana. Hann sagði að ríkið hefði ekkert með það að gera að reka vísindastofnanir.
Hins vegar ætti að auka framlög ríkisins til vísindastarfsemi.
Í framhaldi af þessu réðst Einar Oddur harkalega að Hafrannsóknastofnun, sem hann nefndi helsta óvin sjávarbyggðanna, en hún fær hátt á annan milljarð króna á fjárlögum til starfsemi sinnar.
Orðið meinvarp, sem Einar Oddur notaði um stöðu Hafrannsóknastofnunar í íslensku efnahagslífi, er venjulega notað um krabbameinsæxli.
Aukinn þorskafli veikir stöðu stofnsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
14.1.2009 | 14:29
Ráðist á undirstöður lífkerfis sjávar ?
Ég veit ekki nákvæmlega hvaða áhrif þessar veiða hafa á lífríki sjávar en set samt fyrirvara um þær í ljósi staðreynda vegna mjög slæmra afleiðinga af flottrollsveiðum almennt.
Huginn VE með fyrsta gulldeplufarminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.1.2009 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.1.2009 | 15:56
God gave me my money
Robert Hare skilgreinir nýja kynslóð manna í viðskiptaumhverfi 21. aldarinnar. "Þeir eru snöggir, njóta almenningshylli en búa yfir eyðandi, rótlausum, samviskulausum, siðlausum eiginleikum sem koma þeim áfram í viðskiptum."
Þeir kaupa starfsmenn og konur og eru samkvæmt "Fast Company" áhrifamiklir í því... þeir ná gríðarlegum árangri í að sannfæra hinn auðmjúka lýð um að þeir séu snillingar, að þeim sé treystandi og að þeir vinni af góðmennsku en ekki græðgi."
Undirlægjurnar Lögfræðingar, endurskoðendur, forstjórar sem og stjórnarformenn, stjórnir og fjölmiðlamenn leggjast undir siðblindingjana eins og auðmjúkir þjónar.
Það reynir verulega á samfélags- og siðferðisþroska þeirra sem ákveða að vinna fyrir, búa með eða giftast slíkum mönnum.
Martha Stout sálfræðingur hjá Harvard Medical School sem rannsakað hefur útmörk mannlegrar hegðunar segir að það sé frísku fólki ekki tamt að trúa að til séu menn svona langt frá því sem heilbrigður maður kallar að vera "góð manneskja".
Að einhver geti villt svona á sér heimildir, verið svona"illræmdur" en samt verið opinberlega virtur er óhugsandi frísku fólki.
Eiríkur Tómasson: Blekktu eigendur bankanna starfsfólk sitt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.1.2009 kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2009 | 15:15
Mjög góðar fréttir fyrir lífríki sjávar og alla íslendinga
Fyrir nokkrum áratugum var lítið vitað um loðnu, nema hvað að hún barst í feiknastórum torfum upp að Austurlandi á vetrum. Um miðjan 7. áratugin hófust síðan veiðar á þessum fiski og nokkrum árum síðar var hún orðin einn mesti nytjafiskur Íslendinga.
Loðnu er að finna í nyrstu höfum jarðarinnar þar sem hún er mjög útbreidd. Hún er t.a.m. í Hvítahafi, Barentshafi, við N-Noreg, Ísland, Grænland og einnig er hún norðan Kanada. Í Kyrrahafi var talið að um aðra tegund væri þar að ræða, en nú er almennt talið tegundin sé sú sama. Í N-Atlantshafi og Barentshafi eru fjórir sjálfstæðir loðnustofnar.
Loðnan er uppsjávarfiskur sem leitar til botns á grunnsævi til þess að hrygna, en að mestu leyti er hún langt norður í höfum í leit að æti. Fæða loðnunnar eru ýmiskonar svifdýr s.s. krabbaflær, ljósáta, pílormar, fiskaegg og seiði.
Loðnan hrygnir að mestu leyti við S og SV-strönd Íslands, frá Hornafirði og vestur á Breiðafjörð, en eitthvað mun þó vera um að hún hrygni út af Vestfjörðum og við N og NA-land. Hrygningin hefst um mánaðarmótin febrúar/mars og stendur fram í apríl við S og SV-ströndina, en seinna á norðursvæðinu.
Um og upp úr áramótum er aðalhrygningagangan norður af Melrakkasléttu, í janúar er hún út af Austfjörðum og er síðan við Stokknes í byrjun febrúar. Hrogn loðnunnar límast við steina og skelbrot á botninum.
Talið er að loðnan drepist að langmestu leyti að hrygningu lokinni, en þó mun eitthvað vera um að kvenloðna hrygni tvisvar en karlloðnan er ekki talin lifa af nema eina hrygningu.
Loðnan vex mjög hratt og er orðin 9-14 sm tveggja ára, þriggja ára er hún orðin 13-17 sm og fjögurra ára er hún 15-19 sm að lengd. Íslenska loðnan verður ekki eldri en fjögurra ára, nema með örfáum undantekningum.
Kynþroska verður hún stöku sinnum tveggja ára, en flestar ná kynþroska þriggja eða fjögurra ára. Loðnan í Barentshafi verður eldri og hrygnir 4-5 ára og loðnan við Grænland og Kanada verður enn eldri.
Loðnan er fæða margar dýra eins og hvala, sela, fugla og hún er mikilvægasta fæða þorsksins og grálúðunnar.
Ekki loðnuveiðar að svo stöddu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.1.2009 | 15:34
Ríkistjórnin ætti að banna allar veiðar á loðnu strax
Stöðva verður allar loðnuveiðar við landiðí eitt skipti fyrir öll og banna allar veiðar með flottrolli.
Flottrollið veldur gríðarlegum skaða á öllum fiskistofnum beint og óbeint. Smug fiska í gegnum flottroll skilur eftir sig 10-15 fallt af dauðum fiski í sjónum umfram það sem skipin koma með að landi.
Flottrollið splundrar göngu fiskitorfa og ruglar göngumynstur þeirra.
Loðnan er undirstaða alls lífríki sjávar við ísland. Ef loðnan er drepin hrynja margir fiskistofnar eins og við höfum illilega orðið vitni af.
Nærtækasta dæmið er léleg nýliðun þorsks, hrun hörpudisksstofnsins, hrun rækjustofnanna og margt fleira.
Baráttan um ætið bitnar síðan með ógnarþunga á öllum sjófugl við Ísland sem að endingu rústar tegundunum.
Baráttan um ætið á ekki að standa á milli Samherja hf, og alls lífríki sjávar við Ísland heldur á milli tegundana.
Stjórnvöld verða að grípa strax til aðgerða.
Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.
Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.
Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar.
Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað. Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.
Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins á Breiðafirði.
Hörpudiskurinn hefur ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrynur.
Ákveðin tímamót í loðnuleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2009 | 23:01
Kvótavafningarnir íslenzku eru staðreynd
Samkvæmt upplýsingum frá fyrrum starfsmanni gjaldþrota einkabanka þá var þetta gert svona:
1. Hundruð skuldabréf íslenzkra ríkisborgara vegna íbúðakaupa.
2. Tugir skuldabréfa íslenzkra fyrirtækja vegna endurfjármögnunar og ýmisa fjárfestinga.
3. Slatti; oft fimm til tíu skuldabréf útgerðafyrirtækja vegna kvótakaupa með veði í kvótanum.
Þessum þremur skuldabréfaflokkum var pakkað saman í svokallaða skuldabréfavafninga (líkt og íbúðarlánin í USA) og seldir erlendum lánastofnunum.
Nú þegar bankarnir eru farnir á hausinn og erlendir lánadrottnar banka upp á og vilja innheimta lánin sín þá grípa þeir í tómt þar sem íslenzkir dómstólar viðurkenna ekki kvóta sem veð enda er kvótinn samkvæmt fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða eign þjóðarinnar.
Lánadrottnar erlendir munu ekki sætta sig við slíkar trakteringar og nær örugt má telja að kærur verði lagðar fram hjá Ríkissaksóknara vegna veðsvika.
Niðurstaðan er væntanlega þessi; útgerðarmenn og íslenzku bankarnir verða fundnir sekir um veðsvik og þar af leiðir;
Stórfeld fjársvik !
Reksturinn afeitraður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar