Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
31.3.2010 | 11:14
Segið ykkur úr LÍÚ! Opið bréf til óbreyttra íslenskra útvegsmanna
Þrátt fyrir að telja sig til hagsmunasamtaka, virðast Landssamtök íslenskra útvegsmanna ekki láta sig hagsmuni þína varða.
LÍÚ lætur sig engu varða þótt mannréttindi þín séu skert.
LÍÚ hefur, þvert á móti, barist gegn því að mannréttindabrot gegn þér verði leiðrétt.
Eins og þú líklega veist birtist síðla árs 2007, álit frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þess efnis að íslensk lög um stjórn fiskveiða brytu í bága við Alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þú hefur kannski talið að álitið væri í andstöðu við þína hagsmuni og það gæti ógnað tilveru þinni sem útgerðarmanns. Þetta er það sem þín meintu hagsmuna-samtök hafa haldið fram.
Forsvarsmenn LÍÚ hafa haldið því fram að álitið sé ekki bindandi, það sé byggt á misskilningi og ef stjórnvöld vogi sér að verða við tilmælum nefndarinnar muni það ógna sjávarútvegi í landinu. Þetta er alrangt.
Í forsendum nefndarinnar segir m.a. Meginatriðið í umfjöllun nefndarinnar er hvort kærendur, sem lögum samkvæmt verða að greiða samborgurum sínum fé fyrir kvóta til að geta stundað atvinnuveiðar á kvótabundnum tegundum og fá þannig aðgang að fiskistofnum sem eru sameign íslensku þjóðarinnar, séu þolendur mismununar sem fari í bága við 26. gr. samningsins.
Nefndin komst svo að þeirri niðurstöðu, með nánar tilgreindum rökum, að um mismunun væri að ræða. Af niðurstöðunni má draga þessa ályktun: Hafir þú komið inn í kerfið eftir að aflaheimildir urðu varanlegar og þar af leiðandi þurft að borga fráfarandi útgerðarmönnum fyrir allar þínar aflaheimildir , hafa mannréttindi þín verið brotin.
Ef sú er raunin, vil ég ítreka við þig að LÍÚ hefur barist gegn því að þessi mannréttindaskerðing verði leiðrétt. LÍÚ berst gegn mannréttindum sinna eigin skjólstæðinga. Ég útskýrði þetta fyrir þáverandi aðstoðar- framkvæmdastjóra LÍÚ, Vilhjálmi Jens Árnasyni, á fundi um kvótamál á Grand hótel fyrir tæpum tveimur árum, en hann var þar sessunautur minn í pallborði. Allir fundargestir geta borið vitni um ábendingar mínar til Vilhjálms og þeim var auk þess lýst í frétt hér. Vilhjálmur gaf ekki mikið fyrir ábendingar mínar þá.
Forsvarsmenn LÍÚ munu ekki gefa mikið fyrir þetta bréf frá mér til þín. Þeim er ekki umhugað um þína hagsmuni. Viltu taka þátt í endurreisn íslensks sjávarútvegs? Nú er enn og aftur stefnt að breytingum á fyrirkomulagi um stjórn fiskveiða.
Meint hagsmunasamtök þín hafa mótmælt öllum breytingum. Forsvarsmenn samtakana hafa þó ekki vogað sér að beita áliti Mannréttindanefndar fyrir sig, enda hafa þeir eytt of miklu púðri í að rakka álitið niður til að menn telji forsvaranlegt að snúa við blaðinu og beita því fyrir sig.
Málið er nefnilega að hæglega má beita áliti Mannréttindanefndar gegn fyrirhugaðri fyrningarleið. Og þar sem ég er fyrst og síðast áhugakona um mannréttindi, er ég andsnúin öllum leiðum sem ekki eru til þess fallnar að sníða þá vankanta burt sem mannréttindanefndin benti á.
Ef fyrningarleiðin verður farin, skerðast þær aflaheimildir sem þú hefur verið rukkaður um með ólögmætum hætti. Það á að skerða aflaheimildir þínar og skilja þig svo eftir með skuldir sem þú stofnaðir til vegna ólögmæts kerfis. Þetta er ekki réttlát lausn. Hún bætir bara gráu ofan á svart.
Það eru til aðrar leiðir. Til dæmis sú leið að allar aflaheimildir verði innkallaðar (strax) og skuldir sem stofnað hefur verið til vegna kvótakaupa fari í pott sem aðilar í sjávarútvegi greiði í sameiningu með auðlindagjaldi. (Hér á ég ekki við skuldir vegna fjárfestinga í öðrum atvinnugreinum, sem framkvæmdastjóri LÍÚ vill fá afskrifaðar).
Þessa leið, eða mjög svipaða, vildi Frjálslyndi flokkurinn fara og mér hugnast hún nokkuð vel. Ef þessi leið yrði farinn yrðir þú ekki skilinn eftir með skuldirnar. Skuldaklafanum yrði létt af þér en í staðinn myndir þú greiða ríkinu fyrir afnot af auðlindinni og hluti af því gjaldi færi í að greiða niður mínusinn sem kvótakerfið hefur skapað sjávarútvegnum.
Ég nefni þessa leið sem dæmi um að enn eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Þú, kæri útvegsmaður, getur tekið þátt og komið með þínar hugmyndir. Það gætir enginn þinna hagsmuna nema þú sjálfur, það er nokkuð ljóst.
Forsvarsmenn LÍÚ hafa hvorki sýnt þjóð né þingi nokkurn samstarfs- eða sáttavilja. Þeir hafa sagt sig frá allri samvinnu um breytingar á stjórn fiskveiða. Er það góð hagsmunagæsla fyrir þig? Sem stendur, er ENGINN að gæta þinna hagsmuna í undirbúningsvinnu fyrir breytingar á kvótakerfinu.
Ég hef um allnokkurt skeið, eða síðan ég sat fundinn á Grand hótel, beðið eftir hallarbyltingu innan LÍÚ. Hún hefur látið á sér standa. Loksins virðist þó vera að rofa til ef marka má nýjustu fréttir af Útgerðarfélaginu Guðmundi Runólfssyni hf. á Grundarfirði. Ég tek ofan fyrir mönnum þar á bæ og skora á þig ágæti útvegsmaður, að gera slíkt hið sama; senda LÍÚ fingurinn og rétta þjóðinni sáttarhönd.
Virðingarfyllst.
Aðalheiður Ámundardóttir meistaranemi í lögfræði.
500 tonna skötuselskvóta úthlutað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2010 | 07:05
Jafnstöðuafla í þorskinn í stað skortstöðu að hætti Samherja hf
Allir geta verið sammála um að setja 250 þúsund tonna jafnstöðu kvóta á þorskveiðar í nokkur ár í senn.
Meira að segja allir fiskifæðingar Hafró eru líkast til sammála þessu en þora ekki að tjá skoðanir sínar opinberlega af hræðslu við Þorstein Má Baldvinsson bófann sem gerði Glitni-Banka gjaldþrota og eyðilagði öll sjávarþorp á Íslandi.
Allir vita að aldrei minna en 250 þúsund tonn af þorski eru drepin á hverju fiskveiðiári þó svo að hækja Samherja hf, Einar K. Guðfinnsson lélagasti sjávarútvegsráðherra allra tíma haldi annað.
Þetta er nú því miður ein skelfilegasta birtingarmynd aflamarkskerfisins sem helgast af lygum og falsi þeirra sem verja kerfið út yfir gröf og dauða.
HÉR eru greinagóðar og sannar upplýsingar um hvernig aflamarkskerfið íslenzka vinnur í raun og veru.
Alls staðar mokafli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2010 | 10:12
Blóm og kransar afþakkaðir
Nú styttist óðum í andlát illræmdasta fiskveiðistjórnunarkerfis veraldar.
Virðist sjúklingurinn líða hægfara en ákaflega kvalarfullan dauðdaga.
Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2010 | 10:33
Forystumenn sjómanna ónýtar undirlægjur LÍÚ
Nú er tími til kominn að sjómenn fjölmenni í land og blási til fundar gegn sínum eigin forystumönnum.
Hvergi á byggðu bóli veraldar hefur ein stétt manna mátt þola meira órétti úr hendi sinna eigin talsmanna sem átti að gæta hagsmuna þeirra.
Sjómenn !
Losum okkur við þessa svikara sem allra fyrst !
Sjómenn taka þátt í störfum sáttanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2010 | 15:22
Ofbeldi og kúgun LÍÚ
Með lögum um stjórn fiskveiða, sem sett hafa verið hér á landi frá árinu 1984 nú síðast lög um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, hefur svokölluðu kvótakerfi við fiskveiðar verið komið á.
Jafnframt því sem kvótakerfi var komið á voru settar strangar reglur um veiðileyfi, sem miðuðu að því að takmarka stærð flotans við afrakstursgetu fiskistofnanna.
Með lögum nr. 38/1990 var sú mikilvæga breyting gerð, að jafnvel bátar undir 6 brúttórúmlestum voru færðir undir leyfiskerfi laga nr. 38/1990.
Eftir setningu þessara laga áttu aðeins þeir bátar, sem verið höfðu að veiðum í tíð eldri laga eða höfðu komið í stað slíkra báta, rétt til fiskveiða í atvinnuskyni.
Með lögfestingu þessa kerfis má segja að afnumin hafi verið hina forna meginregla íslensks réttar um almannarétt til fiskveiða.
Með kvótakefinu, sem byggt er upp á veiðiheimildum ,,aflahlutdeild" sem sjávarútvegsráðuneytið úthlutaðar til skipa og helst óbreyttar milli ára og sérstökum veiðileyfum ,,aflamarki eða ,,krókaaflamarki" hafa heimildir til velflestra fiskveiða í atvinnuskyni orðið að afmörkuðum og framseljanlegum sérréttindum útgerðarmanna.
Ráða þeir því í raun í dag hvaða sjávarbyggðir eða -byggðalög lifa og dafna; hvar verðmæti eigna helst og hvar þær verða lítils eða einskis virði.
Kvótakefið fær útgerðarmönnum þannig mikið og jafnframt ógnvænlegt vald; vald sem leitt hefur til fólksflutninga, eignaskerðinga og félagslegra hörmunga, eins og reyndar spáð var í umsögnum fulltrúa fiskvinnslunnar, þegar frumvarpið var í smíðum.
Í kjölfar dóms hæstaréttar í málinu nr. 145/1998: Valdimar Jóhannesson gegn íslenska ríkinu, sem kveðinn var upp í desember 1998 var sú breyting gerð að allir eigendur haffærra skipa geta fengið almennt veiðileyfi sbr. 4. og 5. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, eins og þeim var breytt með lögum nr. 1/1999.
Til að geta nýtt almennt veiðileyfi sitt og fá notið stjórnarskrár bundins atvinnufrelsis þurfa þeir útgerðamenn, sem fá eða geta fengið almennt veiðileyfi, að fá kvóta framseldan frá handhöfum hans.
En þeir, sem hafa fengið þessum gæðum úthlutað frá stjórnvöldum mega framselja kvótann tímabundið eða varanlega kvóta frá þeim aðilum að nokkru eða öllu leyti.
Eina takmörkunin er sú að framsalið leiði ekki til þess að kvóti skipsins, sem flutt er til, verði bersýnilega umfram veiðigetu þess sbr. 6. mgr. 11. gr. og 1. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða. Framsal kvóta öðlast gildi þegar Fiskistofa hefur staðfest að flutninginn.
Stærsti hluti kvótans, er á hendi útgerðarfyrirtækja, sem eru innan vébanda Landsambands íslenskara útvegsmanna, en samtök þessi tóku virkan þátt í undirbúningi frumvarps þess sem varð að lögum nr. 38/1990.
Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur þann tilgang m.a. samkvæmt 2. gr. samþykka félagsins, að vera málsvari útvegsmanna í almennum hagsmunamálum og stuðla að sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu fiskistofna.
Innan vébanda Landsambands íslenskra útvegsmanna er rekin svokölluð kvótamiðlun LÍÚ.
Kvótamiðlun LÍÚ virðist hvorki hafa sérstakar samþykktir né heldur sjálfstæðan fjárhag, þó hún á hinn bóginn hafi sett sér gjaldskrá vegna kvótasölunnar.
Virðist kvótamiðlun LÍU því vera einhvers konar deild innan LÍÚ, sem annast miðlun kvóta fyrir félagsmenn sína.
Kvótamiðlun LÍÚ virðist vera einhvers konar samráðsvettvangur útgerðafélaga innan vébanda LÍÚ, þar sem handhafar kvótans geta með samstilltum aðgerðum haldið uppi háu kvótaverði til útgerða án kvóta.
Þá fjármuni sem handhafar kvótans fá við framsal hans geta þeir síðan nýtt í samkeppni sinni um kaup afla á fiskmörkuðum við fiskverkendur án útgerðar eða útgerðir án kvóta.
Handhafar kvótans ráðið því hver fær og getur nýtt rétt sinn til fiskveiða í atvinnuskyni og hver afkoma þeirra og fiskverkenda er.
Hluta kvóta má flytja milli ára, sem gerir það að verkum að aldrei verður umfram framboð.
Auk þess sem handhafar kvótans geta með málamyndafærlsum milli útgerða sinna búið til viðskipti.
Ekkert eftirlit er af hálfu stjórnvald með kvótaviðskiptum, ef frá er talið að þau ber að tilkynna til Fiskistofu, sem getur stöðvað framsal kvóta sé það mat starfsmanna hennar að framseldur kvóti sé umfram veiðigetu framsalshafa.
Ekkert almennt eftirlit virðist með því hvort um málamyndargerðinga sé að ræða enda fer Fiskistofa ekki fram á afrit reikninga fyrir viðskiptinn og með öllu er óvíst og óljóst hvort virðisaukaskatti sé skilað að viðskiptum með kvóta.
Telja verður að með þessu fyrirkomulagi á kvótaviðskiptum hafi Landsamband íslenskra útvegasmanna og félagsmenn þess félags gerst brotlegir við 10., 11. og 12. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.
Auk þess sem ætla verður að í þessu skipulagi felist óbeinn stuðningur íslenska ríkisins við þröngan hóp útvegsmanna, sem í skjóli einokunar og samráðs geta stýrt fiskveiðum og fiskvinnslu hér á landi.
Félagsmenn í Landssambandi íslenskra útvegsmanna geta með sýndargerningum haldið uppi verði á kvóta og þar með skert samkeppnishæfni skipa án kvóta.
Eigendur skipa án kvóta þurfa að greiða það verð fyrir kvótann sem kvótaeigendurnir setja upp hverju sinni. Verðinu ráða þeir einir.
Vilja að skötuselslög verði afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2010 | 10:38
Ferjusiglingar á milli Bíldudals og Þingeyrar
Það er mikið þjóðþrifamál að koma sem allra fyrst á ferjusiglingum á milli norður og suðursvæðis Vestfjarða.
Ekki þarf að fjölyrða um það hverslags gríðarleg samgöngubót það yrði fyrir alla íbúa Vestfjarða.
Eins og nú árar er lítil sem engin von til þess að ráðist verði í jarðganga og vegaframkvæmdir á Vestfjörðum og því nauðsynlegt að taka annan og mun betri pól í hæðina.
Með réttri ferju, álíka skipi og myndin er af með þessu bloggi væri hægt að sigla frá Bíldudal til Þingeyrar á innað við klukkutíma aðra leiðina með um 70 farþega og 8 fólksbíla eða einn trukk með tengivagn.
Það sem mundi sparast er öll vinna við ónýtan 55 ára gamlan veg um Dynjandisheiði og jarðgöng undir Hrafnseyrarheiði.
Hafnirnar á Þingeyri og á Bíldudal eru til staðar og þyrfti einungis smávægilegar viðbætur að koma til vegna ferjubrúa á hvorum stað.
Kaupverð á svona skipi er áætlað um 400 milljónir íslenzkar á móti 10 milljarða framkvæmd við jarðgöng og uppbyggingu vega.
Hrafnseyrarheiði ófær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2010 | 22:59
Þorsk, ýsu og ufsa í næsta skrefi
Nú er langþráð frumvarp um skötusel orðið að lögum frá Alþingi.
Næsta skrefið í þessa átt er í þorski, ýsu og ufsa.
Væntanlega mun Jón Bjarnason okkar mikilhæfasti sjávarútvegsráðherra frá tíð Matthíasar Bjarnasonar og Lúðvíks Jósepssonar auka kvóta í þeim tegundum innan yfirstandandi fiskveiðiársins.
Eðlilegt og sjálfsagt framhald af skötuselsfrumvarpinu er að sú aukning fari öll til ríkisins en ekki sem sveitastyrkur til núverandi handhafa aflaheimilda.
Skötuselsfrumvarp að lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2010 | 14:14
Síðasti geirfuglinn ?
Þann 3. júní 1844, voru tveir síðustu geirfuglanir í heiminum drepnir á syllu í Eldey, suðvestur af Reykjanesi.
Geirfuglinn var allt að 70 cm hár, vóg um 5 kg og var ófleygur. Í útliti líktist geirfuglinn nokkuð mörgæsum, en er ekki af sömu ætt. Geirfuglinn var góður sundfugl og nærðist einkum á fiski. Útbreiðslusvæði geirfuglsins voru strandsvæði Norður-Atlantshafsins.
Geirfuglinn var algengur víða í Norður-Atlantshafinu allt fram á 16. öld, en veiði gekk grimmt á stofninn. Lengst lifði geirfuglinn af við Ísland, en eins og áður segir voru síðustu tveir geirfuglarnir voru drepnir í Eldey.
Einhverjar sögur fara af því að til geirfugls hafi sést eftir það, einkum á Grænlandi allt fram á sjötta áratug 19. aldar, en óvíst er um áreiðanleika þeirra sagna.
Framan af var geirfugl veiddur til matar, en þegar fuglinum fór að fækka verulega fóru safnarar og náttúrugripasöfn að borga háar fjárhæðir fyrir fuglinn og má segja að það hafi verið hinn endanlegi dauðadómur tegundarinnar.
Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag. Einn þeirra má finna á Náttúrufræðistofnun Íslands.
Síðustu geirfuglarnir í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2010 | 10:59
Stjórnvöld geta tekið strax á vandanum
Hér koma leiðir til úrbóta sem virka strax landi og þjóð til heilla.
1. Lokun landhelginar fyrir veiðum frystitogara ofan við 300 faðma dýpi.
2. Vinnsluskyldu á allan makríl til landvinnslu.
3. Allan fisk á markað.
4. Aðskilja veiðar og vinnslu.
5. Veiðar allra báta undir 15 tonnum verði gefnar frjálsar til línu og handfæraveiða frá 1. mai nk.
Óttast kvótaskort og stöðvun í fiskvinnslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2010 | 10:42
Yfirlýsing "Frú Svanfríðar" búrtíkur Samherja
Það er eins og manni hefur alltaf grunað að Svanfríður Jónasdóttir er búrtík Kaldbaks hf, og Samherja hf.
Ekki er langt um liðið síðan nefnd búrtík stóð fyrir stórfeldum ránsskap á togara þeirra Ólsara og flutti kvótann í þjófabæli Samherja hf, við Eyjafjörð.
Svanfríður hafði nú ekki mikla samúð með íbúum Ólafsvíkur þegar stærsti hluti aflaheimilda þeirra lenti í ræningja höndum norðan heiða.
Vilja auka kvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Fyrir sjómenn.
- Veðurspá - Veðurstofan
- Veður og sjólag
- Atlantshafsspá
- Belgingur
- Ventusky.com
- Flóðatafla Reykjavík
- Heimsmarkaðsverð á fiski
- Reiknistofa fiskmarkaða
- Fiskistofa
- Norges Fiskarlag
- Staðsetning skipa
- Landhelgisgæslan
- Hrafnseyri
- Byggðasafn Vestfjarða
- Hús skáldsins
- Sögueyjan Ísland
- Ríkisútvarpið rás 1
- Facebook - Nilli
Bloggvinir
- Ársæll Níelsson
- Jóhannes Ragnarsson
- Hafdís Ösp
- Jón Kristjánsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Þórður Sævar Jónsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Ragnarsson
- Karl V. Matthíasson
- Valmundur Valmundsson
- Árni Gunnarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Ketill Sigurjónsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Kristján H Theódórsson
- Ívar Pálsson
- Sigurður Sigurðsson
- Magnús Jónsson
- Jens Guð
- Jón Valur Jensson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- S. Einar Sigurðsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Hörður Halldórsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 764335
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar