Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
8.12.2009 | 08:57
Verða greiddar bætur til íslenzkra leiguþræla ?
"Ég hélt satt að segja að með því að berjast fyrir því að fá yfirráð yfir okkar fiskveiðilögsögu væri vandinn leystur".
"En það er nú eitthvað annað, mér sýnist vandinn hafa aukist", sagði Guðmundur Kjærnested, fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við Ægi, tímariti um sjávarútvegsmál í október 2002".
Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki staðið í þessari baráttu öll þessi ár ef ég hefði getað ímyndað mér að staðan yrði svona nokkrum árum síðar", segir Guðmundur og vísar til þess að hann sé síður en svo sáttur við núgildandi fiskveiðistjórnunarkerfi".
"Hann telur að kerfið hafi orðið til þess að aflaheimildirnar hafi færst á hendur nokkurra útgerða og litlu sjávarplássin standi eftir meira og minna kvótalaus.Mér sýnist að það hljóti að vera eitthvað mikið að".
Fá bætur vegna þorskastríðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.12.2009 | 19:13
Átumein í líkama mannfélagsins
Auðvaldið, sem lifir á ránglæti, heimsku og yfirgángi, þarf ekki að ætla sér þá dul að kenna oss, upplýstum alþýðumönnum, neinn sannleika.
Þeir sem halda fyrir yður gæðum lífsins og banna yður að vinna nytjar jarðarinnar, það eru fjandmenn Guðs og yðar, og yður ber til þess heilög skylda að útmá þá af ásýnd jarðar.
Þeir eru átumein í líkama mannfélagsins. Þeirra vegna eru börn yðar blóðlaus og mergsogin. Þeir hafa hrifsað brauðið frá munnum barna vorra og rænt síðustu skyrtunni af foreldrum vorum örvasa Tilvitnun í Alþýðubókina.
Ég vil minna á orð Sverris Hermannssonar sem hann viðhefur í æviminningum sínum Skuldaskil bls 47. Tilvitnun: Það er mín skoðun að Finnur Ingólfsson sé einn gerspiltasti stjórnmálamaður á Íslandi sem sögur fara af.
SMS skilaboð til Finns birt á Wikileaks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.12.2009 | 13:15
Er nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra helsta ástæðan ?
Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að helsta ástæðan fyrir málþófi stjórnarandstöðunnar sé sú að koma í veg fyrir að nýtt frumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða nái fram að ganga.
LÍÚ flokkarnir munu með öllum tiltækum ráðum reyna að stöðva þetta frumvarp sem þeir álíta að muni kollvarpa kvótakerfinu og ætla sér að nota sem skiptimynt fyrir icsave.
Varðandi orð Illuga Gunnarssonar í viðhengdri frétt þá er rétt að hann viti það að við erum æði mörg sem erum ekki lítið hissa á veru hans á Alþingi.
Ólína vill breyta þingsköpum til að hindra málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2009 | 12:03
Friðun loðnustofnsins lífsnauðsynleg
Loðnuveiðar ætti einungis að leyfa á vetravertíð til manneldis og hroggnatöku.
Ekki ætti að vera heimilt að veiða loðnu austan línu sem dregin verði réttvísandi í suður frá Dyrhóley og norðan línu sem dregin verði réttvísandi í vestur frá Garðskaga.
Upphafskvóti kemur ekki til greina fyrr en loðnan gengur vestur fyrir Dyrhóley að undangengnum mælingum.
LÍÚ væddar loðnuveiðar eru glæpur gagnvart öllu lífríki hafsins og fólkinu í sjávarbyggðunum.
Lífríki hafsins þarf nauðsynlega á loðnunni að halda en hún er ekki til handa gráðugum ofstækismönnum gjaldþrota brotajárns og tortýminga útgerða.
Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar. Hún hefur einfaldlega verið drepin og torfunum splundrað.
Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.
Beint samhengi er á milli loðnuveiða og hruns hörpuskeljarstofnsins á Breiðafirði. Hörpudiskurinn hafði ekki rétta næringu og sýktist af þeim sökum og stofninn hrundi.
Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.
Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.
Loðnan að hverfa vegna hlýnunar sjávar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2009 | 10:33
Dönsku jarða- og ábúðarlögin
Í dönsku lögunum er lögð þung áhersla á að landbúnaðarland sé nýtt til búskapar og eitt af markmiðum laganna er að auka samkeppnishæfni landbúnaðar.
Sérstakur kafli laganna fjallar um hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að taka land úr landbúnaðarnotum og er þar mikil áhersla á að unnið sé eftir skipulagi sveitarfélaga.
Með áðurnefndum lagabreytingum voru rýmkuð ákvæði sem fjölluðu um hverjir mega kaupa bújarðir og hvaða skilyrði þeir þurfa að uppfylla.
Margvíslegar kröfur eru gerðar til þeirra sem kaupa bújarðir og mikil áhersla er lögð á ábúðarskyldu jarðareiganda. Dönsku bændasamtökin styðja það eindregið og leggja áherslu á að ábúðarskyldu sé viðhaldið.
Eftirfarandi kröfur þarf m.a. að uppfylla til að kaupa bújörð á frjálsum markaði í Danmörku:
* Hafa náð 18 ára aldri.
* Búseta á jörðinni innan 6 mánaða frá kaupum.
* Búa að lágmarki í 8 ár á jörðinni áður en hægt er að leigja hana öðrum.
* Ef bújörðin er stærri en 30 hektarar þarf kaupandinn að hafa landbúnaðarmenntun og reka þar sjálfur búskap.
Ef viðkomandi á fleiri en eina jörð þurfa þær allar að liggja innan 10 km loftlínu frá íbúðarhúsinu á þeirri jörð sem viðkomandi hefur fasta búsetu.
Meginregla er að sami aðili má ekki eiga fleiri en fjórar jarðir en ef einstaklingur á fleiri jarðir má samanlögð stærð þeirra ekki fara yfir 400 hektara. Ef einstaklingur á hluta af bújörð telst sá hluti jarðarinnar með í þessu tilviki.
Þegar um hjón er að ræða geta þau hvort um sig átt fjórar jarðir, uppfylli þau aðrar kröfur (svo sem um menntun og búsetu).
´
Erlendir ríkisborgarar geta nú keypt bújarðir í Danmörku að því tilskildu að þeir uppfylli þær kröfur sem settar eru samkvæmt jarðalögunum. Einnig er það breytinga að einstaklingar án búfræðimenntunar geti keypt jarðir sem eru minni en 30 ha.
Þegar jarðir ganga kaupum og sölum innan fjölskyldu eða erfast gilda sérstakar reglur. Þá eru t.d. ekki gerðar kröfur um búfræðimenntun og 10 km loftlínukrafan gildir heldur ekki varðandi búsetu.
Sérstakur kafli laganna fjallar um kaup lögpersóna (svo sem hlutafélaga) á bújörðum. Þannig getur hlutafélag keypt jörð ef einstaklingur, sem uppfyllir skilyrði til að mega kaupa og reka bújörð og hefur fasta búsetu á jörðinni og á að minnsta kosti 10% hlutafjár, er aðili að hlutafélaginu.
Aðrir hluthafar geta aðeins verið fjölskyldumeðlimir sem eiga samtals ekki meira en 400 hektara lands.
Heimild; Bændablaðið 11. janúar 2005 / Erna Bjarnadóttir.
Fagna aðgerðum landbúnaðarráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar