Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Sörli fann Eldeyjar hinar nýju

súla

Við Ísland hafa neðansjávargos verið alltíð, ekki síst á Reykjaneshryggnum. Mun sjaldgæfara er þó að eyjar myndist í slíkum gosum. Í latínuriti frá 1230 er þess getið að „á vorum dögum“ hafi sjórinn ólgað og soðið og myndað stórt fjall upp úr sjónum.

Talið er að þessi lýsing eigi við gos það sem íslenskir annálar telja hafa orðið undan Reykjanesi árið 1211. Í einum annál segir um það gos:

Íslandskort Guðbrands biskups Þorlákssonar

„Sörli fann Eldeyjar hinar nýju, en hinar hurfu er alla ævi höfðu staðið.“ Þá segir frá eldsumbrotum undan Reykjanesi 1422: „Skaut þar landi upp, sem sjá má síðan þeir, er þar fara um síðan.“

Þá eru sagnir um neðansjávargos við Reykjanesskaga árið 1583 sem myndað hafi Gígeyjar og sjá má á Íslandskorti Guðbrands biskups Þorlákssonar. Þar er Eldey sýnd og Geirfuglasker SV af henni, en Gígeyjar SSA af Eldey.


mbl.is Snarpur jarðskjálfti við Eldey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árás á ríkistjórnina

norskir fiskhjallar

Þessi ömurlega svífirðilegi áróður LÍÚ á sjávarútvegsstefnu stjórnvalda er ekkert annað en árás á ríkistjórn Íslands.

Um þessa stefnu var kosið í síðustu alþingiskosningum og stjórnvöldum ber að framfylgja henni hvort sem LÍÚ líkar betur eða ver.

Ég legg eindregið til að stjórnvöld bregðist harkalega við kúgunarvaldi LÍÚ og leysi til sín strax nokkur af stærstu og skuldugustu sjávarútvegsfyrirtækjunum.


mbl.is Fjölmenni á fundi um fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur sá við Halldóri Ásgrímssyni

steingrímur hermannsson

Í ævisögu Steingríms Hermannssonar sagði Steingrímur sér hafa verið það ljóst að af frumvarpinu til laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 myndi leiða byggðaröskun sem afleiðing af frjálsa framsalinu.

Var hann ákveðinn í að breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu og tilkynnti Halldóri Ásgrímssyni þáverandi sjávarútvegsráðherra um það.

Halldór var óánægður með þessa afstöðu Steingríms. Halldór sagði að smærri plássin sem neyddust til þess að selja kvóta frá sér gætu einfaldlega keypt hann til baka þegar betur áraði!

Sagði Steingrímur að kvótakerfið væri nær alfarið smíð LÍÚ, en Halldóri var málið löngu runnið í merg og bein.

Tók Halldór málið persónulega og rauk út af fundi þar sem reynt var að fá hann til að fallast á tilslakanir í málinu.

Rétt fyrir þinglok náðist loksins að neyða Halldór til þess að fallast á breytingu sem Aþýðuflokkurinn setti fram, en án hennar hefði Halldóri og félögum hans í LÍÚ tekist að festa eignarrétt manna yfir aflaheimildum líkt og ætlunin var.

Breytingin fólst í að bætt var þriðja málsliðnum við 1. gr. laga um stjórn fiskveiða sem hljómar svo:

Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“

 

Heimild fengin að láni hjá: Þórði Má Jónssyni.


mbl.is Mikilhæfur hugsjónamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband