Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
29.3.2009 | 23:37
Útsær
Til þín er mín heimþrá, eyðimörk ógna og dýrðar,
ásýnd af norðursins skapi í blíðu og stríðu.
Hjá þér eru yngstu óskir míns hjarta skírðar.
Útsær - þú ber mér lífsins sterkustu minning.
- Ég sé þig hvíla í hamrafanginu víðu;
Ég heyri þig anda djúpt yfir útskaga grynning.
Ofsinn og mildin búa þér undir bránni;
þú bregður stórum svip yfir dálítið hverfi,
þar lendingarbáran kveðst á við strenginn í ánni,
en upplit og viðmót fólksins tekur þitt gerfi.
Hve myndir og skuggar miklast í þínu veldi.
- Ég man þig um dægur, er skín ei af ári né kveldi.
Þá lyftirðu þungum og móðum bylgjubarmi
og bikar hins volduga myrkurs þú drekkur á höfin.
Augu þín lykjast undir helsvörtum kvarmi,
en hart þú bindur að ströndunum líkfölu tröfin. -
Þá er eins og líði af landinu svipir af harmi.
Þeir leita í þínum val undir marareldi
- og mæðuandlit svefnþung á svæfli og armi
sjá þá, er varstu bæði lífið og gröfin.
Mér er sem ég skyggnist yfir sædjúpsins jarðir -
þar er ekki hljómi líft, né geisla af degi.
En eins og vindar leiða hlíðanna hjarðir
hafbúann straumurinn áttar á sporlausum vegi.
Og ljósgjafaaugu svipast um undirsjáinn.
Þar sækja hafsins múgar sinn óraróður;
og vegast á til bana í lágum legi,
leiknir í fangbrögðum dauðans, varir og harðir.
Þar beita sér tálkn og barðar á rastanna gróður,
með bítandi tannir og skafla hvassa sem ljáinn.
Til lands sækir djúpsins líf. Þar merkirðu klettinn
og lætur þig sjást sem þú ert, með flakandi slæður.
Aftur og fram, meðan ertu steininum stæður
sem stormur í kjarri þú æðir í þaranna runni.
Áin sekkur í sjóinn sem dropi í brunni -
en sá, sem ræður, þig stöðvar við norðlenska blettinn.
Þá brýnirðu róminn og kallar af fjöru að fjalli,
en fjötruðu strandirnar bergmála einum munni.
Réttlausa frelsi í holskaflsins hvolfandi falli,
ég heyri þig steypa í rústir og lyfta frá grunni.
- Ég minnist þín löngum, heimur hverfulla mynda,
í hópnum, sem kemur og fer í voldugum borgum,
með óma, sem líða í öræfi hverfandi vinda,
með andlit, sem rísa og sökkva á streymandi torgum.
Bylgjur stynja og deyja í fjöldanna flóði.
Þar finnast ei blóðdropar tveir, sem að öllu jafnast.
Og eins er hvert brimtár og andvarp þitt sem safnast
í öldustríðsins máttuga, drukknandi hljóði.
En einhversstaðar á allt þetta líf að hafnast
og einhver minnisstrengur nær hverju ljóði.
Því dagar sólina uppi um unaðarnætur.
Þá eldist ei líf við blómsins né hjartans rætur.
- Hafkyrrðin mikla leggst yfir látur og breiður,
en lággeislinn vakir á þúsund sofandi augum.
Á firðinum varpar öndinni einstöku reyður,
og uppi við land kasta sporðar glampandi baugum.
Báruraddir í vogavöggunum þegja.
Ein vísa er aðeins hvísluð niðri í ósi.
Tíminn er kyrr. Hann stendur með logandi ljósi
og litast um eftir hverju, sem vill ekki deyja.
En stoltastur ertu og stærstur í roki á haustin.
Strandmölin grýtir landið. Þú seilist í naustin.
Skýin þau hanga á himninum slitin í tötra. -
Það hriktir í bænum eins og kippt sé í fjötra.
- Þá bryðurðu gaddinn við grúfandi bátastefnin.
Grunnsjórinn beljar um voginn svo jarðirnar nötra.
En hafáttin er í húmi og blikum til skipta;
hún hleypir skammdegisbrúnum föl undir svefninn.
Þá hamastu, tröllið. Í himininn viltu lyfta
hyljum þíns eigin dýpis og álögum svipta.
- Og alltaf ég man þig um mánaóttuna langa;
þá mæna til stjarnanna skuggar eyja og dranga
og vefjast í löngum örmum, sem risi og rýgur -
en röstin niður í fjarlægð, með blandaða strauma.
Þinn barmur aðeins hrærist og hljóðlega stígur
er himneska segulfangið á móti þér hnígur,
- Andvaka haf, í ómi glitrandi stranda,
aleinn ég dvel í stjörnuhöll minna drauma
og lifi að nýju þinn ljóma og róm í anda. -
Mín léttustu spor eru grafin í þína sanda.
Ó kveldsól á hafsins brotnu, blikandi speglum.
Bjargeyjan klæðist í liti, með snjóbleikum dreglum.
- Lognið þar ríkir. En boðarnir bregða hrammi
og bresta sem þrumur yfir dökknandi flæðum.
- Þá skil ég að heiðnin lifir aldanna æfi
með ódáinshallir, reistar í norðlægum sævi.
- - Að drykkju er Ægis hirð í hylgrænum klæðum.
Í hálfri gátt stendur Lokasenna frammi.
Og landbrimið mælir á mig kraptakvæðum -
vor kynstofn reis hæst í lífsins og guðdómsins fræðum
Fornhelga spekin veit að afl skal mót afli,
en andanum gefur hún seinasta leikinn í tafli.
Guðirnir yrkja í kveðandi brims og bylja
og brjóst hins illa valds er slegið með ótta.
Hamar Þórs hann vegur að Alföður vilja;
því víkur glottið í Ægisdyrum á flótta.
- Loki felur sig sjálfan í þjósti og þótta.
Hann þjakst og elskar í sinnar heiptar viðjum -
og minning hann ber um bros frá litverpum gyðjum
sem bjarma af von í myrkri eilífra nótta.
Útsær, þú hastar á hjartað og göfgar þess ama.
Þú hylur í þögn vorn fögnuð og gjörir hann ríkan.
- Veröld af ekka, ég veit engan mátt þér líkan.
Viljinn sig þekkir hjá þér og rís yfir hafið -
já, hafið sem á ekki strönd með fjarlægum frama,
en firnaríki í auðnir skýjanna grafið,
Þó deyi hjá þér okkar vonir, sem nefna má nöfnum.
og nísti þinn kali vor brjóst, er vald þitt hið sama;
því handan þín enginn átti að búast við höfnum.
Eilífð og himinn er landsýnin þar fyrir stöfnum.
- Sem leikandi börnin á ströndu, er kætast og kvarta
með kufung og skel frá þínu banvæna fangi,
ég teyga þinn óm frá stormsins og straumanna gangi.
stirnandi, klökka djúp, sem átt ekkert hjarta.
- Missýnir, skuggar, mókandi ey og drangi,
myndaskipti þín öll, þau skulu mér fylgja.
Þó kalt sé þitt brjóst, þar sem blikar geislanna sylgja,
þó björgin þú knýir til ákalls, en svarir ei neinu,
allt það, sem hjúpur þíns hafborðs gjörir að einu,
hnígur að minni sál, eins og ógrynnis bylgja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2009 | 13:37
Minni Vestfjarða
Sú var tíð að sjávarþorpin á vestfjörðum voru eins og blóm í eggi. Iðandi mannlíf, menning og sagan út um allt.
Eins og segir í sögu Hrafna flóka. "smjör draup af hverju strái" eilíft vor í lofti og bjartsýnin réð ríkjum hjá hverri sálu.
Fólkið sem bjó í þorpunum byggði sér bæi, skóla, bryggjur, flugvelli og vegir voru lagðir. Útvegsbændur byggðu sér öflug skip og fiskhús af flottustu hönnun þess tíma.
Fræknustu sjómenn og fengsælustu skipstjórar við N Atlandshaf mönnuðu flota vestfirðinga sem var sá öflugasti og best búni í víðri veröld. Valinn maður í hverju rúmi.
Harðduglegir íbúar þorpana höfðu nóg að bíta og brenna og atvinnan var meiri en næg fyrir alla.
Erlendir sem íslenzkir farandverkamenn komu í þorpin til að aðstoða heimamenn við að gera verðmæti úr öllum þeim afla sem barst að landi.
Frystihús, salthús, skreiðarhús, fiskimjölsverksmiðjur og lýsisbræðslur voru í hverju þorpi sem möluðu samfélaginu og eigendum sínum gull allt árið.
Peningarnir flóðu frá útlöndum líkt og í lækjum og hagsældin í þorpunum var mikil.
Árið var 1983: Fiskifræðingar og stjórnmálamenn fundu það út að þorskstofninn við Ísland væri ofveiddur.
Þetta sama ár var komið á kvótakeffi við stjórn fiskveiða. Vestfirðingar vöruðu við slíkum bölsýnis spám og töldu að um náttúrlega niðursveiflu væri að ræða.
Vestfirðingar vöruðu við markaðsdrifnu kvótakerfi í fiskveiðum og að sjávarþorpin við Ísland gætu nánast þurkast út þar sem fiskveiðiheimildirnar færðust á hendur örfárra braskara sem gerðu sér sjómennina að þrælum og leiguliðum.
Árið er 2009.
Sjávarþorpin á Vestfjörðum og víðast hvar á landinu eru eins og eyðibýli. Skipin upp höggvin, brend, sökt, eða þeim hreinlega verið stolið eins og mörg dæmin sanna.
Tilvitnun í Íslandsljóð Einars Benediktsonnar.
Þú fólk með eymd í arf !
Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,
litla þjóð, sem geldur stórra synda.
Tilvitnun lýkur.
Örfá sjávarútvegsfyrirtæki eru eftir á Vestfjörðum, nánast allur flotinn er farinn.
Stór hluti af íbúunum er flúin eða við það að flýja.
Þeir sem fara og eru farnir eru flest allir meira og minna gjaldþrota og eignarlausir.
Þeir sem eftir hokra verða að sætta sig við sjálfskipuð yfirvöld þorpanna sem haga sér flest líkt og Jóhann Bogesen stórversír á Óseyri við Axafjörð forðum daga í söguni Sölku Völku.
Það er komið meira en nóg af ofbeldi sem íslenzk stjórnvöld hafa farið fram með gegn íbúunum í sjávarþorpum vestfjarða.
Það verður aldrei sátt né friður á meðan ekki verður snúið til réttlætis og fiskveiði auðlindinni aftur skilað. Sjá myndband hér:
Kvótakerfið er krabbamein sjávarútvegsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2009 | 00:12
Rommkópar - tálbeita hákarlamanna
Á seinni hluta nítjándu aldar kom til sögunnar ný beita sem íslenzkir hákarlamenn sögðu algjöra byltingu við veiðar á hákarli; voru það litlir selkópar vestan frá Breiðafirði, og voru þeir látnir liggja í pækli í heilu lagi í sterku íláti.
En það merkilega við þessa hákarlabeitu var það, að selkóparnir voru ekki ristir á hol, heldur voru þeir aðeins opnaðir með svolítilli stungu, þegar búið var að veiða þá, og var sterku rommi helt gegnum smuguna inn í kópinn; vínandinn samlagaðist innýflunum og blóðinu og fóru út í spikið; var þess og vandlega gætt , að rommið færi ekki út úr skrokknum aftur og vandlega saumað fyrir opið.
Þegar kóparnir voru teknir upp úr ílátinu voru þeir skornir sundur í smábeitu, og angaði af þeim lyktin er þeir voru opnaðir, enda var ekki tútt um að sumir drykkjumenn langaði til að bragða á romminu, sem inn í þeim var, ef þeir voru alveg vitundarlausir af brennivíni.
Þetta voru nefndir rommkópar og voru þeir einhver hin allra mesta tálbeita fyrir hákarl.Á þessum hákarladöllum - eins og hákarlaskipin voru nefnd var útbúnaður allur með líku móti. Menn beittu hrossakjöti og selspiki. Skinnið var látið tolla við selbeiturnar og stungið hníf í gegnum hverja beitu; var önnur beitan höfð af sel og önnur af hrossakjöti á víxl.
Mörgum beitum var beitt í einu, var þeim þrýst upp eftir leggnum á sókninni (hákarlaönglinum), síðast var bugurinn fylltur með ýmsu gumsi úr hákarlinum, svo sem munnamögum, gallhúsum, hjörtum o. s.frv., og tóbaksmenn gerðu sér það oft að reglu að hrækja á beituna um leið og sókninni var kastað fyrir borð.
Við vaðsteininn var járnkeðja, tveggja faðma löng, sem fest var við sóknina, en milli vaðarhaldsins var kaðalspotti á að gizka faðmur á lengd, sem kallaður var bálkur.
Heimild: Theodór Friðrikssson; Hákarlalegur og hákarlamenn.
Fengu hákarl í netin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2009 | 13:05
Fiskveiðar gegn atvinnuleysi og skuldasöfnun
Jón Kristjánsson skrifar um fiskveiðar.
Fyrst birt: 23. mar. 2009 06:00.
Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði grein í Fréttablaðið 19. mars sl. Hann sagði að hvalveiðar muni skaffa 200-250 störf á Vesturlandi, kjördæmi greinarritara.
Það er svo sem gott og blessað að veiða hvali en þessum stjórnmálamönnum virðist alveg fyrirmunað að minnast á hvað eigi að gera í fiskveiðimálum. Á ekkert að fara að liðka til í kreppunni? Eru menn svona hræddir við sægreifana?
Ekki þurfa handhafar veiðiheimilda að vera hræddir því lausnin er ekki að svifta þá veiðiheimildum, heldur hleypa öðrum að. Þá kemur að Hafró. Þeir standa á því fastar en fótunum að þorskstofninn sé ofveiddur og því þurfi að takmarka veiðar og draga úr þeim.
Einar sagði að búið sé að sýna fram á að hvalurinn éti óhemju magn af fiski, hann sé í beinni samkeppni við nytjastofna okkar um fæðu og að reiknað hafi verið út af okkar færustu sérfræðingum að ef við stunduðum hvalveiðar væri hægt að auka þorskveiðar!
Væntanlegar hvalveiðar eru svo smávægilegar að þær hafa engin áhrif til fækkunar hvala, enda notuð sú röksemd að þær séu sjálfbærar!
Þetta skyldu þó ekki vera sömu færustu sérfræðingar sem reiknuðu út" árið 1994 að ef fylgt væri 22% aflareglu myndi þorskafli vera kominn í um 300 þús. tonn 2003 og fara vaxandi til 2023?
Þetta át hvala á nytjafiski sýnir hversu glórulaust það er að ætla sér að byggja upp þorskstofninn með friðun. Það sem við ekki veiðum fer beint í hundskjaftinn.
Sú aðferð að byggja upp þorskstofna með samdrætti í veiðum hefur hvergi tekist. Niðurskurður hefur alltaf, alls staðar, leitt til varanlegrar minnkunar á afla.
Aukinn þorskafli fæst aðeins með auknum þorskveiðum og það er hafið yfir allan vafa að í fæðuskorti, þegar fiskur er horaður og vex illa, er nauðsynlegt að auka veiðar.
Auknar veiðar skapa verðmæti og vinnu. - En þá kemur að Hafró. Þorskstofninn er að þeirra áliti ofveiddur, það má ekki auka veiðar, frekar skal draga enn úr þeim til byggja upp stofninn".
Sú stofnun virðist ekki læra neitt af reynslunni og hefur hunsað allar líffræðilegar ábendingar sérfræðinga utan stofnunarinnar.
Það mætti láta sér detta í hug að stofnunin sé notuð til að skapa skortstöðu til þess að halda uppi verði á aflaheimildum og laga eignastöðu" kvótahafanna.
En er ekki kominn tími til að fólkið í landinu geti veitt sér í soðið?
Það var Bjarni Benediktsson, sá gamli, sem sagði að það gagnaði lítið að friða fiskinn en drepa fólkið.
Höfundur er fiskifræðingur.
Hagfelld niðurstaða í augsýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2009 | 13:02
Vanþakklátu og heimsku skepnur
Fyrst íslenzkar vörur og málstaður fámennrar eyþjóðar í norðri á ekki lengur náð fyrir augum eigenda og stjórnenda Whole Foods Market þá kanski þeir gefi sér tíma og rúm í verslunum sínum til að kynna málstað og verja gerðir vina sinna í Ísrael á Palenstínsku landi samanber meðfylgjandi myndband.
Hætta að kynna íslenskar vörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nafn/Heimahöfn/ þ,ígild,t.+/- | ||||
Ásbjörn RE-50 | Reykjavík | -1.085.879 | ||
Brettingur NS-50 | Vopnafjörður | 0 | ||
Faxi RE-9 | Reykjavík | -2.946.000 | ||
Helga María AK-16 | Akranes | - 426.000 | ||
Höfrungur III AK-250 | Akranes | + 458.000 | ||
Ingunn AK-150 | Akranes | + 100.000 | ||
Lundey NS-14 | Reykjavík | - 55.000 | ||
Ottó N Þorláksson RE-203 | Reykjavík | +1.505.527 | ||
Sturlaugur H Böðvarsson AK-10 | Akranes | - 828.000 | ||
Venus HF-519 | Hafnarfjörður | - 148.000 | ||
Víkingur AK-100 | Akranes | + 34.000 | ||
Örfirisey RE-4 | Reykjavík | - 91.000 | ||
Þerney RE-101 | Reykjavík | - 254.000 | ||
HB Grandi hækkar laun starfsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2009 | 11:39
Aðeins ein fær leið út úr vandanum
Nokkrar staðreyndir.
Stór hluti smábátasjómanna getur aldrei borgað skuldir sínar líkt og vel flestar útgerðir innan LÍÚ sem eru tæknilega gjaldþrota.
Nýju viðskiptabankarnir þrír Landsbankinn, Nýja Kaupþing og Íslandsbanki eru tæknilega gjaldþrota og verða aldrei starfhæfir nema í skötulíki.
Ástæðan:
Erlendir kröfuhafar gömlu viðskiptabankanna munu hefja málsókn innan tíðar á íslenzk stjórnvöld og krefjast þess að eigum gömlu viðskiptabankanna verði aftur skilað yfir í þrotabúin.
Þetta mun leiða af sér ómældar hörmungar og gjaldþrot fyrir nýju bankanna.
Linbó og línudans:
Krónan dansar á 190 í dag, þar ætti hún að vera samkvæmt öllu eðlilegu.
1. Ef krónan styrkist þá þurkast upp eignir nýju viðskiptabankanna.
2. Ef krónan veikist þá þurkast upp eignir almennings og fyrirtækjanna.
3. Ef liður 2, verður oná þá virkjast liður 1, vegna almenns greiðslufalls.
Skynsemin segir þetta:
Lýsum nýju viðskiptabankanna strax gjaldþrota og setjum 100 milljarða nýtt stofnfé inn í Sparisjóðina og þeir verða hinir nýju ríkisbankar íslendinga.
Með þessu spörum við þjóðinni mörg þúsund milljarða og eins neyðumst við ekki til að setja mörg hundruð milljarða af láni IMF inn í viðskiptabankanna þrjá eins og neyðarlögin gera ráð fyrir.
Í framhaldi af þessu verði einn Sparisjóðurinn t.d, Byr eða Sparisjóðabankinn gerður að Lánasjóði atvinnuveganna auk nýja Fiskveiðisjóðs sem taki yfir allar veiðiheimildir.
Að lokum:
Fiskveiðistjórnunarkerfið verði blásið af og Færeyska sóknardagakerfið tekið upp landi og þjóð til heilla Sjá hér;
Sitja uppi með milljónatuga skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2009 | 10:03
Sóðalegasta kvótakerfi í heimi fær aldrei alþjóðlega vottun
Fjölbreytileg svik og brottkast í kvótakerfi er ekki séríslenskt fyrirbæri. Færeyingar hafa reynslu af þessu úr sinni sögu þó að færeyska kvótakerfið hafi staðið stutt við eða einungis í tvö ár. Færeyingar gáfust upp á kvótakerfinu og köstuðu því fyrir róða, töldu það liðónýtt og spillt.
Ár þar til þorskurinn verður vottaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2009 | 23:40
Færeyska reynslan
Fjölbreytileg svik og brottkast í kvótakerfi er ekki séríslenskt fyrirbæri. Færeyingar hafa reynslu af þessu úr sinni sögu þó að færeyska kvótakerfið hafi staðið stutt við eða einungis í tvö ár. Færeyingar gáfust upp á kvótakerfinu og köstuðu því fyrir róða, töldu það liðónýtt og spillt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2009 | 20:59
Nýja Ísland ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 764330
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Greiðslur virka nú eðlilega
- Ekki frétt af neinum sjóflóðum í grennd við byggð
- Lentu í vandræðum á Fjarðarheiði
- Truflanir hafa áhrif á netbanka og rafræn skilríki
- Erlendir ríkisborgarar margir á Suðurlandi
- Víða rafmagnslaust á Austfjörðum
- Íshrannir lokuðu vegi við Arnarbæli í Ölfusi
- Allt samband úti sem stendur
- Snjó kyngir niður á Akureyri
- Íbúð í Grafarvogi illa farinn eftir eldsvoða